Reiðnámskeið sem eru í boði á næstu dögum !!

Almennt reiðnámskeið /æskulýðsnefnd

6 skipti

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki.

 

Kennari Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir
Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum, kl 17.
Námskeið byrjar 2.mars 2016.

Verð: 8.500 kr

Keppnisnámskeið /æskulýðsnefnd

Námskeiðið verður fjölbreytt. Byggt upp á fyrirlestrum, sýnikennslum, úti og inni æfingum, æfingamótum, áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða kennslu, mest einkatímar til að ná því besta fram í hverjum knapa og hesti.  

Kennarar munu byrja á að skoða saman og prufa alla hestana og gera plan útfrá því.

Námskeiðið er fyrir börn 10 ára og eldri sem stefna að þátttöku í keppni, reynsla æskileg

Ef mikil skráning, áskilur æskulýðsnefnd rétt til breytingar á kennslufyrirkomulagi

Kennarar Súsanna Sand og Fredrica Fagerlund.

Miðjan hluti 7.mars til 28.apríl – verð  (ath dettur út 3 daga) 31 500 ISK

ATH að kennsla fer fram í formi einkatima, 20min 2x í viku miðjan hluti.

Skemmtinámskeið – Indjána og kúrekaleikir - 6 timar /æskulýðsnefnd

Spennandi námskeið sem byggist á auknu jafnvægi og léttu samspili við hestinn sinn, nemendur læra að ríða berbakt og jafnvel

Kennt í 6 skipti á föstudögum kl 18

Kennari verður Fredrica Fagerlund
Námskeið byrjar 11. mars 2016

Verð: 11.900 kr

Sirkusnámskeið 7 skipti ( 1 bóklegur og 6 verklegir) fullorðins

Nokkru m aðferðum blandað saman. 7 games eftir Pat Parelli, smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreytni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.

Kennt í 6 skipti á fimmtudögum kl 19

Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Námskeið byrjar 2. mars 2016

Verð: 11.000

Töltnámskeið 6 skipti.


Viltu bæta töltið í hestinum þínum? Er hann stundum skeiðlaginn eða er hann alltaf að detta í brokk? rftu að bæta hæga töltið eða vantar meira rími? Þetta eru allt allgeng vandamál, sem hægt er að laga. Komdu á námskeið og ég hjálpa þér að gera hestinn þinn enn betri.

Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl.21.
Námskeið byrjar 2. mars 2016
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.

 

Skráning er á á eftirfarandi slóð:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=