Beit í sumar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 22 2015 22:37
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú er komið að hinni árlegu firmakeppni. Hún verður haldin á sumardaginn fyrsta kl.14.00. Skráning er í reiðhöllinni um morguninn. Keppt er í hefðbundnum flokkum. Pollar, börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2, heldri menn og konur og opinn flokkur. Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli, þar sem seldar verða vöfflur og kakó.
Hlökkum til að sja ykkur
Firmanefndin
Sæl verið þið
Sonja Noack reiðkennari ætlar að bjóða upp á stöðupróf í knapamerki 1 og 2. Hún ætlar að hafa nokkra æfingartíma fyrir stöðuprófið og ætlar líklegast að byrja á fimmtudaginn eftir viku. Þið sem hafið áhuga endilega verið þið í sambandi við hana annað hvort í síma 8659651 eða á facebook.
Skráningarfrestur er til 24 aprí næstkomandi
Kostnaður er 12000 krónur og inní því eru þrír 30 mín einkatímar auk prófgjalds.
Minnum jafnfram á að lesa þarf bækurnar þvi ekki verður farið í bóklega kennslu.
12 ára aldurtakmark er í knapamerki 1 og 2 og 14 ára í knapamerki 3
Kær kveðja
Æskulýðsnefnd og yfirkennari Harðar.
Mótið hefst fimmtudagskvöldið 30.apríl á 100m, 150m og 250m skeiði. Peningaverðlaun verða veitt fyrir 1.sæti í þeim greinum sem keppt verður í á fimmtu dagskvöldinu og vegleg verðlaun í boði fyrir 2-3.sæti.
Skráning er hafin og lýkur henni á miðnætti 27.apríl.
Skráningargjöld eru eftirfarandi:
Kæur Harðarfélagar.
Nú er komið að hinni árlegu Fáksreið, en hún verður laugardaginn 25.apríl nk. Lagt verður af stað úr Naflanum kl.13.00. Fáksmenn eru þegar farnir að undirbúa sig og búast við 200 manns.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Ferðanefndin.
Æfingamót verður haldið miðvikudaginn 22.apríl. Mótið byrjar kl.16.00. Skráning fer fram í reiðhöllinni mánudaginn 20.apríl kl.19.00 - 20.00. Keppt verður í hefðbundnum íþróttagreinum fyrir börn, unglinga, ungmenni og fullorðna, 4g, 5g, T3 og T7. Keppendur fá umsagnir frá dómurum og ekki verða riðin úrslit. Skráningin kostar 1.000kr. Þeir sem eru á keppnismámskeiði fá frítt. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Einnig veitir Magnús Ingi upplýsingar í síma 8993917. Hvetjum alla til að mæta.
Eldgamla mótanefndin
Í næstu viku ætlum við að fagna sumri og halda firmakeppnina okkar. Því viljum við biðja þá sem eiga númerin sem notuð hafa verið að finna þau og nota í keppninni. Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli og seldar verða vöfflur og kakó. Nánar auglýst síðar.
Kæru Harðarfélagar.
Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi á sumardaginn fyrsta. Mæting er við reiðhöllina kl.10.00. Eftir hreinsunina verða grillaðir "borgarar". Eftir það fara allir að græja hestana sína og sjálfan sig og mæta í firmakeppnina kl.14.00 með númerin sín. Keppt er í hefðbundnum flokkum. Pllar, börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2, heldri menn og konur og opinn flokkur. verðlaunaafhending verður í Harðarbóli, þar sem seldar verða vöfflur og kakó.
Hlökkum til að sja ykkur.
Umhverfisnefndin
Á næstu dögum verður ónýtt dót og drasl sem er á félagssvæði Harðar fjarlægt. Þeir sem eiga þetta hafa nokkra daga til að fjarlægja þetta sjálfir, að öðrum kosti fjarlægir Mosfellsbær þetta.