TREK sýnikennsla og námskeið

Ágæti félagsmaður

Helgina 22-24 janúar ætlar hestamannafélagið Hörður að bjóða börnum, unglingum og ungmennum uppá frítt námskeið í Treki.

Fullorðinir geta einnig skráð sig en það kostar 8.000 kr fyrir þá. Krakkarnir hafa forgang.

Trec er frábær leið til að auka áræðni, kjark, þolinmæði og lipurð í bæði hesti og knapa. Þú kynnist og upplifir hestinn á annan og spennandi hátt.
Trec er eykur fjölbreytni í þjálfun og er einnig skemmtileg keppnisgrein. Þrautirnar eru margar og fjölbreyttar, dæmd er reiðmennska, samspil, þjálni og flæði milli Þrauta, ekki tímataka.
Sýnikennsla verður á föstudagskvöldið kl.19.15 þar sem allir eru velkomnir, síðan verður kennt fyrir og eftir hádegi bæði á laugardag og sunnudag.

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Takmarkað er af plássum eru í boði