RÚLLUSTÆÐIÐ

Þeir sem hafa geymt rúllur á rúllustæðinu eru beðnir um að hreinsa  sitt svæði  fyrir 12.júní.  Ef það er ekki gert hreinsar Mosfellsbær svæðið og sendir reikning á viðkomandi.

Dagskrá gæðingakeppni Harðar 6 – 7 júni

Hér að neðan má finna dagskrá gæðingakeppni Harðar sem haldið verður að Varmábökkum í Mosfellsbæ dagana 6 og 7 júní.
Mótstjórn ákvað að fella niður allar skeiðgreinar á mótinu þar sem ekki næg þátttaka náðist. Þeir sem skráðu sig í skeiðgreinarnar eru beðnir um að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo hægt sé að endurgreiða þeim.
Allt stefnir í skemmtilegt mót það verða veitngar seldar alla helgina og ætlum við að grilla saman á laugardagskvöldið.

Laugardagur:
10:00 T7 barnaflokkur, forkeppni
Tölt T3 17 ára og yngri
Tölt T3 minna vanir
Tölt T3 opinn flokkur
12:00 matarhlé
12:30 unglingaflokkur
Barnaflokkur
B flokkur
14:45 kaffihlé
15:30 A flokkur
18:00 matur /grill
18:30
Úrslit T7 börn
Úrslit T3 tölt 17 ára og yngri
Úrslit T3 minna vanir
Úrslit T3 opinn flokkur

Sunnudagur
12:00 Pollar
12:30 Unghross forkeppni
Úrslit unghross
Úrslit unglingaflokkur
úrslit börn
14:30 kaffihlé
15:00 B flokkur áhugamenn
B flokkur úrslit
A flokkur áhugamenn úrslit
A flokkur úrslit

Kveðja hestamannafélagið Hörður

KVENNA- OG KARLAREIÐTÚR FÖSTUDAGINN 5.JÚNÍ

Á föstudaginn ætlar allar konur og allir karlar að fara í reiðtúr.  

Konurnar ætla að ríða í Varmadal og halda þar sitt árlega "Langbrókarmót".

Allir karlar ætla að ríða í Laxnes.

Eftir reiðtúrana ætla allir karlar og allar konur í Hestamannafélaginu Herði að hittast í reiðhöllinni og grilla saman. Lagt verður af stað úr Naflanum kl.18.30.

Maturinn kostar 2.000kr. pr mann.

Í fyrra voru um 100 manns sem mættu í reiðhöllina í grill, nú sláum við það met.

Gæðingamót, skráningu lýkur á þriðjudagskvöld kl 23:00

Gæðingamót Harðar fer fram dagana 5.júní – 7.júní 2015. 
Skráning fer fram á Sportfeng.
Skráning hefst miðvikudaginn 27.maí og lýkur þriðjudaginn 2.júní. á miðnætti (skráning framlengd)

Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 3500 en fyrir börn og unglinga kr 3000. 
Skráningargjald fyrir unghrossakeppnina, tölt og skeiðgreinar er kr 3.000.

Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt! Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk, C flokk og pollar verða að tilkynna það með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Boðir verður upp á eftirfarandi flokka:

A-flokk gæðinga
A-flokk gæðinga áhugamenn
B-flokk gæðinga
B- flokk gæðinga áhugamenn
C- flokk gæðinga (ef næg þátttaka næst)
Ungmenni
Unglingar
Börn
Unghrossa keppni(merkt annað í sportfeng)
Tölt opin flokkur
Tölt áhugamenn
Tölt T7 börn og unglingar
Tölt 17 ára og yngri
Skeið 100m, 150m, 250m
Pollar teymdir og pollar ríða einir


Einnig hvetjum við fólk til að skrá sig í flokka miða við keppnisreynslu hvers og eins.
Mótanefnd áskilur sér þann rétt að fella niður flokka ef ekki næst næg þátttaka.
Kveðja
Hestamannafélagið Hörður

Langbrókarmót Föstudaginn 5.júní!

Nú er komið að því, Langbrókin leggur af stað um kl 18:30 frá Skiphól við vaðið neðst í hesthúsahverfinu og

við ríðum upp að Varmadal þar sem við getum sleppt hestunum á túnið, þá hefst keppni í Brölti, Lulli,

skeifnakasti og pokahlaupi að hætti Valkyrja Harðar.

Þemað er SKRAUTLEGT!

Eftir mótið liggur leiðin heim í reiðhöllina okkar þar sem við munum grilla með öllum körlum í félaginu.
 
Verð fyrir grillmat 2000 kr - Hver sér um eigin vökvun :)

Í fyrra vorum við 65 konur sem skemmtum okkur saman!
 
Komdu og vertu með :)
 
Kvennadeildin ♥

Sumarnámskeið fyrir unglinga sem eiga hesta!

Í sumar verður í boði skemmtilegt námskeið fyrir unglinga sem eiga eða hafa aðgang að hesti og treysta sér til útreiða.

Aldur 12 – 16 ára

Farið verður um víðan völl en kennslan fer mest fram í löngum útreiðatúrum. Við sundríðum, æfum stökk í Rauðhólum, förum í ratleik og endum seinasta skiptið á miðnæturreið í kvöldsólinni!:)

Unglingarnir fá svo kvöldsnarl, ýmist þegar áð er, eða upp í hesthúsi!

Markmiðið er að halda gleðinni, bæði hjá knapa og hesti í gegnum leik og lærdóm!

Hér fá unglingarnir gott tækifæri til þess að læra að ríða saman í hóp og taka tillit til hvors annars!

Hámarksfjöldi per námskeið er: 10

Dagsetningar sem verða í boði eru eftirfarandi:

14 júní - 20 júní (kennt frá kl 19 – 22)

28 júni - 3 júlí (kennt frá kl 19 – 22)

12 júlí - 17 júlí (kennt frá kl 16 – 19)

 

Fyrsti hittingur er á sunnudegi, hrossunum komið fyrir og farið yfir fyrirkomulag námskeiðsins. Seinasta skiptið er á föstudegskvöldi og þá er endað á miðnæturreið!!

Verð 35.000 kr

Innifalið er hesthúspláss í félagshesthúsi Fáks, hey, spænir og gjafir. Einnig er boðið upp á kvöldsnarl.

Tekið er á móti skráningum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 865 4239

 

Reiðkennari er Karen Woodrow ásamt gestakennurum

Langbrókarmót Föstudaginn 5.júní!

Nú er komið að því, Langbrókin leggur af stað um kl 18:30 frá Skiphól við vaðið neðst í hesthúsahverfinu og

við ríðum upp að Varmadal þar sem við getum sleppt hestunum á túnið, þá hefst keppni í Brölti, Lulli,

skeifnakasti og pokahlaupi að hætti Valkyrja Harðar.

Þemað er SKRAUTLEGT!

Eftir mótið liggur leiðin heim í reiðhöllina okkar þar sem við munum grilla með karlafélaginu 8villtum:
 
Verð fyrir grillmat 2000 kr - Hver sér um eigin vökvun :)

Í fyrra vorum við 65 konur sem skemmtum okkur saman!
 
Komdu og vertu með :)
 
Kvennadeildin ♥