ÍÞRÓTTAMAÐUR HARÐAR 2015 - REYNIR ÖRN PÁLMASON HEIMSMEISTARI

Reynir Örn er 44 ára afreksmaður í hestaþróttum og hefur hann átta sinnum verið valinn Hestaíþróttamaður Harðar.

Árið 2015 var besta keppnisár Reynis frá upphafi. Þar bar hæst Heimsmeistartitill á gríðarsterku heimsmeistaramóti í Herning og tvenn silfurverðlaun sem var besti árangur einstakra knapa á öllu mótinu þar sem keppendur voru frá 18 löndum .

Reynir Örn varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í samanlögðum fimmgangsgreinum og í slaktaumatölti, þar sem hann hlaut hæstu einkunn ársins, 8.88,

Reynir Örn er mjög ofarlega á heimslistum FEIF Worldranking 2015 sem eru heimssamtök Íslandshesta, en þar er hann í topp 10 í fjórum greinum, þar af í 2. sæti bæði í slaktaumatölti og samanlögðum fimmgangsgreinum sem er einstakur árangur.

Reynir Örn keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og var alltaf í úrslitum.

Reynir Örn er framúrskarandi afreksmaður í hestaíþróttinni. Hann hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði og víðar bæði hérlendis og erlendis um árabil, ásamt því að reka eitt stærsta hrossaræktarbú landsins. Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður. Hann hefur oft verið valinn í Landslið Íslands og keppt fyrir Ísland á erlendri grundu. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kynslóðina sem við erum að ala upp í Herði.

Hestamannafélagið Hörður er mjög hreykið af því að hafa svo frábæran afreksmann innan sinna raða.

Reynir Örn verður heiðraður á uppskeruhátíð Harðar 15.janúar 2016.

Reynir HM 2015