Reiðhöllin lokuð 22. nóv
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Sunnudagur, nóvember 22 2015 12:00
- Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Vill minna á að reiðhöllin verður lokuð frá kl. 13 til 15 í dag 22. nóv.
F.h. FMos
Anton Hugi
Vill minna á að reiðhöllin verður lokuð frá kl. 13 til 15 í dag 22. nóv.
F.h. FMos
Anton Hugi
Vakin er athygli á því að frestur til að gera athugasemdir við tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi hesthúsa- og hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum rennur út þriðjudaginn 24. nóvember n.k. Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofunni í Kjarna og liggur frammi á heimasíðu bæjarins (tengill – mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar).
Upplýsingar um skipulagið eru veittar hjá skipulagsfulltrúa í viðtalstímum alla virka daga kl. 11-12, en einnig verða skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar til viðtals vegna skipulagsins fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17-18 á bæjarskrifstofunni á 2. hæð í Kjarna.
Æskulýðsnefndin ætlar að fara í keilu í Egilshöllinni á morgun fimmtudag kl.18.40.
Endilega mæta. Hægt er að skrá þátttöku á feisbúksíðunni.
Það vantar einn til að hjálpa við spónaplötusmíði í eldhúsi og geymslu í dag föstudag og á morgun laugardag.
Eins vantar tvær/tvo til að fara með rusl í Sorpu og flytja efni úr Harðarbóli sem á að nota í reiðhöllinni sem og tiltekt í Harðarbóli.
Á morgun laugardag verður byrjað að mála og vantar fólk í það verk.
Kæru félagar.
Nú er unnið öll kvöld vikunnar í Harðarbóli og nóg að gera fyrir alla, konur og kalla. Um að gera að mæta og Gunnar Örn úthlutar verkefnum.
Það verður unnið á morgun laugardag í Harðarbóli frá kl 10 um morguninn.
Unnið verður við loftagrind í viðbyggingu, veggi og klæðningu í útigeymslu en sérstaklega vantar 2-3 hrausta félaga til að fara með járnkarl undir parketið í eldhúsinu og losa það upp.
Kæru félegar.
Deiliskipulag hesthúsahverfinsins er í auglýsingu og hvetjum við ykkur til að skoða það. Þetta hefur verið unnið í samráði við stjórn og reiðveganefnd. Athugasemdir þurfa að berast skriflega á skrifstofu Mosfellsbæjar fyrir 24.nóvember nk.
Aðalfundurinn verður haldinn í kvöld í Harðarbóli kl.20.00.
Dagskrá samkvæmt fundarboð.
Allir skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt.
Aðalfundurinn var haldinn 4.nóv. sl. Fundurinn fór vel fram og voru um 60 manns mættir.
Kosið var um formann til eins árs og var hann endurkjörinn. Eins voru 4 meðstórnendur í kjör og buðu þeir sig allir fram og voru endurkjörnir til tveggja ára.
Kosið var um lit á félgasjökkum og vildu flestir hafa grænan jakka áfram.
Félagsgjöldin voru hækkuð.
16. - 21.árs - 5.5.00
22. - 69. ára - 8.500
Hægt verður að nálgast ársskýrsluna á heimasíðu félagsins hordur.is og fljólega fundargerð aðalfundar, þegar hún hefur verið samþykkt af stjórn og fundarstjóra
Stjórnin vill þakka félagsmönnum fyrir málefnalegar umræður og hlakkar til að starfa með ykkur næsta árið.
Fyrir hönd stjórnar
Jóna Dís Bragadóttir
Á laugardaginn er hin árlega hrossakjötsveisla 8villtra. Húsið opnar kl.18.30 með fordrykk og borðhaldið kl.19.30. Endilega mætið tímanlega, því dagskráin er þétt og svo verður dansað fram á nótt.