Gott ástand í beitarhólfum félagsins
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 30 2016 20:07
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Árleg síðsumarsúttekt á beitarhólfum á vegum félagsins var gerð nýlega og voru úttektarmenn
mjög ánægðir útkomuna. Ástandið að heita má mjög gott nánast allstaðar þótt á nokkrum
stöðum sé tímabært að ýmist fjarlægja hross eða loka þau af á lítið eða óbitnum hlutum
hólfanna. Eins og staðan er í dag eru allir möguleikar fyrir hendi að hægt sé að skila öllum
hólfunum í viðunandi einkunn það er 3 sem þýðir á skalanum fullnýtt án ofbeitar.
Eins og sjálfsagt allir sem hafa verið með hross á beit í sumar hefur tíðarfarið verið afar
hagstætt þessa tæpu þrjá mánuði. Vorið mjög gott þannig að hægt var að sleppa hrossum fyrr
en reglur segja til um og hátt hitastig flesta daga. Og síðast en ekki síst var úrkoman mjög í
hófi þannig að hólfin hafa ekki sporast út á álagsblettum.
Þannig að allar líkur eru á að útkoman úr loka úttekt Landgræsðlunnar verði með besta móti.
Beitarnefnd vill hinsvegar benda hverjum og einum á að skoða hólfin vel. Færa hrossin af
þeim hlutum sem mikið eru bitin svo þau nái að spretta eitthvað fyrir úttektina og tryggja með
því rétta einkunn. Fjarlægja þarf hross úr nokkrum hólfum og verður haft samaband við þá
aðila.
Beitarnefnd