Hindrunarstökksnámkeiði aflýst

Ákveðið hefur verið að fella niður hindrunarstökksnámskeiðið sem átti að halda um næstkomandi helgi 14 og 15 febrúar en hvetjum við alla til þess að taka þátt í smalamótinu sem verður haldið laugardaginn 14.febrúar.

 

 

FERÐ Í FÁKASEL 13.FEB. N.K.

Ferð í Fákasel

með æskulýðsnefnd Harðar

Föstudaginn 13. feb. (omg það er Friday the 13th) ætlum við að skella okkur í magnaða skemmtiferð. Stefnan er tekin austur fyrir fjall (auðvitað hvert annað) í Fákasel, hestaleikhús.

Nánar...

Pollanámskeið 2015

Ágætu félagsmenn

Pollanámskeiðin byrja laugardaginn 14. febrúar.
Námskeiðin áttu að byrja  á morgun laugardag 7.febrúar en  "reiðmaðurinn" er í reiðhöllinni þessa helgi og var því ákveðið að færa námskeiðið um eina viku. 

Búið er að senda tölvupóst á þá sem eru skráðir á námskeiðið.

Allar upplýsingar um námskeiðið gefur Malin malinelisabethjansson@gmail.com

 

Kveðja æskulýðsnefnd

REIÐKENNSLA Í OPNA HLUTA REIÐHALLARINNAR

Enn og aftur minnum við fólk á að það er STRANGLEGA bannað að kenna í opna hluta reiðhallarinnar.  Þeir sem ætla sér að vera með kennslu eða tilsögn eiga að panta tíma hjá umsjónarmanni, borga fyrir hana og kenna í vestarihluta hallarinnar.  Ef ekki er farið eftir þessum reglur áskilur stjórnin sér rétt til þess að loka fyrir aðgang að höllinni. Hægt er að kaupa 10 tíma kort. 

Minnum jafnframt á að það eru myndavélar í gangi allan sólarhringinn í höllinni og fólk verður rukkað fyrir "kennslu" í opna hluta hallarinnar.

FRÆÐSLUFUNDUR ÞIRÐJUDAGINN 3.FEB. KL.20:00 Í HARÐARBÓLI

Með Þorvaldi Kristjánssyni nýjum landsráðunauti í hrossarækt. 

Efni fundarins:

„Ganghæfni íslenskra hrossa, áhrif sköpulags og skeiðgens“

Þorvaldur flytur erindi um hvaða áhrif byggingalag hefur á hreyfigetu hrossa, en hann rannsakaði þetta í doktorsverkefninu sínu.

Allir velkomnir, Harðarfélagar og gestir þeirra.

                         Enginn aðgangseyrir.

Fræðslunefndin

Umsjónarmaður reiðhallarinnar

Ingólfur A. Sigþórsson er umsjónarmaður reiðhallarinnar, ef ykkur vantar lykla, láta opna fyrir lykla eða panta höllina, vinsamlegast hafið samband við hann í síma 8600264 eða sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.