UPPSKERUHÁTÍÐ ÆSKULÝÐSNEFNDARINNAR

Fimmtudaginn 1. okt 2015 verður uppskeruhátíð hjá æskulýðsnefnd.

Við ætlum að bjóða uppá mat og auðvitað eitthvað sprell og afhenda viðurkenningar fyrir veturinn. Mæting stundvíslega 18:30 því það er stíf dagsskrá hjá okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát

Nefndin.

STARF Í NEFNDUM VETURINN 2015-2016

Kæru félagar!

Það vantar alltaf gott fólk til að starfa í nefndum á vegum félagsins.  Ef ykkur langar að starfa í einhverri nefnd endilega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og tilgreinið nefndina sem þið viljið starfa með og við reynum að koma til móts við óskir.

Einnig væri gaman að fá hugmyndir að einhverju nýju sem við getum gert í vetur.

UMHVERFISÁTAK Í HESTHÚSAHVERFINU

Kæru Harðarfélagar!

Nú er lag að mála húsin okkar og snyrta í kringum þau.  Hesthúseigendafélagið, Hestamnannafélagið og Mosfellsbær hvetur alla til að taka höndum saman í hverfinu og mála og ditta að húsum, gerðum og fleiru.

Slippfélagið er með litanúmerið á græna litnum okkar og þar fáum við líka afslátt.

Með bestu kveðju

Stjórn Harðar og Hesthúseigendafélagið.

Auglýsum eftir reiðkennurum 2016

Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2016. Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum.

Umsóknir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1 október næskomandi.

 

Bóklegt nám í knapamerki 3-5

Knapamerki er skemmtileg og uppbyggjandi nám fyrir þá sem vilja að bæta sig og vinna sig markvisst að þjálfun síns reiðhests

Það þarf að klára bóklega námið núna í haust og stefnt er að fara í gegnum verklega námið eftir áramót. Kennari er  Sonja Noack.

Skráning er á:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

 

 

Nánar...

ÞJÁLFARASTYRKIR ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. 

Umsóknarfrestur er til 1. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu ÍSÍ. 

UPPSKERUHÁTÍÐ ÆSKULÝÐSNEFNDARINNAR

Halló öll sömul....senn líður að uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar sem verður fimmtudaginn 1. okt. næstkomandi.
Það er sem sagt komið að því senda inn árangur ársins. Vinsamlegast sendið okkur árangur knapa ef þið viljið taka þátt í besta knapa ársins. Í barna, unglinga og ungmennaflokk. Með því að senda okkur upplýsingar um árangur allra móta sem þið hafið tekið þátt í á árinu. Vinsamlegast sendið upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20.09.2015 eftir það verður ekki tekið við gögnum.  Takið daginn frá, auglýsing kemur síðar.
 
Með kveðju nefndin

Námskeið haustið 2015

Knapamerki Stöðupróf

Við ætlum aftur bjóða upp á stöðupróf í knapamerki 1 og 2 fyrir þá sem langar að skella sér í knapamerki 3 í vetur. Við ætlum að hafa nokkra æfingartíma fyrir stöðuprófið. Þið sem hafið áhuga endilega verið þið í sambandi við Sonja Noack, yfirreiðkennari annað hvort í síma 8659651 eða á facebook.

Nánar...