Gæðingamót, skráningu lýkur á þriðjudagskvöld kl 23:00

Gæðingamót Harðar fer fram dagana 5.júní – 7.júní 2015. 
Skráning fer fram á Sportfeng.
Skráning hefst miðvikudaginn 27.maí og lýkur þriðjudaginn 2.júní. á miðnætti (skráning framlengd)

Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 3500 en fyrir börn og unglinga kr 3000. 
Skráningargjald fyrir unghrossakeppnina, tölt og skeiðgreinar er kr 3.000.

Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt! Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk, C flokk og pollar verða að tilkynna það með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Boðir verður upp á eftirfarandi flokka:

A-flokk gæðinga
A-flokk gæðinga áhugamenn
B-flokk gæðinga
B- flokk gæðinga áhugamenn
C- flokk gæðinga (ef næg þátttaka næst)
Ungmenni
Unglingar
Börn
Unghrossa keppni(merkt annað í sportfeng)
Tölt opin flokkur
Tölt áhugamenn
Tölt T7 börn og unglingar
Tölt 17 ára og yngri
Skeið 100m, 150m, 250m
Pollar teymdir og pollar ríða einir


Einnig hvetjum við fólk til að skrá sig í flokka miða við keppnisreynslu hvers og eins.
Mótanefnd áskilur sér þann rétt að fella niður flokka ef ekki næst næg þátttaka.
Kveðja
Hestamannafélagið Hörður

Sumarnámskeið fyrir unglinga sem eiga hesta!

Í sumar verður í boði skemmtilegt námskeið fyrir unglinga sem eiga eða hafa aðgang að hesti og treysta sér til útreiða.

Aldur 12 – 16 ára

Farið verður um víðan völl en kennslan fer mest fram í löngum útreiðatúrum. Við sundríðum, æfum stökk í Rauðhólum, förum í ratleik og endum seinasta skiptið á miðnæturreið í kvöldsólinni!:)

Unglingarnir fá svo kvöldsnarl, ýmist þegar áð er, eða upp í hesthúsi!

Markmiðið er að halda gleðinni, bæði hjá knapa og hesti í gegnum leik og lærdóm!

Hér fá unglingarnir gott tækifæri til þess að læra að ríða saman í hóp og taka tillit til hvors annars!

Hámarksfjöldi per námskeið er: 10

Dagsetningar sem verða í boði eru eftirfarandi:

14 júní - 20 júní (kennt frá kl 19 – 22)

28 júni - 3 júlí (kennt frá kl 19 – 22)

12 júlí - 17 júlí (kennt frá kl 16 – 19)

 

Fyrsti hittingur er á sunnudegi, hrossunum komið fyrir og farið yfir fyrirkomulag námskeiðsins. Seinasta skiptið er á föstudegskvöldi og þá er endað á miðnæturreið!!

Verð 35.000 kr

Innifalið er hesthúspláss í félagshesthúsi Fáks, hey, spænir og gjafir. Einnig er boðið upp á kvöldsnarl.

Tekið er á móti skráningum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 865 4239

 

Reiðkennari er Karen Woodrow ásamt gestakennurum

GÆÐINGAMÓT HARÐAR 2015

Gæðingamót Harðar fer fram dagana 5.júní – 7.júní 2015. 

Mótið er gæðingakeppni Harðar og því eingöngu fyrir skuldlausa Harðarfélaga.

Tölt og skeið er opið fyrir alla.

Skráning fer fram á Sportfeng.
Skráning hefst miðvikudaginn 27.maí og lýkur mánudaginn 1.júní. á miðnætti

Nánar...

NÁTTÚRUREIÐ OG KIRKJUREIÐ 30.OG 31.MAÍ

NÁTTÚRUREIÐIN VERÐUR FARIN Á LAUGARDAGINN
 
Riðið verður upp í Kollafjarðarrétt, kjötsúpa að hætti Magga kokks.
 
Lagt verður af stað úr hverfinu kl.13.30
 
Verð 2.000 - bara peningar
 
Gítarspil og söngur

Farastjóri Gísli
 
 
KIRKJUDAGUR HESTAMANNAFÉLAGSINS HARÐAR Í MOSFELLSKIRKJU
 
Sunnudagur 31. maí kl. 14:00, Séra Ragnheiður þjónar fyrir altari.
 
Kirkjureið til kirkju.
 
Karlakórinn Stefnir syngur.  Bjarki Bjarnason flytur hugvekju.
 
LAGT AF STAÐ ÚR NAFLANUM KL.13.00
 
KIRKJUKAFFI Í HARÐARBÓLI EFTIR MESSU

Ferðanefndin

SKRÁNING Í "FORMANNSFRÚARKARLAREIÐ" HARÐAR

Sælir félagar.

Nú er komið að því!!!! Skráningar steyma inn, en  skráningu lýkur á morgun, miðvikudag. Kostnaður fyrir alla ferðina er aðeins 7.500kr.  Innifalið í því er morgunverður, veitingar á leiðinni og glæsilegur kvöldverður, ásamt einhverju fljótandi. Byrjað verður á glæsilegum morgunverið í Harðarbóli kl.8.00 og síðan verður lagt í hann á Þingvelli, sameinast verður í kerrur.  

Vinsamlegast leggið inná 0549-26-4259-650169-4259 og sendið staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hægt er að skrá sig með því að senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda sms í síma 8616691.

Kveðja Helgi Sig. 

Skógarhólaferð Æskulýðsnefndar Harðar, helgina 30-31. maí 2015.

Fyrirhuguð er töfrandi fjölskyldu og skemmtiferð Æskulýðsnefndar um Þingvelli. Hvetjum við stóra sem smáa til að mæta og ríða um eina af fallegustu reiðleiðum landsins þar sem notið verður náttúru, veitinga og félagskapar góðra vina. Þema ferðar er “Lopapeysur ”. Ef svo ber undir verður farið með tvo hópa til að koma til móts við getu barnanna en auðvitað eru börnin samt sem áður á ábyrgð foreldra í ferðinni.

Nánar...

ÞAKKIR TIL ÞEIRRA ER STÖFUÐU Á MÓTINU OG Á KAFFIHLAÐBORÐINU UM SÍÐUSTU HELGI

Kæru Harðarfélagar.

Okkur langar til að þakka öllum þeim sem komu að mótinu um síðstu helgi og líka að kaffihlaðborðinu fyrir alla þá vinnu sem þeir lögðu á sig, því án ykkar væri þetta ekki hægt.  Ótrúlega gaman að sjá hversu margir mættu og lögðu hönd á plóginn. Einnig viljum við þakka þeim sem komu með veitingar á kaffihlaðborðið.

Við viljum jafnframt þakka keppendum og aðstandendum þeirra fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti.

Með kveðju,

fh. þeirra sem stóðu að þessum viðburðum

Jóna Dís Bragadóttir