Formannsfrúarkarlareiðin 2016

Formannsfrúarkarlareiðin verður farin 14.maí nk. Hún verður með hefðbundnu sniði. Byrjað verður á glæsilegum morgunverði í Harðarbóli og endað á steik í Harðarbóli. Ef veður og færð leyfir verður riðið frá Þingvöllum í Hörð. Ef veður og færð leyfir það ekki verður riðið úr Sörla í Hafnarfirði í Hörð. Nánar auglýst síðar. 
Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kveðja Helgi Sig.

Karlakór Kjalnesinga á föstudaginn langa

Karlakór Kjalnesinga stendur fyrir sönggleði á föstudaginn langa.  

Kl 17 verður kórinn í Reiðhöllinni, syngur nokkur lög, ekta kjötsúpa í boði á aðeins 1.000 kr.

Komið og njótið góðra veitinga undir fögrum og raftmiklum tónum.

Ferðanefndin

KYNBÓTANÁMSKEIÐ MEÐ ÞORVALDI KRISTJÁNSSYNI - LAUGARDAGINN 19.MARS NK.

Hestamannafélagið Hörður heldur námskeið í samstarfi við Þorvald Kristjánsson ábyrgðarmann í hrossarækt um byggingardóma kynbótahrossa.  Námskeiðið er haldið í Harðarbóli og í reiðhöllinni í Herði.  Námskeiðið er tvíþætt.  Fyrst eru fyrirlestrar í Harðarbóli og síðan er sýnikennsla í reiðhöllinni. Þorvaldur hefur vakið mikla athygli fyrir námskeið og fyrirlestra sem hann hefur haldið.

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar eiginleikar byggingar eru metnir og hvernig þeir eru dæmdir. Einnig verður farið yfir tengsl byggingar og hæfileika og það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en áhersla verður lögð á verklegar æfingar.

Hægt verður að kaupa veitingar í nýju sjoppunni í reiðhöllinni.  Súpa og fleira góðgæti í hádeginu.

Verð á fyrirlesturinn og sýnikennsluna er aðeins 1.000kr.

DÝRALÆKNAR ERU MEÐ FYRIRLESTUR Á MORGUN ÞRIÐJUDAG Í HARÐARBÓLI

Á morgun þriðjudag verður fyrirlestur með  Ólöfu Loftsdóttur,  Sigurborgu Daðadóttur og Silju Edvardsdóttur dýralæknum.  Silja Edvardsdóttir, dýralæknir, mun tala um ormasýkingar í hestum, en hún hefur gert rannsóknir á því. Jafnframt verður talað um velferð dýra sem mikið er í umræðunni núna. Boðið verður uppá kaffi og með'í.  Frítt inn.

KYNBÓTAHROSS RÆKTUÐ AF HARÐARFÉLÖGUM

Þann 23.mars verður Dimbilvikusýning í Samskipahöllinni í Spretti.  Þá keppa hestamannafélögin sín í milli og senda má kynbótahross sem eru ræktuð af félagsmönnum.  Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt fyrir okkar hönd, endilega hafið samband í síma 8616691 eða sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Niðurstöður Hrímnis fimmgangsins

Annað mót Hrímnis-mótaraðarinnar lauk með stæl nú í kvöld í reiðhöll Harðar í Mosfellsbænum. Mótið tókst vel og vill mótanefndin þakka knöpum og áhorfendum fyrir komuna. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á Hrímnis töltinu og lokahófinu sem verður eftir mótið. Ekki er komin dagsetning fyrir töltið og lokahófið en verður dagsetningin auglýst í bráð. Við minnum á að Hrímnis-mótaröðin er stigakeppni og verða þrír efstu knaparnir verðlaunaðir á lokahófinu. Mótanefndin þakkar ykkur öllum fyrir skemmtilega stemningu og vonumst til að sjá ykkur sem flest á næsta Hrímnis tölti og lokahófinu.

Niðurstöður A-úrslita
 
1. Jóhann Kristinn Ragnarsson og Púki frá Lækjarbotnum 6,33
2. Erlendur Ari Óskarsson og Bjarkey frá Blesastöðum 1A 6,26
3. Hinrik Þór Sigurðsson og Ylfa frá Hafnarfirði 5,83
4. Súsanna Katarína Guðmundsdóttir og Óðinn frá Hvítárholti 5,79
5. Fredrica Fagerlund og Snær frá Keldudal 5,74
6. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Vísir frá Helgatúni 5,10
 
Stigakeppni
 
1-2. Ásmundur Ernir, 6 stig
1-2. Jóhann Kristinn, 6 stig
3-4. Stella Sólveig, 5 stig
3-4. Erlendur Ari, 5. stig
5-6. Ásta Björnsd. 4 stig
5-6. Hinrik Þór, 4 stig

Úrslit 2. vetramóts Hvíta Riddarans

Konur 2

1. Bryndís Árný og Kjarval frá Álfhólum
2. Margrét Sveinbjörnsdóttir og Piparmey frá Efra-Hvoli
3. Fríða og Nemi frá Grafarkoti
4. Jórunn Magnúsdóttir og Freyja frá Oddgeirshólum 
5. Gunný Þórisdóttir og Seifur frá Skíðbakka 1
6. Linda Bragadóttir og Völsungur frá Skarði

 

Nánar...

Niðurstöður Hrímnis fimmgangsins

Annað mót Hrímnis-mótaraðarinnar lauk með stæl nú í kvöld í reiðhöll Harðar í Mosfellsbænum. Mótið tókst vel og vill mótanefndin þakka knöpum og áhorfendum fyrir komuna. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á Hrímnis töltinu og lokahófinu sem verður eftir mótið. Ekki er komin dagsetning fyrir töltið og lokahófið en verður dagsetningin auglýst í bráð. Við minnum á að Hrímnis-mótaröðin er stigakeppni og verða þrír efstu knaparnir verðlaunaðir á lokahófinu. Mótanefndin þakkar ykkur öllum fyrir skemmtilega stemningu og vonumst til að sjá ykkur sem flest á næsta Hrímnis tölti og lokahófinu.

Niðurstöður A-úrslita
 
1. Jóhann Kristinn Ragnarsson og Púki frá Lækjarbotnum 6,33
2. Erlendur Ari Óskarsson og Bjarkey frá Blesastöðum 1A 6,26
3. Hinrik Þór Sigurðsson og Ylfa frá Hafnarfirði 5,83
4. Súsanna Katarína Guðmundsdóttir og Óðinn frá Hvítárholti 5,79
5. Fredrica Fagerlund og Snær frá Keldudal 5,74
6. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Vísir frá Helgatúni 5,10
 
Stigakeppni
 
1-2. Ásmundur Ernir, 6 stig
1-2. Jóhann Kristinn, 6 stig
3-4. Stella Sólveig, 5 stig
3-4. Erlendur Ari, 5. stig
5-6. Ásta Björnsd. 4 stig
5-6. Hinrik Þór, 4 stig
 
Hér að neðan fylgja með nokkrar myndir frá mótinu.
 
12823192_10207874144987738_1598850844_o_1.jpg
 
12837371_10207874137227544_1624349034_o_1.jpg

Tapaður jakki

Á árshátíðinni í gærkveldi var jakkinn minn (Boss) tekinn af stólbaki í nýrri hlutanum, það eru tveir jakkar í Harðarbóli sem hafa orðið eftir en hvorugur þeirra er minn, gruna að einhver hafi tekið vitlausan jakka og eigi sinn niður í Harðarbóli ef einhver kannast við þetta mætti hann láta mig vita. Kveðja Eysteinn sími 8965777