ÞULARSTÚKA - tengingar

Að gefnu tilefni er því beint til þeirra sem hafa lykil að þularstúkunni í reiðhöllinni að taka ALDREI neitt þar úr sambandi. Fyrir síðasta mót hafði verið átt við græjurnar, snúrur teknar úr sambandi og fleira. Þetta varð til þess að lítið heyrðist í þul á því móti, en mótanefnd vissi ekki betur en allt væri í lagi. Í dag kom viðgerðarmaður og þurfti ekki annað að gera en að tengja mjög margar snúrur aftur. Samt sem áður kostar svona útkall helling.

Það er sem sagt allt í lagi með græjurnar.

Vinsamlegast látið þetta í friði þar til skipt verður um læsingu eftir helgi.

LAUSAGANGA HUNDA ER STRANGLEGA BÖNNUÐ Í HESTHÚSAHVERFINU OG Á REIÐLEIÐUM

Mikið hefur borið á lausagöngu hunda í hesthúsahverfinu og á reiðleiðum. Jafnframt er mikið kvartað yfir þessu til stjórnar og Mosfellsbæjar. Lausagangahunda er stranglega bönnuð í hesthúsahverfinu. og á reiðleiðum.  Hundagsælumaður hefur tilkynnt komu sína í hverfið næstu daga.
 

FRÓÐLEGUR FYRIRLESTUR HJÁ DR. HREFNU Í GÆR

Í gær var dr. Hrefna Sigurjónsdóttir með mjög fróðlegan fyrirlestur í Harðarbóli.  Um 60 manns mættu og áttu ánægjulegt kvöld.  Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur á næsta fyrirlestri og sýnikennslu 19.mars.

Hrefnahrefna 1

RAFMAGNSTENGLAR FRÁTEKNIR Á LANDSMÓTINU Á HÓLUM Í HJALTADAL

Við höfum tekið frá fyrir Harðarfélaga stæði 134-149 og 157-170.

Frátektir geta ekki verið lengur en í tvær vikur, því þarf að vera búið að greiða þessi stæði  fyrir 2. mars.

Þegar fólk hefur samband við tix verður að segja að það sé í  Hestamannafélginu Herði.

 

1. vetramót Margrétarhofs

MargrétarhofÍ dag var haldið fyrsta vertrarmótið í Herði. Mikil skráning var og gaman að sjá hvað fólk er duglegt að koma og keppa og horfa á. Við þökkum ykkur fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti.

 

Niðurstöður mótsins eru eftirfarandi:

 

Nánar...