HARÐARJAKKARNIR - HVERJIR ÆTLA AÐ KAUPA JAKKA?

Nú erum við að huga að grænu Harðarjökkunum/keppnisjökkunum. Þeir sem hafa áhuga á því að kaupa grænan Harðarjakka endilega látið vita með sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og gott væri að vita með stærð, þó svo að það sé ekki 100% rétt. Jakkar til að máta eru á leiðinni. Jakkarnir koma til með að kosta ekki meira en 25.000kr.

MORGUNKAFFI OG KLEINUR Í NÝJU SJOPPUNNI Á LAUGARDAGSMORGUNN

MORGUNKAFFI Í REIÐHÖLLINNI Á LAUGARDAGINN

Við ætlum að bjóða í kaffi og kleinur á laugardaginn frá kl.10.00 -12.00 í reiðhöllinni. Endilega komið við eftir morgungjöfina, skoðið nýju sjoppuna okkar og fáið ykkur kaffisopa og eigið létt spjall um lífið og tilveruna við félagana.

2. Vetraleikar Hvíta Riddarans

Nk. laugardag (12. mars) er 2. vetramót Harðar, mótið byrjar kl 12 og verður dagskrá eftirfarandi:

Pollar teymdir
Pollar ríðandi einir
Konur 2
Konur 1
Börn
Unglingar
Ungmenni
Karlar 2
Karlar 1
Opinn flokkur

Skráning mun vera á milli kl 10-11 á laugardaginn, og biðjum við fólk um að virða þau tímamörk. Skráningargjaldið er að þessu sinni 1.500kr en frítt er fyrir polla og börn.

NOKKRIR MIÐAR ERU LAUSIR Á ÁRSHÁTÍÐINA Á LAUGARDAGINN

NOKKRIR MIÐAR ERU LAUSIR Á ÁRSHÁTÍÐINA - FYLLUM HÚSIÐ ENN EINU SINNI Á ÞENNAN FRÁBÆRA VIÐBURÐ SEM HALDINN ER Í FÉLAGINU

Það eru nokkrir miðar lausir á árshátíðina um helgina.  Hægt er að panta miðar með því  leggja inn á 549-26-4259, kt. 650169-4259 og senda kvittun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til staðfestingar ásamt nafni á tengilið hóps.

BORGA ÞARF MIÐA Á ÁRSHÁTÍÐNA FYRIR KL.18.00 Í KVÖLD - NOKKRIR MIÐAR LAUSIR

NÚ ER AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN - EKKI MISSA AF VIÐBURÐI ÁRSINS - NOKKRIR MIÐAR EFTIR.
 
Það eru nokkrir miðar lausir á árshátíðina um helgina. Hægt er að panta miðar með því leggja inn á 549-26-4259, kt. 650169-4259 og senda kvittun á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til staðfestingar ásamt nafni á tengilið hóps.
 
Þeir sem eiga eftir að borga sína miða verða að gera það fyrir kl.18.00 í kvöld
 
Kveðja Árshátíðarnefnd Harðar
 

Hrímnis fimmgangur

Hrimnirlogovertical

Nú er skráning hafi á annað mótið í Hrímnis mótaröðinni sem haldið verður í reiðhöll Harðar nk. föstudag (11. mars) og er það að þessu sinni fimmgangur. Skráningu lýkur aðfaranótt fimmtudags, skráningagjaldið er 2.000kr og er keppt í opnum flokki. Búið er að laga gólfið og er það komið í topp lag fyrir föstudaginn. Glæsileg verðlaun eru fyrir efstu þrjú sætin, fyrsta sætið fær ReFlect ábreiðu frá Hrímni að verðmæti 32.000kr, annað sætið fær Heritage kristals höfuðleður, taum og hrímnismél að verðmæti 45.000kr og að lokum fær þriðja sætið Loka eða Lilju jakka að verðmæti 20.000kr.
Einnig viljum við minna á að þetta er stigakeppni, og verður efstu þrír knaparnir verðlaunaðir á lokahófinu 5. apríl. 

Skráning er á Sportfeng: http://skraning.sportfengur.com/