Hrímnis tölt

Þann 20. apríl verður þriðja og síðasta mótið í Hrímnis-mótaröðinni, og er það að þessu sinni tölt T3. Mótið byrjar kl 18:00 og að móti loknu verður smá lokahóf í Harðarbóli. Þar munum við veita stigahæðstu knöpum viðurkenningu.

Skráning er hafin á http://skraning.sportfengur.com og er skráning út mánudaginn 18. apríl. Hver skráning kostar 2.000kr, veglegir vinningar eru í boði fyrir þrjú efstu sætin.
 
Vinningar eru eftirfarandi:
1. verðlaun á öllum mótunum er hin frábæra ReFlect ábreiða frá Hrímni :
http://hrimnir.is/2015/acc-reflectrug.html
2. verðlaun Heritage kristals höfuðleður og taumur með Hrímnismélum.
3. verðlaum Loki eða Lilja jakki
Hlökkum til að sjá sem flesta!!

 Hrimnirlogovertical

GUNNUNES KL.13.00 OG 3.VETRARMÓT KL.16.00 Á MORGUN

Minnum á reiðina í Gunnunes á morgun kl.13.00. Mæting í Naflanum kl.12.45.

Minnum líka á 3.vetrarmótið TENGI - mótið, sem verður kl.16.00. Mótið verður úti á stóra vellinum. Pollar eru inni. Skráning verður í fyrramálið kl.10.00 - 12.00 í reiðhöllinni. Skráningargjald kr. 1.500 fyrir alla nema polla. Verðlaunaafhending fer fram í reiðhöllinni að lokinni keppni. Einnig verða veitt verðlaun fyrir stigahæstuknapa úr öllum vetrarmótunum.

Þrjú laus pláss á námskeiðið hjá Tona

Aðeins þrju laus pláss eru eftir á námskeiðið hjá Antoni Níelssyni

 

Helgina 16. og 17.april verður helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni.
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur kennt við Hólaskóla í mörg ár. Toni er mjög vinsæll reiðkennari víða um heim og hefur meðal annars verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og hjá nokkrum erlendum landsliðum.

Anton Páll er nákvæmur í sinni kennslu, hefur mikla reynslu á öllum stigum reiðmennskunnar og er hann mjög fljótur að lesa knapa og hest. Áhersla er lögð á einfalda enn árangursríka(communication) nálgun við hestinn til þess að fá besta mögulega samspil og samband við hann.

Kennsla fer fram laugardag og sunnudag og er annaðhvort 1x 60min á dag eða 2x 30min á dag.
Það eru bara 8 pláss í boði.
Verð 32 000 kr
Möguleiki er fylgjast með kennslu Antons úr stúku og kostar það 6.000 kr per dag.

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx…og er skráningarfrestur til 9 april næstkomandi.

Æskan og hesturinn

Nú er komið að því að barna- og unglingadeildir hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu standi saman að hinni árlegu stórsýningu Æskan og hesturinn. 
Þarna gefst fjölskyldum landsins tækifæri til að eiga saman góða stund og horfa á ókeypis skemmtun.

Tvær sýningar í boði kl 13 og 16

Að venju eru það hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni Fákur í Reykjavík, Sprettur í Garðabæ og Kópavogi, Hörður í Mosfellsbæ, Sóti á Álftanesi og Sörli í Hafnarfirði.

Helgarnámskeið með Antoni Níelssyni

Helgina 16. og 17.april verður helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni.
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur kennt við Hólaskóla í mörg ár. Toni er mjög vinsæll reiðkennari víða um heim og hefur meðal annars verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og hjá nokkrum erlendum landsliðum.

Nánar...

Reiðhöll lokuð!!

Næsu kvöld mun reiðhöllin vera lokuð vegna æfninga fyrir Æskuna og hestinn. Æskan og hesturinn verður haldin næstkomandi sunnudag, 10. apríl.

Mánudagur kl 20:00-21:00
Þriðjudagur kl 21:00-22:00
Miðvikudagur kl 21:00-22:00

FÉLAGSREIÐTÚR LAUGARDAGINN 2.APRÍL KL.14.00 - VEITINGAR Á EFTIR Í REIÐHÖLLINNI

FÉLAGSREIÐTÚR LAUGARDAGINN 2.APRÍL N.K.

Næstkomandi laugardag verður farið í félagsreiðtúr kl. 14.00 úr Naflanum. Riðið verður áleiðis að Hafravatni. Á leiðinni verður boðið uppá veitingar. Eftir reiðtúrinn verður heitt kaffi, heitt kakó, pönnukökur og léttar veitingar í reiðhöllinni. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Ferðaefndin.

RIÐIÐ Í GUNNUNES LAGUARDAGINN 9.APRÍL

RIÐIÐ Í GUNNUNES LAUGARDAGINN 9.APRÍL NK.

Lilla ætlar að fara fyrir hópreið Harðarmanna í Gunnunes laugardaginn 9.apríl n.k.

Mætin er í Naflann kl.12.45. Lagt af stað kl.13.00.

...

Stórstraumsfjara er kl. 13.47 og hún bíður ekki eftir okkur.

Fyrir þá sem ekki hafa upplifað reið í Gunnunes þá er þetta algjörlega frábært. Fyrir þá sem hafa upplifað er aldrei of oft farið í Gunnunes.

Æskan og hesturinn

Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldinn þann 10. apríl í reiðhöllinni í Víðidalnum. Á þessari sýningu koma saman börn og unglingar af höfuðborgarsvæðinu og gera saman stóra og glæsilega sýningu. Undirbúningsnefnd Æ og h langar að bjóða þeim pollum sem vilja fara og vera með á sýningunni. Það eru tveir flokkar sem krakkarnir geta valið um, teymdir pollar og pollar ríðandi einir. Þetta atriði er á báðum sýningunum og væri gaman ef krakkarnir gætu verið í grímubúningum og ef þau vilja mega þau endilega skreyta hestana hjá sér. Vonumst til að sjá ykkur sem flest á sýningunni. (Skráning fer líklegast fram rétt fyrir sýninguna hjá þuli, verður auglýst betur síðar).