3.vetrarmót Harðar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, apríl 13 2015 21:45
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
3. vetrarmót Harðar verður haldið föstudaginn 17.apríl vonandi úti (sólsetur kl 21:00)
Dagskrá:
3. vetrarmót Harðar verður haldið föstudaginn 17.apríl vonandi úti (sólsetur kl 21:00)
Dagskrá:
Nú stendur fyrir dyrum umhverfisátak í hesthúsahverfinu okkar. Hreinsunardagurinn verður 23.apríl og þá leggjast allir á eitt um að fegra hverfið. Til stendur að stækka kerru stæðið við hliðina á reiðhöllinni og laga kerrustæðum í neðra hverfinu og þá eiga engar kerrur að vera nema á kerrustæðum. Einnig verður kerrueigendum boðið uppá að leigja stæði. Stjórninni hafa borist kvartanir vegna heyrúlluna víða um hverfið og viljum við benda á rúllustæðið austast í
hverfinu. Einnig er kvartað yfir litlum kerrum og öðru drasli sem á ekki að vera þar sem það er. Tekur jafnvel stæði á kerru stæðinu. Eftir fund í morgun með fulltrúum Mosfellsbæjar fórum við í skoðunarferð um hverfið og biðjum við eigendur að fjarlægja drasl sem það á, annars gerir Mosfellsbær það.
Árshátíðarnefnd Harðar 2015 þakkar fyrir sig og fyrir frábæra þátttöku félagsmanna og óskar næstu nefnd góðrar skemmtunar.
Kær kveðja frá okkur
Hófý, Stína, Jara, Einar, Árni, Hákon, Kristján, Lilja.
Keppnisnámskeið seinni hluti (börn, unglingar, ungmenni)
Námskeiðið verður fjölbreytt. Byggt upp á fyrirlestrum, sýnikennslum, úti og inni æfingum, æfingamótum, áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða kennslu, mest einkatímar til að ná því besta fram í hverjum knapa og hesti.
Kennarar Súsanna Sand og Ragnhildur Haraldsdóttir.
Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum frá kl 16 – 22, fer eftir skráningu
Námskeiðið er fyrir börn 10 ára og eldri sem stefna að þátttöku í keppni, reynsla æskileg
Ef mikil skráning, áskilur æskulýðsnefnd rétt til breytingar á kennslufyrirkomulagi
Seinni hluti 8.apríl til 10 júni– verð 26.000 kr
Þá sem voru skráðir á fyrri hluta námskeiðsins og fara líka í seinna hluta, fá seinni hluta námskeiðsins á 24.000kr.
Skráning fer fram hér:
Seinni hluti 8 apríl til 10 júní – verð 26 000 kr
Þá sem eru að skrá sig á fyrri hluta og fara líka í seinna hluta, fá seinna hluta á 24000kr.
Skráning fer fram hér:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx…
Kveðja æskulýðsnefnd
Kæru Harðarfélagar.
Þeir sem standa að Dimbilvikusýningunni í Spretti auglýsa eftir hestum eða merum sem fædd eru Harðarfélögum til að keppa á sýningunni. Þeir sem hafa áhuga að vera með, vinsamlegast hafið samband við Jonna í síma 896 8707
1 apríl verður reiðhöllin lokuð eftir 16:00 vegna æfinga æskulýðsnefndar.
Stjórn Harðar vill þakka öllum þeim sem stóðu að árshátíð félagsins fyrir þeirra vinnuframlag. Þetta var glæsileg hátíð í alla staði og félaginu til mikils sóma.
Fyrir hönd stórnar
Jóna Dís
Æfingamót fyrir börn, unglinga og ungmenni verður miðvikudaginn 1 apríl kl.16.00 í reiðhöllinni. Mótið er opið öllum börnum, unglingum og ungmennum og skráning er hjá Súsönnu Sand reiðkennara á feisbook síðu hennar í einkaskilaboðum:
https://www.facebook.com/susanna.olafsdottir?fref=ts
Keppt í 4gangi, 5gangi, Tölt t3, tölt t7 og léttum 4gangi
2 inná í einu, riðið eftir þul.
Krakkarnir á keppnisnámskeiði skrá sig á feisbook grúppu námskeiðsins.
Dómarar skrifa komment á einkunablöð og svara spurningum eftir mótið.
Kv Reiðkennarar keppnisnámskeiðs
Í dag er frábært veður til að skella sér í reiðtúr um miðbæ Reykjavíkur. Sjáumst við Tanngarð (BSÍ) kl. 12.00. Lagt verður af stað kl. 13.00.