Fjórgangsmót Hrímnis

12735546 10208763908920945 1754422112 nFyrsta mót Hrímnis mótaraðarinnar var fjórgangsmót og var það haldið sl. föstudag í hestamannafélaginu Herði. Mótið gekk mjög vel og mikil stemmning myndaðist í stúkunni. Þessi Hrímnis mótaröð er stiga keppni og verða þrír efstu knaparnir verðlaunaðir. Næsta mót verður svo haldið 11. mars nk. í reiðhöll Harðar og er það fimmgangur sem er næst á dagskrá. Mótanefndin vill þakka knöpum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir skemmtilega stemmningu og vonumst til að sjá ykkur öll aftur á næsta móti.
 

DAGSKRÁIN UM HELGINA Í HERÐI

Dagskráin um helgina í Herði er þétt skipuð.

Föstudagur

Í kvöld er 4g mót í Hrímnismótaröðinni.  Mótið byrjar kl.19.00. 

Hægt verður að kaupa súpu og fleira í "nýju" sjoppunni okkar.

Laugardagur

Kl.10.00 - 12.00

Laugardagsspjall stjórnar í Harðarbóli kl.10.00 - 12.00.  Boðið verður uppá kaffi og rúnstykki.  Endilega komið við og fáið ykkur kaffi. 

Kl.13. 00 - 17.00

Grímutölt og grímuleikar.  Hvetjum fólk til að koma í búningum og skemmta sér og sínum.  Einnig verður boðið uppá grímuleika sem má taka um 3mín.  Hægt er að búa til lið.

Hægt verður að skrá sig á 4g á föstudagskvölið og einnig millil 11.00 - 12.00 á laugardagsmorgunn.

Sjoppan verður opin.

 

 

 

GRÍMUTÖLT - GRÍMULEIKAR LAUGARDAGINN 13.FEB KL. 13.00

Nú er komið að Grímutöltinu og Grímuleikunum góðu Harðarfélagar, allt verður með hefbundnu sniði nema að sjálfsögðu mætir fólk í búningum, flokkaskipting verður:

börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2 og atvinnumenn. 


Svo höldum við eftir það stutta grímuleika þar sem atriðið má ná uppí 3mín og hugmyndarflæði, skemmtannargildi, sköpunnarhæfni verður dæmt. Einnig vil ég minna á að VINNINGSHAFINN í yngri flokkum (börn og unglingar) fær þátttökurétt á Æskuna og Hestinn!!!!!
hlökkum til að sjá ykkur frábæra fólk

Skráning á 4g mótin á föstudaginn kl.19.00


Með kveðju Mótanefndin

GRÍMUTÖLT - GRÍMULEIKAR LAUGARDAGINN 13.FEB KL. 13.00

Nú er komið að Grímutöltinu og Grímuleikunum góðu Harðarfélagar, allt verður með hefbundnu sniði nema að sjálfsögðu mætir fólk í búningum, flokkaskipting verður:

börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2 og atvinnumenn. 


Svo höldum við eftir það stutta grímuleika þar sem atriðið má ná uppí 3mín og hugmyndarflæði, skemmtannargildi, sköpunnarhæfni verður dæmt. Einnig vil ég minna á að VINNINGSHAFINN í yngri flokkum (börn og unglingar) fær þátttökurétt á Æskuna og Hestinn!!!!!
hlökkum til að sjá ykkur frábæra fólk

Skráning á 4g mótin á föstudaginn kl.19.00


Með kveðju Mótanefndin

HRÍMNIS 4G MÓT - FÖSTUDAGINN KL.19.00

Þá er komið að opnum Hrímnis 4gangi sem verður haldin í Herði, létt og skemmtilegt mót.
Aðeins einn flokkur í boði 3 inná í einu og síðan 6 í úrslit
höfum gaman saman næsta föstudagskvöld og njótum þess að sjá flotta hesta svona í byrjun vetrar.
Skráningargjald er 2000kr
hægt er að skrá sig hér http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti 10.feb.

Hlökkum til að sjá sem flesta
Kær kveðja Mótanefnd Harðar

 

Félagslyndi hesta- hvað hefur áhrif á samskipti þeirra?

Þriðjudaginn 23 febrúar næstkomandi kl 20:00 mun Dr Hrefna Sigurjónsdóttir vera með fyrirlestur í Harðarbóli um félagslyndi hesta-  hvað það er sem hefur áhrif á samskipti þeirra.

Greint verður frá rannsóknum á félagshegðun íslenska hestsins hér á landi sem höfundur hefur unnið að frá 1996 með  íslenskum og erlendum vísindamönnum og stúdentum.  Um er að ræða rannsóknir á litlum sem stórum hópum úti við  sem eru mismunandi að samsetningu hvað varðar  hlutfall kynjanna og aldursflokka.  Greint verður frá því hvað hefur mest áhrif á árásargirni og jákvæð samskipti, eins og gagnkvæma snyrtingu og leik.  

Einnig verður greint stuttega frá könnun sem höfundur gerði árið 2003 á algengi húslasta hér á landi.

Kveðja fræðslunefnd Harðar

DNA-stroksýnataka á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson, ráðunautur, verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, föstudaginn 12. febrúar næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur (S: 862-9322 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Nánar um DNA-sýni hrossa má m.a. lesa hér: http://www.rml.is/is/bufjarraekt/hrossaraekt/dna-synatokur .

Reiðtúr laugardag Blikanes

Ágæti félagi

Laugardaginn 6 febrúar mun ferðanefnd Harðar fara í reiðtúr á Blikanesið undir diggri stjórn Gísla á Hrísbrú.

Lagt verður á stað úr naflanum kl 14:00 og eftir reiðtúr verður boðið uppá kaffi, kleinur og safa inní reiðhöll.

Félagsmenn fjölmennum.

Kveðja ferðanefnd Harðar