- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 20 2016 22:51
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Tower tímar
Þetta er námskeið þar sem notast er við pilates tæki til þess að finna og lengja vöðva sem við þurfum til þess að verða betri knapar. Farið er sérstaklega yfir æfingar fyrir knapa til þess að bæta ásetu og samspil ábendinga.
- Aðeins fimm komast að.
- Mánudögum Kl. 18:40-19:40 og miðvikudögum Kl. 18:00 til 19:00
- Eldrún pilates studio, Álftamýri 1
- Fjögurra vikna námskeið
- Hefst 26. september
- Verð 30.000 kr
Kennari er Heiðrún Halldórsdóttir
Pilates for dressage associate instructor og Romanas Pilates Instructor
Áhugasamir hafið samband í síma 847-7307 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 13 2016 21:17
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Þá er hinum eiginlega beitartíma í löndum Mosfellsbæjar lokið þetta árið. Lauk
10. September en sökum góðrar tíðar í vor og sumar hefur lítið eða ekki verið ýtt
við mönnum að fjarlægja hross úr hólfunum. Eftir skoðun á hólfunum í gær,
mánudag, var ákveðið að leyfa félagsmönnum að hafa þau þar fram að
næstkomandi helgi með einhverjum undantekningum þó.
Mönnum er bent á að hætta randbeit hið snarasta og láta hrossin vera
einvörðungu á þeim hluta sem óbitinn er. Þannig að hrossin séu ekki að darka á
því sem búið er að bíta. Betra er að bitnu hlutarnir nái að jafna sig eitthvað fyrir
úttektina. Fulltrúi landsgræðslunnar kemur strax eftir helgi til úttektar á
hólfunum og þurfa þá öll hross að vera farin. Nokkrir þurfa að fjarlægja hrossin
strax og verður haft samband við viðkomandi.
Beitarnefnd