Þorrablót Harðar

Ágætu félagar!!

Næskomandi laugardag 17.janúar verður haldið hið árlega þorrablót félagsins.

Miðaverð á blótið er 4.000 kr og hægt er að panta miða í síma 893-4671 og leggja þarf inná reikning: 549-26-4259 og kennitala er: 650169-4259

Húsið mun opna kl 18:00

Harðarfélagar, höfum gaman saman á laugardaginn.

Kveðja stjórn hestamannafélagsins Harðar.

Harðarfélaginn Reynir Örn Pálmason var valinn íþróttaknapi ársins 2014

Reynir Örn sannaði það á árinu að hann er einn  fremsti knapi Íslands og á það við um margar keppnisgreinar, en hann var tilnefndur í tveimur flokkum á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var 10.janúar sl.  Árangur hans var mjög góður og var hann valinn íþróttaknapi ársins 2014.  Við Harðarfélagar erum stoltir af því að hafa Reyni Örn innan okkar raða.  Reynir Örn er jafnframt tilnefndur til Íþróttamanns Mosfellsbæjar 2014.

 

Reynir örn

Hér eru það Lárus Hannesson formaður LH og Gunnar Sturlurson forseti FEIF sem afhenda honum verðlaunin

UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA

Miðasölu á uppskeruhátíð hestamanna lýkur á morgun kl. 18:00

Undirbúningur fyrir hátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum 10. janúar næstkomandi stendur nú sem hæst.  Hátíðin er samstarfsverkefnið Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda og hefur verið haldin á haustmánuðum en var frestað.  Dagskráin verður fjölbreytt og létt en eins og vant er verða veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppni og ræktun o.fl.  Margt verður til skemmtunar og meðal annars mun nýstofnaður hestamannakvartett skemmta.  Veislustjóri verður hinn geðþekki Gísli Einarsson.

Nánar...

ÞRIF OG PIZZU PARTÝ /æskulýðsnefnd

Til að gera okkur klár fyrir veturinn,þá ætlum við að hittast í reiðhöllinni föstudaginn
9. janúar ef þið kl: 18 -20 og þrífa reyðtygin. Á staðnum verður sápa og olía enn gott ef þið komið með tuskur og fötu. Helga Skowronski söðlasmiður mætir og leiðbeinir okkur.
HITTUMST ÖLL Í FJÖRINU Á NÝJU ÁRI

Æskulýðsnefndin

 

 

Námskeið fræðslu og æskulýðsnefndar skráning 2015

Ágætu félagar!!

Skráingarfrestur á námskeiðin er næstkomandi þriðjudag 6. janúar.

Skráning hefur farið hægt á stað og ef ekki næst skráning á eitthvert ákveðið námskeið áskilur félagið sig þann rétt að fella það niður.

Endilega kæru félagar skoðið það fjölbreytta úrval námskeiða sem er í boði.

Höfum það saman gaman í vetur.

 

Kv fræðslu og æskulýðsnefnd