TILNEFNING TIL ÍÞRÓTTAKONU MOSFELLSBÆJAR - SÚSANNA KATARÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR

Súsanna Katarína Guðmundsdóttir er tilnefnd af Hestamannafélaginu Herði sem Íþróttakona Mosfellsbæjar

Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir er 19 ára afrekskona í hestaíþróttum. Hún er uppalin í

Hestamannafélaginu Herði og hefur aðeins keppt fyrir það félag. Hún hefur áður verið tilnefnd

sem Íþróttakona Mosfellsbæjar.

Súsanna Katarína keppti á öllum mótum sem Hörður hélt á árinu og einnig á öllum sterkustu

mótum á landinu. Hennar glæsilegasti árangur varð á mjög sterku Íslandsmeistaramóti en þar

varð hún Íslandsmeistari í fimi, í 9.sæti í gæðingaskeiði og 10.stæti í fimmgangi.

Súsanna Katarína er frábær Harðarfélagi. Hún tók þátt í fjölda sýninga á vegum félagsins,

fánaberi á helstu viðburðum félagsins og starfaði mikið sem sjálfboðaliði á vegum félagsins. Hún

er alltaf tilbúin til að starfa og taka að sér trúnaðarstöf fyrir félagið. Veturinn 2014 – 2015 er hún

formaður mótanefndar Harðar sem er ein stæðsta nefnd Harðar. Súsanna Katarína er frábær

fulltrúi ungu kynslóðarinnar í hestamennsku. hestamannafélagið Hörður er ótrúlega stolt af því

að hafa svo frábæran félaga í sínum röðum og óskar Súsönnu Katarínu til hamingju með

tilnefninguna.

Súsanna Katarína