Knapamerki 2016
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Sunnudagur, desember 13 2015 13:57
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Knapamerki 1 og 2 börn/unglingar
Mánudagur Kl 1600
Kennari Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir
Verð: 22.000
Knapamerki 1 og 2 börn/unglingar
Mánudagur Kl 1600
Kennari Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir
Verð: 22.000
Kæru félagar.
Árshátíð félagsins verður haldin í nýju og glæsilegu Harðarbóli laugardaginn 12.mars 2016. Þema hátíðarinnar er GLEÐI OG GLAMÚR og hvetjum við fólk til að taka daginn frá í tíma.
Hægt er að setja hestakerrur inn í reiðhöllina. Nota þarf lykil til að komast inn um litlu hurðina og opna síðan stóru hurðina með lykli sem er í skránni.
Reiðhöllin er opin meðan veður leyfir.
Ágæti Harðarfélagi !
Nú má finna þau námskeið sem verða í boði í vetur inná link æskulýðsnefndar og fræðslunefndar (hægra megin hér á síðunni).
Einnig verður boðið uppá helgarnámskeið og sýnikennslur í vetur og verður það auglýst síðar.
Ingólfur A. Sigþórsson hefur látið af stöfum sem starfsmaður reiðhallarinnar og við starfinu hefur tekið Örn Ingólfsson (Össi).
Við þökkum Ingólfi fyrir vel unnin störf sl. ár og óskum honum velfarðnaðar á nýjum vettvangi.
Við bjóðum Össa velkominn til starfa fyrir félagið, en hann þekkir félagið vel og hefur unnið í mörg ár sem sjálfboðaliði hjá okkur.
Síminn hjá Össa er: 8217444.
Oddrún Ýr sér um að skrá nýja lykla og endurnýja gamla lykla.
Hægt er að hringja í Oddrúnu Ýr í síma 8498088 eftir kl. 14.00 á daginn. Einnig er hægt að senda beiðni á nýjan lykil í höllina á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Föst viðvera í höllinni verður auglýst síðar.
Vill minna á að reiðhöllin verður lokuð frá kl. 13 til 15 í dag 22. nóv.
F.h. FMos
Anton Hugi
Öryggisnámskeið í hestamennsku
Æskulýðsnefnd Sörla stendur fyrir Öryggisnámskeiði í hestamennsku í samstarfi við Sigurjón Hendriksson, sjúkraflutningamann og VÍS sunnudaginn 6. desember kl .13.00 á Sörlastöðum.
Farið verður yfir helstu öryggisatriði er varðar hestamennsku og hvernig beri að bregðast við ef slys verða.
Fyrirlesturinn er miðaður við börn, unglinga og ungmenni en fullorðnir eru að sjálfsögðu velkomnir líka.
Fyrirlesturinn er opin öllum og haldinn í samvinnu við hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu.
Aðgangur er ókeypis.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Vakin er athygli á því að frestur til að gera athugasemdir við tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi hesthúsa- og hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum rennur út þriðjudaginn 24. nóvember n.k. Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofunni í Kjarna og liggur frammi á heimasíðu bæjarins (tengill – mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar).
Upplýsingar um skipulagið eru veittar hjá skipulagsfulltrúa í viðtalstímum alla virka daga kl. 11-12, en einnig verða skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar til viðtals vegna skipulagsins fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17-18 á bæjarskrifstofunni á 2. hæð í Kjarna.
Á Þorláksmessu 23.des. ætlar Hörður að vera með Skötuveislu í hádeginu í Harðarbóli. Boðið verður uppá skötuhlaðborð og fleira gógæti úr sjónum. Heimabakað rúgbrauð og glæsilegan eftirrétt. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að panta borð fyrir hópa. Nánar auglýst þegar nær dregur. En endilega takið hádegið frá og komið í nýtt og glæsilegt Harðarból og borðið dásamlega Skötu.
Æskulýðsnefndin ætlar að fara í keilu í Egilshöllinni á morgun fimmtudag kl.18.40.
Endilega mæta. Hægt er að skrá þátttöku á feisbúksíðunni.