FORMANNSFRÚARKARLAREIÐ HARÐAR - ALLIR KALLAR VELKOMNIR
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Sunnudagur, maí 08 2016 20:51
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú er komið að hinni frábæru "Formannsfrúarkarlareið" Harðar sem farin verður í fjórða skiptið.
Hún verður laugardaginn 14.maí n.k.
Byrjað verður kl.8.00 á morgunverði í Harðarbóli þar sem borin verður fram "english brkfast" að hætti hússins.
Síðan verður farið á Þingvelli og riðið í Hörð. Sameinast verður í kerrur og áætlað að leggja af stað frá Skógarhólum um kl.11.00.
Búið er að fara leiðina á fjórhjóli og er hún í lagi.
Boðið verður upp á veitingar á leiðinni og einnig verður boðið uppá að skipta um hesta, fyrir þá sem ekki vilja teyma.
Að lokum verður hátíð í Harðarbóli, þar sem boðið verður upp á mjög glæsilegan kvöldverð, sem ekki hefur sést áður, alla vega ekki á þessum slóðum.
Verð er 9.000kr.
Hægt er að leggja inn á reikning: 549-26-4259 kt. 650169-4259 og senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Með kveðju
Helgi formannsfrú
Helgi Sig. Formannsfrú.