SÚPA OG SPJALL FYRIR ELDRI FÉLAGA Í HERÐI Í DAG
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, mars 04 2016 08:56
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
SÚPA OG SPJALL FYRIR ELRI FÉLAGA Í HERÐI.
Hlökkum til að sjá ykkur í dag í hádeginu.
SÚPA OG SPJALL FYRIR ELRI FÉLAGA Í HERÐI.
Hlökkum til að sjá ykkur í dag í hádeginu.
FÉLAGSREIÐTÚR Á MORGUN LAUGARDAG KL.13.30 ÚR NAFFLANUM.
Kæru félagar, nú er komið að félagsreitúrnum okkar. Hittumst í Naflanum kl.13.30 og förum í reiðtúr saman. Eftir það verða veitingar í boði Harðar í reiðhöllinni. Hlökkum til að sjá ykkur.
Ferðanefnd Harðar
Föstudaginn 4. mars verður reiðhöllin lokuð á milli kl 12:00 og 14:30 vegna úrtökumóts fyrir Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum.
Vinna í hendi – 6 skipti
Fjallað verður um mismunandi leiðir til að vinna við hendi. Lögð verður áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi, líkamsbeitingu, sveigjanleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn á yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Ætlunin er að nemendur öðlist meiri þekkingu á jafnvægi hestsins og geti notfært sér nýjar þjálfunaraðferðir til að stuðla að fjölbreytni í þjálfun. Verkleg kennsla, sýnikennslur og bókleg kennsla fléttast saman til að gefa nemendur góða skilningu og insýn í aðferðunum.
Kennt í 6 skipti á miðvikudögum kl 17
Námskeið byrjar 9. mars 2016
Kennari verður Fredrica Fagerlund.
Verð: 13.900
Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Miðasala Aðgöngumiðar á Árshátíð Harðar 2016 verða seldir í Harðarbóli í dag og á morgun. Þeir sem hafa ekki tök á því að koma geta lagt inn á reikning félagsins: 549-26-4259, kt. 650169-4259 og sent kvittun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til staðfestingar ásamt nafni á tengilið hóps.
Hestamannafélagið langar að bjóða "eldri kynslóðinni" í Herði í súpu og brauð föstudaginn 4.mars kl.11.30 í Harðarbóli. Þar ætlum við að sýna ykkur kvikmynd og gamlar ljósmyndir frá liðinni tíð í félaginu. Einnig væri gaman ef þið eigið gamlar myndir til að sýna okkur. Endilega látið þetta spyrjast og hvetjið gamla félaga til að koma og fá sér súpu og taka létt spjall.
Að gefnu tilefni er því beint til þeirra sem hafa lykil að þularstúkunni í reiðhöllinni að taka ALDREI neitt þar úr sambandi. Fyrir síðasta mót hafði verið átt við græjurnar, snúrur teknar úr sambandi og fleira. Þetta varð til þess að lítið heyrðist í þul á því móti, en mótanefnd vissi ekki betur en allt væri í lagi. Í dag kom viðgerðarmaður og þurfti ekki annað að gera en að tengja mjög margar snúrur aftur. Samt sem áður kostar svona útkall helling.
Það er sem sagt allt í lagi með græjurnar.
Vinsamlegast látið þetta í friði þar til skipt verður um læsingu eftir helgi.
Almennt reiðnámskeið /æskulýðsnefnd
6 skipti
Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki.