HUGIÐ AÐ HESTHÚSUNUM YKKAR - HÖRÐUR GÆTI VERIÐ ÞAR

Tiklynning frá Björgunarsveitunum - endilega hugið að hesthúsunum ykkar - hann gætir verið þar.
_____
 
Þar sem hesthús standa oft tóm á þessum árstíma og eitthvað fram á vetur viljum við hvetja þá sem þau eiga til að fylgjast með þeim á komandi dögum, vikum og mánuðum á meðan Hörður er ennþá ófundinn. Miðað við tölfræði um hegðun týndra sem inniheldur upplýsingar um fjölda erlendra leitaraðgerða sem svipar til leitarinnar að Herði eru miklar líkur á að viðkomandi finnist í byggingu. Það er því ekki hægt að útiloka að hann gæti leitað skjóls í hesthúsi þar sem hægt er að komast inn og halda til í nokkuð góðu yfirlæti í hlöðu eða kaffistofu.
 
Verði fólk vart við eitthvað sem gæti gefið vísbendingar um ferðir hans ætti að tilkynna það til lögreglu í gegnum neyðarlínuna, 112.
 
Líklegustu svæðin sem við erum að horfa á eru Höfuðborgarsvæðið frá Hafnarfirði að Kjalarnesi/Mosfellsheiði og Hveragerði. Það væri gott ef þið gætuð komið þessari ábendingu á framfæri við ykkar félagsfólk ef það er ekki þegar búið að gera það, til dæmis í gegnum sameiginlegar Facebook síður eða aðrar slíkar leiðir. Ef þið vitið af öðrum hestamannafélögum á svæðinu sem fá ekki þennan póst væri gott ef þið gætuð látið þau vita líka.
 
Kær kveðja,
Guðmundur Ólafsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - 841 5014
 
Svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 1 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - Bakvakt: 899 9232 - http://www.landsbjorg.is/