Ráslistar fyrir Dallandsmótið
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, mars 20 2015 09:19
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
2.vetramót Harðar - Dallandsmótið Föstudaginn 20.mars kl 19:00
Pollar teymdir kl 19:00
2.vetramót Harðar - Dallandsmótið Föstudaginn 20.mars kl 19:00
Pollar teymdir kl 19:00
Í dag fimmtudag 19.mars er opnun Hestadaga í Ráðhúisnu í Reykjavík kl.17.00. Boðið verður uppá léttar veitingar og sýndar verða gamlar hestamyndir. Allir velkomnir.
Á morgun föstudag 20.mars er Dallandsmótið í reiðhöllinni og boðið verður uppá súpu, kaffi og svala. Hvetjum alla til að mæta.
Á laugardaginn 21.mars er Miðbæjarreiðin. Lagt verður af stað frá Tanngarði kl. 13.00. Hvetum alla hestamenn til að mæta. Lopapeysu- og úlpuþema. Endilega sameinast í kerrur.
Á laugardaginn er líka árshátíð Hestamannafélagsins Harðar.
Greiddir miðar verða afhentir í Harðarbóli:
Miðvikudaginn 18.mars, kl.17-19
og
Fimmtudaginn 19.mars kl.16-18.
Ef húsrúm leyfir, verður hægt að mæta á ballið eftir kl.23.30.
Miðaverð: 3.000.- kr.
Ath. Eingöngu verður tekið við reiðufé (ekki posi við innganginn).
Góða skemmtun.
Kv. Árshátíðarnefnd Harðar 2015.
Miðbæjarreiðin verður laugardaginn 21.mars. Harðarfélgar hafa verið duglegir að mæta þar og það verður vonandi eins nú í ár. Lagt verður af stað frá Tanngarði kl. 13.00. Hvet fólk til að sameinast í kerrur. Úlpu- og lopapeysuþema.
Hestamannafélagið Hörður vill þakka öllum þeim Harðarfélögum, ungum sem öldnum, sem komu að sýningunni Æskan og Hesturinn fyrir þeirra þátttöku. Atriðin sem Harðarkrakkarnir voru með voru algjörlega frábær og sýndu þá miklu breidd sem er í hestamennskunni hjá okkur . Greinilega var búið að leggja mikla vinnu í búninga, búa til atriði og æfa hesta og knapa. Þetta hefst ekki nema með samstilltu átaki og mikilli vinnu sem sást svo greinilega.
Æskulýðsnefnd Harðar á miklar þakkir skyldar sem og aðrir.
Gaman væri að fá fleiri myndir frá þessari sýningu hér inn á síðuna.
Með kveðju
Jóna Dís Bragadóttir
Muna ekki allir eftir Hestadögunum sem byrja á fimmtudaginn? Öllum hestamönnum er boðið á opnun Hestadaganna í Ráðhúsinu í Reykjavík fimmtudaginn 19.mars kl.17.00. Boðið verður uppá léttar veitingar og sýndar verða gamlar myndir frá upphafi hestamennsku á Höfuðborgarsvæðinu.
Vegna veðuraðstæðna á laugardaginn þá verður reiðhöllin lokuð fyrir hádegi í dag mánudag og öll námskeið sem vera áttu í höllinni í dag og á morgun falla niður.