Helgarnámskeið með Antoni Níelssyni

Helgina 16. og 17.april verður helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni.
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur kennt við Hólaskóla í mörg ár. Toni er mjög vinsæll reiðkennari víða um heim og hefur meðal annars verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og hjá nokkrum erlendum landsliðum.

Nánar...

FÉLAGSREIÐTÚR LAUGARDAGINN 2.APRÍL KL.14.00 - VEITINGAR Á EFTIR Í REIÐHÖLLINNI

FÉLAGSREIÐTÚR LAUGARDAGINN 2.APRÍL N.K.

Næstkomandi laugardag verður farið í félagsreiðtúr kl. 14.00 úr Naflanum. Riðið verður áleiðis að Hafravatni. Á leiðinni verður boðið uppá veitingar. Eftir reiðtúrinn verður heitt kaffi, heitt kakó, pönnukökur og léttar veitingar í reiðhöllinni. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Ferðaefndin.

Æskan og hesturinn

Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldinn þann 10. apríl í reiðhöllinni í Víðidalnum. Á þessari sýningu koma saman börn og unglingar af höfuðborgarsvæðinu og gera saman stóra og glæsilega sýningu. Undirbúningsnefnd Æ og h langar að bjóða þeim pollum sem vilja fara og vera með á sýningunni. Það eru tveir flokkar sem krakkarnir geta valið um, teymdir pollar og pollar ríðandi einir. Þetta atriði er á báðum sýningunum og væri gaman ef krakkarnir gætu verið í grímubúningum og ef þau vilja mega þau endilega skreyta hestana hjá sér. Vonumst til að sjá ykkur sem flest á sýningunni. (Skráning fer líklegast fram rétt fyrir sýninguna hjá þuli, verður auglýst betur síðar).

Reiðhöll lokun vegna æfinga

Ágætu félagar reiðhöllinn verður lokuð vegna æfinga æskunnar og hestsins sem hér segir:

30. mars miðvikudag klukkan 21 - 22
1 apríl föstudag klukkan 18 - 19 
2 apríl laugardag klukkan 17 - 19
3 apríl Sunnudagur klukkan 18 - 19

Kv nefndin

KAFFIHÚSAHITTINGUR Í REIÐHÖLLINNI LAUGARDAGINN 2.ARPÍL OG FÉLAGSREIÐTÚR EFTIR HÁDEGIÐ

Minnum á kaffihúsahittinginn í reiðhöllilnni á laugardaginn 2.apríl  kl. 10.00 - 12.00.  Komið við í reihöllinni eftir morgungjöf og fáið ykkur kaffi og með'í.  Félagsreiðtúrinn verður eftir hádegið. Hann verður auglýstur nánar síðar.

ELDRI FÉLAGAR - HITTINGUR Í HARÐARBOLI 1.APRÍL KL.11.30

ELDRI FÉLAGAR Í HERÐI - HITTINGUR 1.APRÍL KL.11.30 Í HARÐARBÓLI.

Föstudaginn 1.apríl ætla eldri félagar í Herði að hittast kl.11.30 í Harðarbóli. Við ætlum að borða súpu saman og fá fyrirlestur um áhugavert efni. Þeir sem eiga myndir eru hvattir til að taka þær með og við gefum okkur tíma til að skoða þær. Endilega látið þetta berast til þeirra sem ekki vissu af þessu síðast. Allir eldri félagar velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Nefndin.

Formannsfrúarkarlareiðin 2016

Formannsfrúarkarlareiðin verður farin 14.maí nk. Hún verður með hefðbundnu sniði. Byrjað verður á glæsilegum morgunverði í Harðarbóli og endað á steik í Harðarbóli. Ef veður og færð leyfir verður riðið frá Þingvöllum í Hörð. Ef veður og færð leyfir það ekki verður riðið úr Sörla í Hafnarfirði í Hörð. Nánar auglýst síðar. 
Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kveðja Helgi Sig.