ÍÞRÓTTAMAÐUR HARÐAR 2015 - REYNIR ÖRN PÁLMASON HEIMSMEISTARI

Reynir Örn er 44 ára afreksmaður í hestaþróttum og hefur hann átta sinnum verið valinn Hestaíþróttamaður Harðar.

Árið 2015 var besta keppnisár Reynis frá upphafi. Þar bar hæst Heimsmeistartitill á gríðarsterku heimsmeistaramóti í Herning og tvenn silfurverðlaun sem var besti árangur einstakra knapa á öllu mótinu þar sem keppendur voru frá 18 löndum .

Reynir Örn varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í samanlögðum fimmgangsgreinum og í slaktaumatölti, þar sem hann hlaut hæstu einkunn ársins, 8.88,

Reynir Örn er mjög ofarlega á heimslistum FEIF Worldranking 2015 sem eru heimssamtök Íslandshesta, en þar er hann í topp 10 í fjórum greinum, þar af í 2. sæti bæði í slaktaumatölti og samanlögðum fimmgangsgreinum sem er einstakur árangur.

Reynir Örn keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og var alltaf í úrslitum.

Reynir Örn er framúrskarandi afreksmaður í hestaíþróttinni. Hann hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði og víðar bæði hérlendis og erlendis um árabil, ásamt því að reka eitt stærsta hrossaræktarbú landsins. Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður. Hann hefur oft verið valinn í Landslið Íslands og keppt fyrir Ísland á erlendri grundu. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kynslóðina sem við erum að ala upp í Herði.

Hestamannafélagið Hörður er mjög hreykið af því að hafa svo frábæran afreksmann innan sinna raða.

Reynir Örn verður heiðraður á uppskeruhátíð Harðar 15.janúar 2016.

Reynir HM 2015

 

 

 

NÝR STARFSMAÐUR REIÐHALLARINNAR OG ÚTISVÆÐIS

Ingólfur A. Sigþórsson hefur látið af stöfum sem starfsmaður reiðhallarinnar og við starfinu hefur tekið Örn Ingólfsson (Össi).

Við þökkum Ingólfi fyrir vel unnin störf sl. ár og óskum honum velfarðnaðar á nýjum vettvangi.

Við bjóðum Össa velkominn til starfa fyrir félagið, en hann þekkir félagið vel og hefur unnið í mörg ár sem sjálfboðaliði hjá okkur.

Síminn hjá Össa er: 8217444.

Oddrún Ýr sér um að skrá nýja lykla og endurnýja gamla lykla.  

Hægt er að hringja í Oddrúnu Ýr  í síma 8498088 eftir kl. 14.00 á daginn.  Einnig er hægt að senda beiðni á nýjan lykil í höllina  á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Föst viðvera í höllinni verður auglýst síðar.

 

HESTAKERRUR INN Í REIÐHÖLL

Hægt er að setja hestakerrur inn í reiðhöllina. Nota þarf lykil til að komast inn um litlu hurðina og opna síðan stóru hurðina með lykli sem er í skránni.

Reiðhöllin er opin meðan veður leyfir.

 

ÖRYGGISNÁMSKEIÐ Í HESTAMENNSKU - SAMSTARF HESTAMANNAFÉLAGANNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Öryggisnámskeið í hestamennsku

Æskulýðsnefnd Sörla stendur fyrir Öryggisnámskeiði í hestamennsku í samstarfi við Sigurjón Hendriksson, sjúkraflutningamann og VÍS sunnudaginn 6. desember kl .13.00 á Sörlastöðum.

Farið verður yfir helstu öryggisatriði er varðar hestamennsku og hvernig beri að bregðast við ef slys verða.

Fyrirlesturinn er miðaður við börn, unglinga og ungmenni en fullorðnir eru að sjálfsögðu velkomnir líka.

Fyrirlesturinn er opin öllum og haldinn í samvinnu við hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Aðgangur er ókeypis.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Reiðnámskeið 2016

Ágæti Harðarfélagi !

Nú má finna þau námskeið sem verða í boði í vetur inná link æskulýðsnefndar og fræðslunefndar (hægra megin hér á síðunni).

Einnig verður boðið uppá helgarnámskeið og sýnikennslur í vetur og verður það auglýst síðar.

 

SKÖTUVEISLA Í HÁDEGINU Á ÞORLÁKSMESSSU Í HARÐARBÓLI

Á Þorláksmessu 23.des. ætlar Hörður að vera með Skötuveislu í hádeginu í Harðarbóli. Boðið verður uppá skötuhlaðborð og fleira gógæti úr sjónum.  Heimabakað rúgbrauð og glæsilegan eftirrétt.  Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  Hægt verður að panta borð fyrir hópa.  Nánar auglýst þegar nær dregur.  En endilega takið hádegið frá og komið í nýtt og glæsilegt Harðarból og borðið dásamlega Skötu.