TAKTU DAGINN FRÁ -12.MARS ER ÁRSHÁTÍÐIN Í HERÐI
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Sunnudagur, janúar 17 2016 18:17
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
ÞYKIR ÞÉR EKKI VÆNT UM BÍLINN ÞINN?
Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem leggja í götunum í hesthúsahverfinu að leggja bílunum sínum í bílastæði sem eru í boði. Það er mjög erfitt að komast fram hjá þeim bílum sem leggja í götnum við húsin, hvort sem það er á bíl eða hesti.
Viljum við minna þá sem eru búnir að panta lykla að greiða þá inní heimabankanum.
Einnig viljum við að gefnu tilefni minna á að félagsgjöld Harðar þurfa að vera greidd svo að lykill sé virkur.
Kær kveðja
Ágæti félagsmaður, ákveðið hefur verið að seinka þeim námskeiðum sem eiga að byrja í næstu viku fram í vikuna þar á eftir eða 18-24 janúar. Viljum við minna á að enn er opið fyrir skráningar á námskeiðin og má skrá sig í eftirfarandi slóð og skoða framboð námskeiða inná hordur.is:
Skráning á námskeið: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fimmtudaginn 14 janúar sýnikennsla í reiðhöll Harðar kl 18:00 þar sem reiðkennarar félagsins munu kynna þau námskeið sem þeir ætla að kenna í vetur og vonandi sjáum við sem flesta þar.
Kv Hestamannafélagið Hörður
Reynir Örn Pálmason Íþróttamaður Harðar 2015 er tilnefndur af Hestamannfélaginu Herði sem Íþróttamaður Mosfellsbæjar
Reynir Örn er 44 ára afreksmaður í hestaþróttum og hefur hann átta sinnum verið valinn Íþróttamaður Harðar.
Árið 2015 var besta keppnisár Reynis frá upphafi. Þar bar hæst Heimsmeistartitill á gríðarsterku heimsmeistaramóti í Herning og tvenn silfurverðlaun sem var besti árangur einstakra knapa á öllu mótinu þar sem keppendur voru frá 18 löndum .
Reynir Örn varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í samanlögðum fimmgangsgreinum og í slaktaumatölti, þar sem hann hlaut hæstu einkunn ársins, 8.88,
Reynir Örn er mjög ofarlega á heimslistum FEIF Worldranking 2015 sem eru heimssamtök Íslandshesta, en þar er hann í topp 10 í fjórum greinum, þar af í 2. sæti bæði í slaktaumatölti og samanlögðum fimmgangsgreinum sem er einstakur árangur.
Reynir Örn keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og var alltaf í úrslitum.
Reynir Örn er framúrskarandi afreksmaður í hestaíþróttinni. Hann hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði og víðar bæði hérlendis og erlendis um árabil, ásamt því að reka eitt stærsta hrossaræktarbú landsins. Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður. Hann hefur oft verið valinn í Landslið Íslands og keppt fyrir Ísland á erlendri grundu. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kynslóðina sem við erum að ala upp í Herði.
Hestamannafélagið Hörður er mjög hreykið af því að hafa svo frábæran afreksmann innan sinna raða.
Í kvöld er brúðkaupsveisla í Harðarbóli. Þar verður skotið upp flugeldum, sem er leyfilegt þessa dagana. Við viljum því beina því til ykkar sem eruð með hross á húsi að huga sérstaklega að þeim.
Súsanna Katarína Guðmundsdóttir er tilnefnd af Hestamannafélaginu Herði sem Íþróttakona Mosfellsbæjar
Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir er 19 ára afrekskona í hestaíþróttum. Hún er uppalin í
Hestamannafélaginu Herði og hefur aðeins keppt fyrir það félag. Hún hefur áður verið tilnefnd
sem Íþróttakona Mosfellsbæjar.
Súsanna Katarína keppti á öllum mótum sem Hörður hélt á árinu og einnig á öllum sterkustu
mótum á landinu. Hennar glæsilegasti árangur varð á mjög sterku Íslandsmeistaramóti en þar
varð hún Íslandsmeistari í fimi, í 9.sæti í gæðingaskeiði og 10.stæti í fimmgangi.
Súsanna Katarína er frábær Harðarfélagi. Hún tók þátt í fjölda sýninga á vegum félagsins,
fánaberi á helstu viðburðum félagsins og starfaði mikið sem sjálfboðaliði á vegum félagsins. Hún
er alltaf tilbúin til að starfa og taka að sér trúnaðarstöf fyrir félagið. Veturinn 2014 – 2015 er hún
formaður mótanefndar Harðar sem er ein stæðsta nefnd Harðar. Súsanna Katarína er frábær
fulltrúi ungu kynslóðarinnar í hestamennsku. hestamannafélagið Hörður er ótrúlega stolt af því
að hafa svo frábæran félaga í sínum röðum og óskar Súsönnu Katarínu til hamingju með
tilnefninguna.
Eftirfarandi gjaldskrá fyrir aðgang að reiðhöll Harðar var samþykkt á stjórnarfundi í Herði 8.desember 2015
Lykill 1 - Heill dagur kostar 7.000 kr á mánuði / 50.000 kr. árið.
Lykillinn er opinn frá kl. 8.00-23.00
Lykill 2 - Hálfur dagur kostar 1.500 kr á mánuði / 10.000 kr. árið.
Lykillinn er opinn frá kl.16.00-23.00
13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa jafnframt að vera í fylgd forráðamanns.
70 ára og eldri frá frítt í höllina. Þurfa samt að hafa samband og fá lykil.
Ekki fleiri en 3 í hverri fjölskyldu borga lykla.
Hægt er að snúa sér til Oddrúnar Ýr Sigurðardóttur varðandi kaup og endurnýjun á lyklum. Hægt er að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 8498088
Gleðilegt ár kæru félagar.
Viljum minna á ad þad þarf ad hafa samband til þess ad virkja lykla lyklana sína aftur og láta vita hvaða áskrift þið hafið.
Lyklar verda opnir daginn að haft er samband milli 15 og 16
Hér ad neðan má sjá þær áskriftar leiðir sem eru í boði.
Eftirfarandi gjaldskrá fyrir aðgang að reiðhöll Harðar var samþykkt á stjórnarfundi í Herði 8.desember 2015
Lykill 1 - Heill dagur kostar 7.000 kr á mánuði / 50.000 kr. árið.
Lykillinn er opinn frá kl. 8.00-23.00
Lykill 2 - Hálfur dagur kostar 1.500 kr á mánuði / 10.000 kr. árið.
Lykillinn er opinn frá kl.16.00-23.00
13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa jafnframt að vera í fylgd forráðamanns.
Ekki fleiri en 3 í hverri fjölskyldu borga lykla.
Frítt er fyrir 70 ára og eldri. Þeir þurfa samt að hafa samband og fá lykla.
Hægt er að snúa sér til Oddrúnar Ýr Sigurðardóttur varðandi kaup og endurnýjun á lyklum. Hægt er að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 8498088
Kæru Harðarfélagar.
Á Gamlársdag verður riðið að venju til þeirra sæmdarhjóna Nonna og Haddýjar í Varmadal. Lagt verður af stað úr Naflanum kl.13.00. Léttar veitingar verða á staðnum.
Kveðja
Stjórnin.