- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júlí 01 2015 10:52
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Kennt verður mánudag til fimmtudag, 2 klukkutíma á dag í einu víku.
Þetta er námskeið fyrir krakka sem eru með aðgang að hesti sem þau treysta og treysta sér með í reiðtúr í litlum hóp. Það verða bara 4 krakkar í hóp. Mjög fjölbreytt kennsla!
Förum í reiðtúr og gerum fjölbreyttar æfingar, einnig verða kenndar ásetuæfingar. Líka verður kennsla í gerðinu á reiðleiðum farið verður í leiki og hindrunastökk. Höfum gaman og njótum sumarið!
Dagsetning:
20.-23. Júli Kl 16-18
8 tímar, verð 16 000 krónur
Kennari: Sonja Noack
Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 08 2015 21:55
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Eins flestum mun kunnugt er 10. júní hinn formlegi sleppingardagur í beitarhólf sem félagið leigir út. En nú hefur verið
ákveðið að fresta sleppingu til n.k. helgar vegna kuldatíðar og lítillar grassprettu af þeim sökum. Geta menn því sleppt
hrossunum næstkomandi laugardag.
Á það skal bent að hólfin eru misjafnlega vel á veg komin í sprettu og því er eindregið mælt með því að þar sem lítið gras
er komið skuli höfð heyrúlla eða baggi til að létta á beitinni fyrstu daga eftir sleppingu. Það er vel þekkt staðreynd að þegar
hrossum er sleppt á graslítil hólf ná þau oft ekki að spretta og verður uppskeran því mun lakari en ella.
Beitarnefnd