Fjórgangsmót Hrímnis

12735546 10208763908920945 1754422112 nFyrsta mót Hrímnis mótaraðarinnar var fjórgangsmót og var það haldið sl. föstudag í hestamannafélaginu Herði. Mótið gekk mjög vel og mikil stemmning myndaðist í stúkunni. Þessi Hrímnis mótaröð er stiga keppni og verða þrír efstu knaparnir verðlaunaðir. Næsta mót verður svo haldið 11. mars nk. í reiðhöll Harðar og er það fimmgangur sem er næst á dagskrá. Mótanefndin vill þakka knöpum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir skemmtilega stemmningu og vonumst til að sjá ykkur öll aftur á næsta móti.
 
 
Niðurstöður A-úrslita
1. Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði 6,97
2. Stella Sólveig Pálmarsdóttir og Pétur Gautur frá Strandarhöfði 6,37
3. Ásta Björnsdóttir og Píla frá Litlu-Brekku 6,23
4. Ragnhildur Haraldsdóttir og Gleði frá Steinnesi 6,13
5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Skorri frá Dalvík 6,07
6. Ragnhildur Loftsdóttir og Gammur frá Seljatungu 6,03
 12746315 10208763908960946 93984608 n
Stigakeppni 
1. Ásmundur Ernir, 6 stig
2. Stella Sólveig, 5 stig
3. Ásta, 4 stig
4. Ragnhildur H., 3 stig
5. Aðalheiður Anna, 2 stig
6. Ragnhildur L., 1 stig