VINNA Í DAG OG Á MORGUN

Það vantar einn til að hjálpa við spónaplötusmíði í eldhúsi og geymslu í dag föstudag og á morgun laugardag.

Eins vantar tvær/tvo til að fara með rusl í Sorpu og flytja efni úr Harðarbóli sem á að nota í reiðhöllinni sem og tiltekt í Harðarbóli.

Á morgun laugardag verður byrjað að mála og vantar fólk í það verk.

DEILISKIPULAG HESTHÚSAHVERFISINS ER Í AUGLÝSINGU

Kæru félegar.

Deiliskipulag hesthúsahverfinsins er í auglýsingu og hvetjum við ykkur til að skoða það.  Þetta hefur verið unnið í samráði við stjórn og reiðveganefnd. Athugasemdir þurfa að berast skriflega á skrifstofu Mosfellsbæjar fyrir 24.nóvember nk.

http://www.mosfellsbaer.is/thjonusta/skipulag-og-umhverfi/skipulagsmal/nanar/2015/10/13/Skipulagstillogur-Hestaithrottasvaedi-Reykjavegur-62-Gerplustraeti-7-11/

 

AÐALFUNDUR HARÐAR - HALDINN 4.NÓV. SL.

Aðalfundurinn var haldinn 4.nóv. sl.  Fundurinn fór vel fram og voru um 60  manns mættir. 

Kosið var um formann til eins árs og var hann endurkjörinn.  Eins voru 4 meðstórnendur í kjör og buðu þeir sig allir fram og voru endurkjörnir til tveggja ára.

Kosið var um lit á  félgasjökkum og vildu flestir hafa grænan jakka áfram. 

Félagsgjöldin voru hækkuð.

16. - 21.árs - 5.5.00

22. - 69. ára - 8.500

Hægt verður að nálgast ársskýrsluna á heimasíðu félagsins hordur.is og fljólega fundargerð aðalfundar, þegar hún hefur verið samþykkt af stjórn og fundarstjóra

Stjórnin vill þakka félagsmönnum fyrir málefnalegar umræður og hlakkar til að starfa með ykkur næsta árið.

Fyrir hönd stjórnar

Jóna Dís Bragadóttir

Kæru félagar

Það verður unnið á morgun laugardag í Harðarbóli frá kl 10 um morguninn.

Unnið verður við loftagrind í viðbyggingu, veggi og klæðningu í útigeymslu en sérstaklega vantar 2-3 hrausta félaga til að fara með járnkarl undir parketið í eldhúsinu og losa það upp.

40 birtingar

HUGIÐ AÐ HESTHÚSUNUM YKKAR - HÖRÐUR GÆTI VERIÐ ÞAR

Tiklynning frá Björgunarsveitunum - endilega hugið að hesthúsunum ykkar - hann gætir verið þar.
_____
 
Þar sem hesthús standa oft tóm á þessum árstíma og eitthvað fram á vetur viljum við hvetja þá sem þau eiga til að fylgjast með þeim á komandi dögum, vikum og mánuðum á meðan Hörður er ennþá ófundinn. Miðað við tölfræði um hegðun týndra sem inniheldur upplýsingar um fjölda erlendra leitaraðgerða sem svipar til leitarinnar að Herði eru miklar líkur á að viðkomandi finnist í byggingu. Það er því ekki hægt að útiloka að hann gæti leitað skjóls í hesthúsi þar sem hægt er að komast inn og halda til í nokkuð góðu yfirlæti í hlöðu eða kaffistofu.
 
Verði fólk vart við eitthvað sem gæti gefið vísbendingar um ferðir hans ætti að tilkynna það til lögreglu í gegnum neyðarlínuna, 112.
 
Líklegustu svæðin sem við erum að horfa á eru Höfuðborgarsvæðið frá Hafnarfirði að Kjalarnesi/Mosfellsheiði og Hveragerði. Það væri gott ef þið gætuð komið þessari ábendingu á framfæri við ykkar félagsfólk ef það er ekki þegar búið að gera það, til dæmis í gegnum sameiginlegar Facebook síður eða aðrar slíkar leiðir. Ef þið vitið af öðrum hestamannafélögum á svæðinu sem fá ekki þennan póst væri gott ef þið gætuð látið þau vita líka.
 
Kær kveðja,
Guðmundur Ólafsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 841 5014
 
Svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 1 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - Bakvakt: 899 9232 - http://www.landsbjorg.is/

SPURNINGAKEPPNI - HVER VILL TAKA ÞÁTT?

Auglýsum eftir fólki til að taka þátt í spurningakeppni - vantar tvo þátttakendur.  Ef þið hafið áhuga sendið á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hrossarækt ehf og LH er að undirbúa spurningakeppni hestamanna sem verður sýndur á sjónvarpstöðinni Hringbraut. Spurningarnar verða samdar af valinkunnum hestamönnum og verða um hestatengt efni. Þættirnir verða teknir upp í nóvember og gefst öllum hestamannafélögum innan Landssambands hestamannafélaga tækifæri á að senda lið sem líklega verða tveggja manna. Við hvetjum hestamannafélög að láta ekki sitt eftir liggja og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

Til þess að sjónvarpsefnið nái til allra landsmanna teljum við mikilvægt að sem fæst félög skorist undan þátttöku. Hvert félag er því beðið að taka þátt svo þetta geti orðið að veruleika.

VINNA LAUGARDAGINN 24.OKT.N.K.

Á laugardaginn ætlum við að klára að klæða Harðarból að utan fyrir veturinn.  Okkur vantar vinnufúsar hendur.  Unnið verður frá kl.10.00-16.00.  Heitur matur í hádeginu.  Þeir sem geta mætt eru beðnir um að vera í samband við Gunnar Örn s.8224402 eða Hákon s.8250050