Ágætu hestamenn í Suðvesturumdæmi!

Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.

Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir eftir því sem við á.

Skil fara fram með rafrænum hætti á www.bustofn.is.

Þess ber líka að geta í þessu sambandi að fyrir einhverjum hesteigendum hefur vafist að hross séu líka búfé og því verið áhöld um hvort skýrslu yfir þau þurfi að skila en það er að sjálfsögðu raunin.

Hvort sem hross eru á húsi í þéttbýli eða í hagagöngu úti á landi, ber að gera skil á þeim í einu lagi á haustskýrslunni. Haustskýrslan er yfirleitt send á eiganda hesthúss og er í lagi að skrá öll hross í eigu fjölskyldunnar á eina skýrslu.

Ef fólk leigir stíur og er ekki skráð á sérstakt hesthús, ber þeim einnig að skila skýrslum um sína hrossaeign.

 Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.

AÐALFUNDUR HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR 2015

Verður haldinn miðvikudaginn 4. nóvember

í Harðarbóli og hefst fundur kl. 20:00.

Efni fundarins:

  1. Hefðbundin aðalfundarstörf
  2. Önnur mál
    1. Félagsjakkar Harðar
    2. Lyklar í reiðhöllina

Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar

VINNA NÆSTA LAUGARDAG 17.OKT. VIÐ KLÆÐNINGU Á HARÐARBÓLI

Næsta laugardag 17.okt. verður haldið áfram að klæða nýbygginguna við Harðarból.  Væri gaman að sjá ykkur og endalaust hægt að nýta fólk.  Unnið verður frá kl. 10 - 16. Heitur matur í hádeginu. Þeir sem ætla að mæta verða að láta Gunnar Örn eða Hákon vita. Gunnar Örn í síma 8224402, Hákon í síma 8250050.  Einnig er hægt að senda þeim tölvupóst á

hakon@umhyggja,is  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ekki ónýtt að eiga svona Harðarfélaga.

Hörður er heppinn með félaga sína, en þessir frábæru kappar byrjuðu að klæða nýbgginguna að utan um helgina. Hvar værum við án svona tryggra félaga??  Þetta eru Hannes, Gunni Vals og Gunnar Örn, á mindina vantar Davíð Gunnarsson.  Allir eru þeir félagar í 8villtum.

vinnumenn i HB

GLÆSILEG UPPSKERUHÁTÍÐ ÆSKULÝSÐNEFNDARINNAR

uppskeruhátíð 2015

Í gær hélt Æskulýðsnefnd Harðar glæsilega uppskeruhátíð.  Fjöldi manns mætti og gæddi sér á frábærum veitingum sem nefndin hafði eldað.  Veittar voru viðurkennignar fyirir frábæran árangur á keppnisárinu.

Í baraflokki fyrir bestan keppnisárangur:

Helga Stefánsdóttir og Kristján Arason

Hvatningarverðlaun í barnaflokki:

Aníta Kjartansdóttir

Í unglingaflokki fyrir bestan keppnisárangur:

Harpa Sigríður Bjarnadóttir og Anton Hugi Kjartansson

Hvatningarverðlaun í unglingaflokki:

Telma Rut Davíðsdóttir

Í ungmennaflokki fyrir bestan keppnisárangur:

Súsanna Katarína Guðmundsdóttir og Hinrik Ragnar Helgason

Hvatningarverðlaun:

Hrönn Kjartansdóttir

 

NÝ OG ENDURBÆTT STIGATAFLA VIÐ VAL Á AFREKSKNÖPUM HARÐAR

Eftirfarandi stigatafla var samþykkt á stjórnarfundi 22.sept. 2015.  Stigataflan er mikið endurbætt og tekið var mið af nýrri stigatöflu hjá Hestamannafélaginu Spretti og þökkum við þeim fyrir.

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ

Val á afreksknöpum sem fá viðurkenningar hjá Hestamannafélaginu Herði.

Nánar...