Vatnið tekið af á morgun þriðjudag
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, ágúst 22 2016 22:51
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Vatnið verður tekið af hesthúsahverfinu kl.18.00 á morgun þriðjudag. Þetta verður eitthvað fram eftir kvöldi.
Vatnið verður tekið af hesthúsahverfinu kl.18.00 á morgun þriðjudag. Þetta verður eitthvað fram eftir kvöldi.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ auglýsir eftir hesthúsi til leigu eða hesthúsplássum (í sama húsi) haustið 2016 á svæði Hestamannafélagsins Harðarí Mosfellsbæ.
Um er að ræða 10 hross og leigutímabilið er frá 1. september til 15. desember.
Í hesthúsinu þarf að vera salernisaðstaða, kaffistofa og góð hnakkageymsla.
Áhugasamir eru hvattir til að senda tilboð til hestakennara FMOS Line Norgaard, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 26. ágúst. Nánari upplýsingar fást líka hjá Line í síma 866-1754.
Kæru Harðarfélagar.
Nú þegar búið er að sleppa hrossum er um að gera að huga að því að fegra hverfið. Fljótlega verður farið í það að slétta umhvefis reiðhöllina og búa til bílastæði og stærra kerrustæði.
Einnig verður borið á Harðarból.
Þeir sem hafa geymt hey á rúllustæðinu eru vinsamlegast beðnir um að ganga frá eftir sig.
Við viljum því hverja ykkur kæru félagar að snyrta umhverfis hesthúsin ykkar, taka upp njóla, mála og fl.
Slippfélagið er með málningu fyrir okkur á góðu verði og þeir vita númerið á grænu málningunni.
TÖKUM NÚ HÖNDUM SAMAN OG FEGRUM HVERFIÐ
Komið þið sæl.
Hér eru upplýsingar fyrir ykkur.
Þið verðið að senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl.12.00 á Í dag föstudag um að þið nýtið ykkur sætið sem þið hafið unnið ykkur.
Einnig þurfið þið að senda upplýisngar um hönd sem þið vijið ríða uppá, hægri eða vinstri.
Hörður skráir og borgar skráningargjaldið.
Ef þið viljið panta beitarhófl eða hesthúspláss sendið beiðni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og ég sendi beiðni. Þetta þarf að gerast í síðasta lagi í dag föstudag kl.12.00. Eingöngu er hægt að panta í gegnum félög, ekki einstaklingar. Við sendum bara pöntun, en vitum ekki hvað við fáum mörg hólf eða pláss í hesthúsi.
Hér eru þeir sem fara á LM2016, rauðir og gulir eru varamenn og þeir sem eru litaðir bláir þurfa að velja og senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. júní. Einnig þurfa þeir sem ekki vilja fara að láta vita fyrir 10. júní.
Innilega til hamingju allir :-)
Grillað verður í Harðarbóli á morgunn laugardag, og að sjálfsögðu höfum við fengið grillmeistara félagsins til að gangast í lið með okkur hann Gumma Makker. Grillið verður kl 18:00 og kostar aðeins 2.000kr á mann. ,,Gjöf en ekki gjald".
Vonumst til að sjá sem flesta á morgunn.
Kveðja
Mótanefndin
Svo virðist sem sú þjónusta Hestamannafélagsins Harðar að veita áburð til þeirra sem leigja beitarhólf af félaginu sé í uppnámi.
Í tvígang hefur verið farið án leyfis í áburðarbirgðir félagsins og einstakir félagsmenn eða aðrir skammtað sér áburð á eigin spýtur. Í fyrra tilvikinu voru tveir óuppteknir sekkir fyrir utan reiðhöllina en annar þeirra nánast tæmdur að morgni mánudagsins 21. Maí. Það mál er uppýst.
Eftir þetta var því brugðið á það ráð að flytja hinn sekkinn sem eftir var inn í reiðhöllina. Ekki dugði það til því nokkrum dögum seinna var búið að opna hann og taka úr honum og hann að endingu nánast tæmdur. Það mál er upplýst að hluta en ekki er þó vitað hver reið á vaðið og opnaði pokann né hve margir aðrir
hafa tekið úr honum. Er hér með óskað eftir því að þeir sem áttu hlut að máli. Á það skal bent að í höllinni eru myndavélar sem væntanlega hafa tekið upp myndskeið þegar pokinn sem um ræðir var opnaður. Verða þær myndir skoðaðar á næstu dögum!
Annað í þessum áburðarmálum er að beitarþegar virðast líta á það sem sjálfsagðan hlut að þeir beitarnefndar menn sem sjá um að afhenda áburðinn stökkvi bara til þegar þeim hentar, þ.e. beitarþegunum, og afgreiði þeim áburðinn sem þeim ber. Auglýst var afhending á áburði tvo daga og þann þriðja, sunnudaginn 20. maí var undirritaður á staðnum ef einhverjum skyldi nú þóknast að sækja áburðinn. Örfáir komu og síðan er búið að stökkva til í nokkur skipti og afhenda nokkur korn. Ennþá eiga þó nokkrir eftir að sækja áburðinn og má gera ráð fyrir að klárað verði að afhenda þann áburð sem eftir er en síðan verði þeir sem eftir sitja að sjá um að afla sér áburðar á eigin spýtur og eigin kostnað.
Síðan á eftir að taka ákvörðun um það hvort þessari þjónustu verði ekki bara hætt og menn látnir alfarið sjá um þetta sjálfir. Er þetta sem hér að ofan er rakið gott dæmi um það þegar lítill hluti fjöldans, slóðarnir, verða þess valdandi að góðri þjónustu er hætt.
Valdimar Kristinsson
ÞEIR SEM FARA Á LANDSMÓT FYRIR HÖRÐ
Hörður sér um að skrá hesta á Landsmót og borgar skráningargjaldið.
Þeir sem unnu sér stæti á Landsmótinu verða að senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. um hvort þeir ætli sér að nýta sætið eða ekki.
Föstudaginn 10.júní verður skráningin send.
Kæru Harðarfélagar.
Á morgun er kirkjukaffi í reiðhöllinni og því biðum við til ykkar um veitingar. Okkur vantar flatkökur, pönnukökur, hjónabandssælu og fleira sem auðvelt er að borða af pappadisk.
Tekið er á móti veitingum kl.12.00-12.30 á morgun sunnudag.