STYTTIST Í "FORMANNSFRÚARKARLAREIÐ" HARÐAR

Sælir félagar.

Nú styttist í hina árlegu "Formannsfrúarkarlareið" Harðar, en hún verður farin laugardaginn 16.maí n.k.  Byrjað verður á glæsilegum morgunverið í Harðarbóli kl.8.00 og síðan verður lagt í hann á Þingvelli, sameinast verður í kerrur.  Boðið verður uppá veitingar á Þingvöllum og einnig á leiðinni. Allir kallar eru velkonmir.  Að lokum verður boðið uppá glæsilegan kvöldverð í Harðarbóli. Kostnaður er 7.500kr. og á að leggja inná;

0549-26-4259-650169-4259 og sendið staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hægt er að skrá sig með því að senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda sms í síma 8616691.

Kveðja Helgi Sig. 

 

"HLÉGARÐSREIÐ" Á LAUGARDAGINN

Á laugardaginn koma Fáksmenn ríðandi til okkar.  Við ætlum að ríða á móti þeim og lagt verður af stað úr Naflanum kl.13.00.  Þegar við komum til baka verður hið glæsilega kaffihlaðborð í Harðarbóli.

Fyrir hönd ferðanefndarinnar

Gíli - fararstjóri

KYNNING Á KORTASJÁNNI 29.APRÍL KL.20.00

Sæmundur Eiríksson höfundur Kortasjá / Samgöngunefnd LH verður með kynningu á Kortasjánni miðvikudaginn 29.apríl kl.20.00 í Harðarbóli.  Í Kortasjánni eru yfir 10.000km af reiðleiðum, skrár yfir skála og fleira og fleira.  Þeir sem eru að huga að hestaferðum í sumar ættu ekki að láta þessa kynningu fram hjá sér fara, sem og þeir sem hafa áhuga á reiðleiðum, hestaferðum og fleiru.

Frítt inn og heitt kaffi á könnunni.

Fræðslunefdn Harðar.

 

 

"FORMANNSFRÚARKARLAREIÐ" HARÐAR

Nú er komið að hinni frábæru "Formannsfrúarkarareið" Harðar. Hún verður 16.maí.  Byrjað verður á morgunverði í Harðaróli þar sem borinn verður fram "english brekfast" að hætti hússins.  Síðan verður farið á Þingvelli og riðið í Hörð.  Boðið verður uppá veitingar á leiðinni og einnig verður boðið uppá að skipta um hesta, fyrir þá sem ekki vilja teyma.  Að lokum verður hátíð í Harðarbóli, þar sem boðið verður uppá glæsilegan kvöldverð.  Skráning verður auglsýst síðar.

Firmakeppni Harðar úrslit

Firmakeppni Harðar fór fram í sól og blíðu sumardaginn fyrsta. Ágætis þátttaka var á mótinu og hér að neðan má sjá úrslit mótsins.
Þökkum við dómara mótsins Ólafi Árnasynir fyrir vel unnin störf og öðrum þeim sem aðstoðuðu á  mótinu.

Nánar...

Peningaverðlaun á WR Íþróttamóti Harða

WR Íþróttamót hefst fimmtudaginn 30.apríl á 100m, 150m og 250m skeiði en 1.verðlaun í þessum greinum eru 50.000kr. og 2.verðlaun í 100m skeiði 25.000. 5 alþjóðlegir dómarar dæma á mótinu og þar á meðal 3 sem munu dæma á Heimsmeistaramótinu í Herning í sumar. Við minnum á að skráningu lýkur á miðnætti 27.apríl.

"FORMANNSFRÚARKARLAREIÐ" HARÐAR

Nú er komið að hinni frábæru "Formannsfrúarkarareið" Harðar. Hún verður 16.maí.  Byrjað verður á morgunverði í Harðaróli þar sem borinn verður fram "english brekfast" að hætti hússins.  Síðan verður farið á Þingvelli og riðið í Hörð.  Boðið verður uppá veitingar á leiðinni og einnig verður boðið uppá að skipta um hesta, fyrir þá sem ekki vilja teyma.  Að lokum verður hátíð í Harðarbóli, þar sem boðið verður uppá glæsilegan kvöldverð.  Skráning verður auglsýst síðar.

Beit í sumar

Hestamannafélagið Hörður býður félögum upp á beitarhólf í sumar nú eins og undanfarin ár. Sótt skal um beit á sérstökum "link" hér á heimasíðunni til hægri; "Sótt um beit".
Til þess að hljóta beit verða umsækjendur að vera skuldlausir félagar í Herði.
Beitartími er frá 10. júní til 10. september. Tímasetning sleppingar fer þó eftir ástandi gróðurs hverju sinni og getur brugðið til beggja átta í þeim efnum.
Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Einingarverðið er 10.500 kr. (verð pr. hest) fyrir tímabilið.
Þeim er hljóta beitarhólfa verða að hafa gengið frá uppgjöri fyrir 1. júní. Þeir sem ekki hafa gengið frá sínum málum fyrir þann tíma missa beitina þatta árið og verða hólfin þá úthlutuð öðrum.
Beitarnefnd