NOKKRIR MIÐAR TIL Á KÓTILETTUKVÖLDIÐ

Nokkrir lausir miðar eru til á kótilettukvöldið, hafið samband með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringið í síma 8616691 

Endilega bjóða fólki með sér, hver vill ekki gæða sér á kótilettum og royalbúðing, horfa á gamlar myndir úr félagsstarfinu og syngja smá.

Keppnisnámskeið / æskulýðsnefnd

Nú styttist í úrtöku !

Námskeiðið er fyrir börn 10 ára og eldri sem stefna að þátttöku í keppni, reynsla æskileg. Ef skráning er mikil áskilur æskulýðsnefnd sér rétt til breytinga á kennslufyrirkomulagi.
Kennarar eru Súsanna Sand og Fredrica Fagerlund.
3. hluti 9.mai til 30.maí – verð (ath dettur út 1 dag) 19 000 ISK ATH að kennsla fer fram í formi einkatima, 20min 2x í viku.
Skráning er opin og verður fram á laugardaginn 7.mai
á:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

HELDRIBORGARHITTINGUR MIÐVIKDUAGINN 4.MAÍ

Miðvikudaginn 4.maí er Heldriborgarahittingur.

Reiðtúr kl. 17.00 frá reiðhöllinni. Grill kl. 19.00 í Harðarbóli. Myndasýning og fleira

Fólk þarf að skrá sig í grillið fyrir kl.12.00 þriðjudaginn 3.maí.

Skráning í síma eða senda tölvupóst:

Jón Ásbjörnsson 8635941 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigríður Johnsen 8968210 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Konráð Adolphsson 8970511 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

KÓTILETTUKVÖLD 7.MAÍ Í HARÐARBÓLI

Senn líður að kótilettukvöldinu okkar sem verður haldið 7.maí í Harðarbóli. Hvetjum Harðarfélaga til að taka með sér gesti.

Miðar verða seldir 3.maí í Harðarbóli kl. 19.00 - 20.00.

Einnig er hægt að panta miða með því að leggja inná reikning:

549-26-4259 kt. 650169-4259 og senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Miðaverð 3.500kr.

Matur: Kótilettur "ala mamma", rauðkál, grænar baunir og rabbabarasulta. Royla búðingur í eftirétt.

Veislustjórn, fjöldasöngur, myndasýning.

Þetta er hátíð sem enginn má misssa af.

Fjáröflunarnefndin

Umsókn um beit rennur út í dag

Eins og áður hefur verið auglýst eru síðustu forvöð að sækja um beit

1. maí n.k. Viljum aðeins minna á að þann 2. maí verður byrjað að

úthluta beitarhólfunum og því fá þeir einir beit sem hafa sótt um fyrir

þann tíma. Mikilvægt er að allir sem hyggjast fá beit sæki um í eigin

nafni og fylli út þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir nefndina

til að ganga frá úthlutun og gerð vaktalista.

Þannig ætti það að vera öllum ljóst sem málið varðar að umsóknin

þarf að berast fyrir miðnætti 1. maí.

Með bestu kveðjum

Beitarnefnd Harðar

HESTADAGAR 2016 - HÁTÍÐARHELGI HESTAMANNSINS

Hvetjum Harðarfélaga til að mæta í þessa frábæru skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur.  Lagt er til að fólk sé annaðhvort í félagsjökkum, lopapeysu eða svörtu úplunni sem margir Harðarfélagar eiga.  Hægt er að sameinast í kerrur með því að hafa samband í síma 8616691.  Við hittumst svo við Tanngarð (fyrir innan BSÍ).  Fjölmennum og eigum skemmtilegan dag saman.  Á sunnudaginn væri gaman ef félagar í Herði eru tilbúnir til að bjóða heim í hesthúsin sín.  Endilega hafið samband í síma 8616691.horses of iceland

HÖRÐUR BÝÐUR HEIM Á SUNNDUAGINN - DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS

EmilDagur íslenska hestsins verður haldinn hátíðlegur um allan heim 1.maí. Hestamannafélagið Hörður býður heim kl. 14.00 - 15.00

Dagskrá verður í og við reiðhöllina í Herði.

Reiðskólinn Hestamennt kynnir sumarnámskeiðin sín. Reiðskólinn Hestamennt teymir undir krökkum Grillaðar pylsur Súsanna Katarína kynnir TREK -  TREK braut verður inni í reiðhöllinni þar sem fólk getur komið og prufað brautina. Sýningar - frá krökkum í Herði