ÚLPU OG PEYSU MÁTUN

Æskulýðsnefndin ætlar að bjóða uppá mátun á úlpum og peysum í Harðarbóli föstudaginn 15.apríl kl. 18.00 - 20.00.  Þeir sem hafa áhuga á því að kaupa sér úlpu og/eða peysu endilga mætið og tryggið ykkur eintak.

 

Æskulýðsnefnd Harðar

REIÐTÚR ÆSKULÝÐSNEFNDARINNAR

Jæja þá er komið að æskulýðsreiðtúrnum okkar. Við ætlum að hittast við reiðhöllina kl: 13:00 á sunnudaginn 17.4.2016. Förum hring og endum á Fitjum og fáum okkur eitthvað svalandi að drekka í boði nefndar. Foreldrar, börn, unglingar og ungmenni hlökkum til að sjá ykkur á sunnudag.

Kveðja æskulýðsnefndin

KVENNAKVÖLD - KYNNING Á TÖLTBRÚBBUNNI Í SPRETTI

Mánudagskvöldið 18.apríl ætlum við að bjóða konum í Herði að koma í Harðarból og hlusta á Ragnheiði Samúelsdóttur höfund Töltgrúbbunnar í Spretti að kynna fyrirkomulag grúbbunnar.

Hægt verður að kaupa súpu og brauð á vægu verði.

Við hvetjum Harðarkonur til að mæta og fá góðar hugmyndir og fá sér súpu og spjalla. Hugmyndin er síðan að stofna svipaðan hóp með svipuðu fyrirkomulagi og er í Spretti.

Hvetjum allar konur til að mæta og eiga skemmtilegt kvöld saman.

Nefndin

Niðurstöður 3. vetramóts Tengi

Sl. laugardag var 3. vetramót Tengis og Harðar. Mótið gekk áfalla laust fyrir sig og skemmtum knapar og mótsstjórn sér vel. Við þökkum Tengi kærlega fyrir veittan stuðning.

Blöðin með skráningunum týndust. Það væri voða gaman ef þið gætuð sent á mig á hvaða hesti þið voruð á svo ég geti sent betri frétt á hestamiðlana. Einnig vantar þarna tvö nöfn inn í, ef þið vitið hvað þau heita megið þið senda þau líka. Vinsamlegast sendið á eftirfarandi netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Nánar...

Vorið er komið og grundirnar gróa.....

og þá förum við hestamenn að huga að beitarmálum. Eins og undanfarin ár

býður hestamannafélagið upp á beitarhólf til leigu fyrir skuldlausa félagsmenn.

Nú þegar hafa þó nokkrir sótt um og hvetjum við alla þá sem vilja fá beit að

sækja um hið snarasta því umsóknarfrestur er til 1. maí.

Aðeins hefur borið á því að menn gleymi að sækja um og svo hafa aðrir ekki sótt

um af þeirri ástæðu að þeir hyggjast ekki fá beit. Síðast liðið vor var nokkrum

úthlutað beit sem hugðust ekki sækja um. Við í beitarnefnd finnum því miður

ekki á okkur hverjir vilja beit og hverjir ætli að hætta. Af þessum sökum geta

þeir sem ekki sækja um beit fyrir 1. maí gengið að því vísu að fá ekki beit þetta

árið. Sem sagt; þeir einir fá beit sem sækja um!!!

Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Valdimar 896 6753, Gígju 863

1936, Guðmundi Björgvinss. 856 5505, Guðmundur Magnúss. 863 0711,

Gunnari 822 4402.

KVENNAKVÖLD - KYNNING Á TÖLTGRÚBBUNNI Í SPRETTI

Mánudagskvöldið 18.apríl ætlum við að bjóða konum í Herði að koma í Harðarból og fá sér súpu og brauð og hlusta á Ragnheiði Samúelsdóttur höfund Töltgrúbbunnar í Spretti kynna fyrirkomulag grúbbunnar. Við hvetjum Harðarkonur til að mæta og fá góðar hugmyndir og fá sér súpu og spjalla. Hugmyndin er síðan að stofna svipaðan hóp með svipuðu fyrirkomulagi og er í Spretti.

Hvetjum allar konur til að mæta og eiga skemmtilegt kvöld saman.

Nefndin

Breytingar á vörslu vegna lausra hrossa

Fyrir dyrum standa breytingar á fyrirkomulagi á vörslu vegna lausra hrossa í

umdæmi Mosfellsbæjar. Hestamannafélagið Hörður mun koma að því á

ársgrundvelli og sjá að miklu leiti um verkefnið.

Hingað til hefur félagið séð um vaktir og handsömun lausra hrossa frá 10. Júní

til 10. September ár hvert frá klukkan 17:00 til 8:00 á virkum dögum og alfarið

um helgar. Þá hefur félagið séð um geymslu handsamaðra hrossa allt árið. En nú

horfir sem sagt í að breyting verði á og félagið yfirtaki þetta verkefni að

stærstum hluta. Fram til þessa hafa starfsmenn áhaldahúss Mosfellsbæjar séð um

það að undanskildum þeim tíma sem að ofan greinir.

Tveir fundir hafa verið haldnir með fulltrúum Harðar og starfsmönnum

Mosfellsbæjar um málið og kom þar fram að hestamannafélagið myndi finna

rekstraform á þessa starfsemi/verkefni. Sú hugmynd hefur orðið ofan á að leita

til félagsmanna sem eiga flutningstæki þ.e. bíl og kerru og myndu þeir aðilar sjá

um handsömun hrossanna og koma þeim á geymslustað hverju sinni. Um yrði að

ræða fulla greiðslu fyrir viðvikið en hluti handsömunargjaldsins rynni í

sérstakan rekstrarsjóð til reksturs starfseminnar.

Er hér með óskað eftir að þeir sem reiðbúnir eru til þátttöku í þessu verkefni gefi

sig fram við beitarnefnd á netfanginu vakri@símnet.is eða í síma 896 6753.

Nú þegar hefur verið leitað til nokkurra félagsmanna og hafa undirtektir verið

mjög góðar. Menn almennt tilbúnir að axla þessa ábyrgð sem á okkur hefur

verið sett.

Í tengslum við þessar breytingar stefnir í að lausnargjald fyrir handtekin hross

hækki verulega og geymslugjald sömuleiðis. Lausnargjaldið er í dag kr. 15.000

og geymslugjald kr. 1.500 á dag. Reikna má með að gjaldskráin verði hækkuð

um allt að 100% og því ljóst að mikill ávinningur sé fyrir hestaeigendur að hafa

girðingar í góðu lagi og tryggja sem best að hross haldist örugglega innan

girðinga eða hesthúsa.

Beitarnefnd