Formannsfrúarreið
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, maí 06 2016 12:44
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! SKRÁNING Í FORMANNSFRÚARREIÐINA 2016 ER BYRJUÐ
Laugardaginn 14. maí leggjum við af stað smile broskall Í ár ætlum við að breyta til og ríða frá NAFLANUM á Harðarsvæðinu í Hafnarfjörð. Á leiðinni verður auðvitað stoppað og glæsilegar kaffiveitngar í boði eins og venjulega. Þegar við komum á leiðarenda, sprettum við af hestunum í stóra gerðinu á Sörlasvæðinu (þar sem við byrjuðum ferðina í fyrra) og þeir verða keyrðir í bílalest heim og við í rútu heim í Mosó. Þegar heim er komið göngum við frá hestunum okkar og hittumst svo í anddyri Reiðhallarinnar, hlýtt klæddar kl.18.00 í kvöldverð og skemmtun að OKKAR HÆTTI Það er sama góða verðið og í fyrra kr. 13.000.- Þær konur sem hafa áhuga á að fara í ferðina greiða kr. 13.000.- inná reikn.: 549-14-401333 kt: 290758-3949 fyrir lokun banka á miðvikudaginn 11. maí. Innifalið í verðinu er: Flutningur á 2 hestum og ferð fyrir konu og reiðtygi, með rútu frá frá Sörla í Hafnarfirði, heim í Mosó. Kaffiveitingar á leiðinni: Heitt kaffi, kakó, vatn og kaffibrauð. Kl. 18.00 er safnast saman í anddyri Reiðhallarinnar, þar sem "Velkomst" drykkur og snakk verður borið fram og við skálum saman fyrir okkur og góðum degi. kl. 19.00 mætir Grillvagninn með glæsilegan kvöldverð: Grilluð lambalæri, kalkúnabringur og allt hugsanlegt meðlæti og sósur. Súkkulaðikaka og kaffi í desert. Að lokum verður sungið saman og spilað á gítar. Hver kona sér um drykkjarföng fyrir sig með- og eftir mat. Stundum kemur upp sú spurning, hvort við sem skipuleggjum ferðina borgum eins og aðrar konur. Svarið við þeirri spurningu einfalt: Já, að sjálfsögðu borgum við það sama og allar aðrar konur Við sitjum allar við sama borð Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband við mig í síma: 894-5103