Bóklegt nám í knapamerki 3-5

Knapamerki er skemmtileg og uppbyggjandi nám fyrir þá sem vilja að bæta sig og vinna sig markvisst að þjálfun síns reiðhests

Það þarf að klára bóklega námið núna í haust og stefnt er að fara í gegnum verklega námið eftir áramót. Kennari er  Sonja Noack.

Skráning er á:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

 

 

Nánar...

Námskeið haustið 2015

Knapamerki Stöðupróf

Við ætlum aftur bjóða upp á stöðupróf í knapamerki 1 og 2 fyrir þá sem langar að skella sér í knapamerki 3 í vetur. Við ætlum að hafa nokkra æfingartíma fyrir stöðuprófið. Þið sem hafið áhuga endilega verið þið í sambandi við Sonja Noack, yfirreiðkennari annað hvort í síma 8659651 eða á facebook.

Nánar...

STÓLABALL HARÐAR - FJÁRÖFLUN FYRIR HARÐARBÓL

Nú er komið að því - við ætlum að safna fyrir stólum í Harðarból og höldum því dansiball laugardaginn 5.september.

Húsið opnar kl. 21 og verður boðið upp á fordrykk milli kl. 21 og 22. Hákon og Guðjón hinir alþekktu skemmtikraftar Harðar halda uppi stuðinu og hita upp fyrir Jógvan Hansen og Vigni Snæ sem munu spila frá kl. 23-02.

Miðaverð er 3.000kr í forsölu og 3.500kr við innganginn, hægt er að panta miða hjá Guðrúnu Magnúsdóttur í síma 8642067

Ekki missa af þessari frábæru skemmtun og tryggðu þér miða núna.... 

 

TAKMARKAÐUR FJÖLDI MIÐA VERÐUR SELDUR

FLUGELDASÝNINGAR NÆSTU TVÆR HELGAR

Við viljum benda fólki á, sem er með hesta í girðinum í bæjarfélaginu að huga að þeim og helst setja þá inn vegna flugeldasýningarinnar sem verður á hafnabakknum í Reykjavík á laugardagskvöldið.  Við viljum forðast slys sem geta hlotist af flugldasýningum.

Um næstu helgi er bæjarhátíðin "Í túninu heima" og viljum við líka biðja fólk um að huga líka að hestum sínum þá vegna flugeldasýninga.

HÖRÐUR EIGNAST HEIMSMEISTARA - REYNIR ÖRN VARÐ HEIMSMEISTARI Í SAMANLÖGÐUM FIMMGANSGREINUM

Harðarfélaginn Reynir Örn Pálmason er annar heimsmeistarinn sem hestamannafélagið Hörður hefur eignast.  Við Harðarfélagar erum ákaflega stolt af Reyni Erni og óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Reynir Örn og hestur hans Greifi frá Holtsmúla urðu samanlagðir heimsmeistarar í fimmgansgreinum á Heimsmeistaramótinu í Herning.  Þeir lönduðu líka  2.sæti í 5g og 2.sæti  í T2 sem er aljgörlega frábær árangur.

reynir og greifi

Sumarskemmtinámskeið

Kennt verður mánudag til fimmtudag, 2 klukkutíma á dag í einu víku.
Þetta er námskeið fyrir krakka sem eru með aðgang að hesti sem þau treysta og treysta sér með í reiðtúr í litlum hóp. Það verða bara 4 krakkar í hóp. Mjög fjölbreytt kennsla!
Förum í reiðtúr og gerum fjölbreyttar æfingar, einnig verða kenndar ásetuæfingar. Líka verður kennsla í gerðinu á reiðleiðum farið verður í leiki og hindrunastökk. Höfum gaman og njótum sumarið!
Dagsetning:
20.-23. Júli Kl 16-18
8 tímar, verð 16 000 krónur
Kennari: Sonja Noack

 

Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sleppingu hrossa frestað

Eins flestum mun kunnugt er 10. júní hinn formlegi sleppingardagur í beitarhólf sem félagið leigir út. En nú hefur verið

ákveðið að fresta sleppingu til n.k. helgar vegna kuldatíðar og lítillar grassprettu af þeim sökum. Geta menn því sleppt

hrossunum næstkomandi laugardag.

Á það skal bent að hólfin eru misjafnlega vel á veg komin í sprettu og því er eindregið mælt með því að þar sem lítið gras

er komið skuli höfð heyrúlla eða baggi til að létta á beitinni fyrstu daga eftir sleppingu. Það er vel þekkt staðreynd að þegar

hrossum er sleppt á graslítil hólf ná þau oft ekki að spretta og verður uppskeran því mun lakari en ella.

Beitarnefnd