HUGIÐ AÐ HESTHÚSUNUM YKKAR - HÖRÐUR GÆTI VERIÐ ÞAR
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, október 26 2015 13:48
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Auglýsum eftir fólki til að taka þátt í spurningakeppni - vantar tvo þátttakendur. Ef þið hafið áhuga sendið á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hrossarækt ehf og LH er að undirbúa spurningakeppni hestamanna sem verður sýndur á sjónvarpstöðinni Hringbraut. Spurningarnar verða samdar af valinkunnum hestamönnum og verða um hestatengt efni. Þættirnir verða teknir upp í nóvember og gefst öllum hestamannafélögum innan Landssambands hestamannafélaga tækifæri á að senda lið sem líklega verða tveggja manna. Við hvetjum hestamannafélög að láta ekki sitt eftir liggja og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.
Til þess að sjónvarpsefnið nái til allra landsmanna teljum við mikilvægt að sem fæst félög skorist undan þátttöku. Hvert félag er því beðið að taka þátt svo þetta geti orðið að veruleika.
Á laugardaginn ætlum við að klára að klæða Harðarból að utan fyrir veturinn. Okkur vantar vinnufúsar hendur. Unnið verður frá kl.10.00-16.00. Heitur matur í hádeginu. Þeir sem geta mætt eru beðnir um að vera í samband við Gunnar Örn s.8224402 eða Hákon s.8250050
Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.
Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir eftir því sem við á.
Skil fara fram með rafrænum hætti á www.bustofn.is.
Þess ber líka að geta í þessu sambandi að fyrir einhverjum hesteigendum hefur vafist að hross séu líka búfé og því verið áhöld um hvort skýrslu yfir þau þurfi að skila en það er að sjálfsögðu raunin.
Hvort sem hross eru á húsi í þéttbýli eða í hagagöngu úti á landi, ber að gera skil á þeim í einu lagi á haustskýrslunni. Haustskýrslan er yfirleitt send á eiganda hesthúss og er í lagi að skrá öll hross í eigu fjölskyldunnar á eina skýrslu.
Ef fólk leigir stíur og er ekki skráð á sérstakt hesthús, ber þeim einnig að skila skýrslum um sína hrossaeign.
Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.
Verður haldinn miðvikudaginn 4. nóvember
í Harðarbóli og hefst fundur kl. 20:00.
Efni fundarins:
Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar
Hörður er heppinn með félaga sína, en þessir frábæru kappar byrjuðu að klæða nýbgginguna að utan um helgina. Hvar værum við án svona tryggra félaga?? Þetta eru Hörður, Gunni Vals og Gunnar Örn
HELLURNAR ERU FARNAR
Steypa á stétt við fordyrið á Harðarbóli á þriðjudaginn og ef einhver vill hirða þar 15 fm af hellum er það velkomið. Hafið samband við Gunnar Örn í síma 822-4402
Hörður er heppinn með félaga sína, en þessir frábæru kappar byrjuðu að klæða nýbgginguna að utan um helgina. Hvar værum við án svona tryggra félaga?? Þetta eru Hannes, Gunni Vals og Gunnar Örn, á mindina vantar Davíð Gunnarsson. Allir eru þeir félagar í 8villtum.
Næsta laugardag 17.okt. verður haldið áfram að klæða nýbygginguna við Harðarból. Væri gaman að sjá ykkur og endalaust hægt að nýta fólk. Unnið verður frá kl. 10 - 16. Heitur matur í hádeginu. Þeir sem ætla að mæta verða að láta Gunnar Örn eða Hákon vita. Gunnar Örn í síma 8224402, Hákon í síma 8250050. Einnig er hægt að senda þeim tölvupóst á
hakon@umhyggja,is This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Aðalfundur Harðar verður haldinn miðvikudaginn 4.nóvember nk. í Harðarbóli og hefst fundurinn kl.20.00. Nánar auglýst síðar.