GRÍMUTÖLT - GRÍMULEIKAR LAUGARDAGINN 13.FEB KL. 13.00

Nú er komið að Grímutöltinu og Grímuleikunum góðu Harðarfélagar, allt verður með hefbundnu sniði nema að sjálfsögðu mætir fólk í búningum, flokkaskipting verður:

börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2 og atvinnumenn. 


Svo höldum við eftir það stutta grímuleika þar sem atriðið má ná uppí 3mín og hugmyndarflæði, skemmtannargildi, sköpunnarhæfni verður dæmt. Einnig vil ég minna á að VINNINGSHAFINN í yngri flokkum (börn og unglingar) fær þátttökurétt á Æskuna og Hestinn!!!!!
hlökkum til að sjá ykkur frábæra fólk

Skráning á 4g mótin á föstudaginn kl.19.00


Með kveðju Mótanefndin

GRÍMUTÖLT - GRÍMULEIKAR LAUGARDAGINN 13.FEB KL. 13.00

Nú er komið að Grímutöltinu og Grímuleikunum góðu Harðarfélagar, allt verður með hefbundnu sniði nema að sjálfsögðu mætir fólk í búningum, flokkaskipting verður:

börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2 og atvinnumenn. 


Svo höldum við eftir það stutta grímuleika þar sem atriðið má ná uppí 3mín og hugmyndarflæði, skemmtannargildi, sköpunnarhæfni verður dæmt. Einnig vil ég minna á að VINNINGSHAFINN í yngri flokkum (börn og unglingar) fær þátttökurétt á Æskuna og Hestinn!!!!!
hlökkum til að sjá ykkur frábæra fólk

Skráning á 4g mótin á föstudaginn kl.19.00


Með kveðju Mótanefndin

HRÍMNIS 4G MÓT - FÖSTUDAGINN KL.19.00

Þá er komið að opnum Hrímnis 4gangi sem verður haldin í Herði, létt og skemmtilegt mót.
Aðeins einn flokkur í boði 3 inná í einu og síðan 6 í úrslit
höfum gaman saman næsta föstudagskvöld og njótum þess að sjá flotta hesta svona í byrjun vetrar.
Skráningargjald er 2000kr
hægt er að skrá sig hér http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti 10.feb.

Hlökkum til að sjá sem flesta
Kær kveðja Mótanefnd Harðar

 

DNA-stroksýnataka á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson, ráðunautur, verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, föstudaginn 12. febrúar næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur (S: 862-9322 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Nánar um DNA-sýni hrossa má m.a. lesa hér: http://www.rml.is/is/bufjarraekt/hrossaraekt/dna-synatokur .

Félagsgjöld 2016 og reiðhallarlyklar

Ágæti félagsmaður

Félagsgjöld hestamannafélagsins Harðar voru send út í heimabanka félagsmanna, eindagi gjaldanna var 1. febrúar síðastliðinn. Stjórn Harðar vill hvetja félagsmenn sem eiga gjaldfallin félagsgjöld til að greiða sem fyrst en jafnframt þakka þeim sem nú þegar hafa greitt félagsgjöldin sín.

Hvetjum við líka þá sem eiga ógreidda reihallarlykla að greiða þá, lokanir á ógreiddum lyklum hefjast mánudaginn 8 febrúar

Kv Stjórn Harðar

Félagslyndi hesta- hvað hefur áhrif á samskipti þeirra?

Þriðjudaginn 23 febrúar næstkomandi kl 20:00 mun Dr Hrefna Sigurjónsdóttir vera með fyrirlestur í Harðarbóli um félagslyndi hesta-  hvað það er sem hefur áhrif á samskipti þeirra.

Greint verður frá rannsóknum á félagshegðun íslenska hestsins hér á landi sem höfundur hefur unnið að frá 1996 með  íslenskum og erlendum vísindamönnum og stúdentum.  Um er að ræða rannsóknir á litlum sem stórum hópum úti við  sem eru mismunandi að samsetningu hvað varðar  hlutfall kynjanna og aldursflokka.  Greint verður frá því hvað hefur mest áhrif á árásargirni og jákvæð samskipti, eins og gagnkvæma snyrtingu og leik.  

Einnig verður greint stuttega frá könnun sem höfundur gerði árið 2003 á algengi húslasta hér á landi.

Kveðja fræðslunefnd Harðar

Reiðtúr laugardag Blikanes

Ágæti félagi

Laugardaginn 6 febrúar mun ferðanefnd Harðar fara í reiðtúr á Blikanesið undir diggri stjórn Gísla á Hrísbrú.

Lagt verður á stað úr naflanum kl 14:00 og eftir reiðtúr verður boðið uppá kaffi, kleinur og safa inní reiðhöll.

Félagsmenn fjölmennum.

Kveðja ferðanefnd Harðar

Töltnámskeið með Ragnheiði Þorvaldsdóttur

Viltu bæta töltið í hestinum þínum? Er hann stundum skeiðlaginn eða er hann alltaf að detta í brokk? rftu að bæta hæga töltið eða vantar meira rími? Þetta eru allt allgeng vandamál, sem hægt er að laga. Komdu á námskeið og ég hjálpa þér að gera hestinn þinn enn betri.

Kennt verður í 6 skipti 
Námskeið byrjar 2. mars 2016

Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.

Verð: 14.700

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add