MIÐBÆJARREIÐIN 30.APRÍL OG DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS 1.MAÍ

30.apríl verður Miðbæjarreiðin og 1.maí verður DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS

Lagt verður af stað frá BSÍ kl.12.40 og riðinn hefðbundinn hringur.

Dagskráin verður sett formlega við Hallgrímskirkju og jafnframt verður stoppað við Austurvöll.

Hvetjum alla Harðarfélaga til að mæta.

Nánar auglýst síðar.

Niðurstöður Hrímnis töltsins

Úrslitin                                                            13087406_1090175594356981_1421554935575724572_n.jpg

1 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Rauður/milli-einlitt  Máni  7,06 
2 Jóhann Ólafsson Dáti frá Hrappsstöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt  Sprettur  6,89 
3 Jón William Bjarkason Stjörnunótt frá Litlu-Gröf Brúnn/mó-stjarna,nös eða... Smári  6,44 
4 Stella Sólveig Pálmarsdóttir Sóley frá Efri-Hömrum Bleikur/fífil/kolóttursk... Máni  6,33 
5 Erlendur Ari Óskarsson Stórstjarna frá Akureyri Brúnn/milli-tvístjörnótt  Fákur  6,22 
6 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Spenna frá Margrétarhofi Grár/brúnneinlitt  Hörður  6,17

 

Nánar...

TÖLTGRÚPPAN Í HERÐI

Fyrsti hittingur Töltgrúppunnar í Herði verður á sunnudaginn kl.11.00 í reiðhöllinni. Hvetjum allar konur til að mæta sem hafa áhuga á því að vera með. Ragnheiður Samúelsdóttir heldur utan um hópinn og ætlum við að hittast nokkrum sinnum í apríl og maí

FIRMAKEPPNIN - ÚRSLIT

Í gær var firmakeppnin haldin í Herði. Þátttaka var frábæri í öllum flokkum og tókst keppnin vel í góðu veðri á Varmárbökkum. Pollar og börn voru á hringvellinum en aðrir flokkar voru á beinu brautinni. Verðlaunaafhending fór fram í Harðarbóli þar sem fólk fékk sér nýbakaðar vöfflur, rjóma og kakó. Við þökkum öllum þeim fjölmörgu fyritækum sem styrktu firmakeppnina.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.

 

Nánar...

FÉLGASFUNDUR Í HARÐARBÓLI Í KVÖLD

MINNUM Á FUNDINN Í KVÖLD Í HARÐARBÓLI

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar efnir til félagsfundar þriðjudaginn 19.apríl kl. 20.00 í Harðarbóli.

Fundarefni:

Félagsjakkar Harðar

Umhverfismál

Önnur mál

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar

HREINSUNARDAGUR Á MORGUN

Ágætu Harðarfélagar og Hesthúseigendur !!!!!!

Nú ætlum við að taka til hendinni, ætlunin er að taka til í kringum hverfið og með reiðleiðum.

Við ætlum að mæta kl. 10 á sumardaginn fyrsta (fimmtudaginn 21. apríl) við reiðhöllina.

Reiknað er með að þetta taki um tvo tíma en því fleiri sem mæta því fyrr lýkur verkinu.  Eftir hreinsunina verða grillaðir hamborgarar við reiðhöllina.

Vonumst við að sem flestir mæti því öll viljum við hafa hreint og snyrtilegt í kringum okkur.

Einnig viljum við benda þeim á sem eru með rúllur eða bagga við hesthús sín (hvað þá annað) að fjarlægja það fyrir sumarið.

                                                    

Umhverfisnefnd og  Hesthúseigandafélagið

 

Dagskrá vikunnar í Herði

Dagskrá vikunnar:

18.apríl - Kvennakvöld í Harðarbóli kl.19.00

19.apríl - Félagsfundur í Harðarbóli kl.20.00

20.apríl - Hrímnistölt í Reiðhöllinni kl.18.00

21.apríl - Hreinsunardagur - hittast við reiðhöllina kl.10.00 - grillaðir hamborgarar á eftir.

21.apríl - Firmakeppni Harðar kl. 14.00 - skráning í reiðhöllinni kl.11.00 - 12.00 - Minnum fólk á að nota númerin sín. Verðlaunaafhending í Harðarbóli á eftir keppninni. Vöfflur, kakó og kaffi sem rennur í stólasjóð Harðarbóls.

23.apríl - Riðið í Fák. Lagt af stað kl. 13.00 úr Naflanum.

Ráslistar fyrir Hrímnis tölið

Ráslisti

Nánar...

Síðasti skráningardagur í Hrímnis töltið!!

Þann 20. apríl verður þriðja og síðasta mótið í Hrímnis-mótaröðinni, og er það að þessu sinni tölt T3. Mótið byrjar kl 18:00 og að móti loknu verður smá lokahóf í Harðarbóli. Þar munum við veita stigahæðstu knöpum mótaraðarinnar viðurkenningu.Hrimnirlogovertical
Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com og er síðasti skráningardagur mánudaginn 18. apríl. Hver skráning kostar 2.000kr, veglegir vinningar eru í boði fyrir þrjú efstu sætin. 
 
Vinningar eru eftirfarandi:
1. verðlaun á öllum mótunum er hin frábæra ReFlect ábreiða frá Hrímni :
http://hrimnir.is/2015/acc-reflectrug.html
2. verðlaun Heritage kristals höfuðleður og taumur með Hrímnismélum.
3. verðlaum Loki eða Lilja jakki
Hlökkum til að sjá sem flesta!!
 
Staðan í stigakeppninni
 
1-2. Ásmundur Ernir, 6 stig
1-2. Jóhann Kristinn, 6 stig
3-4. Stella Sólveig, 5 stig
3-4. Erlendur Ari, 5 stig
5-6. Ásta Björnsd., 4 stig
5-6. Hinrik Þór, 4 stig