AÐALFUNDUR HARÐAR VERÐUR HALDINN 9.NÓV 2016

Aðalfundur

 

Áður auglýstum aðalfundi sem halda átti 2.nóvember er frestað um viku og verður hann haldinn 9.nóvember

í Harðarbóli og hefst fundur kl. 20:00.

Efni fundarins:

 
1. Hefðbundin aðalfundarstörf
2. Önnur mál

 

Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar 

 

Hér eru skjöl fundarins:Ársreikningur 2015-2016
Ársskýrsla 2015-2016
Árshlutauppgjör 2016 - áætlun 2016

UPPSKERUHÁTÍÐ HARÐAR 28.OKT.

Minnum á uppskeruhátíð Harðar sem haldin verður 28.október í Harðarbóli kl.19.30. Þangað er öllum sem starfað hafa fyrir félagið sl.ár boðið ásamt nefndum félagsins. Íþróttamaður Harðar verður valinn. Formenn nefnda eru beðnir um að boða sitt nefndarfólk og þá sem hafa starfað fyrir nefndina fyrir miðvikudaginn 26.okt.  Vinsamlegast sendið nafnalista á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Uppskeruhátíð æskulýðsins í Herði

 

Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar miðvikudagskvöldið 5. Okt. 2016 

Það verða veitt verðlaun fyrir besta árangur stúlkna og drengja í öllum flokkum svo verða veitt Hvatningarveðlaun í öllum flokkum. 

Það er því um að gera að mæta og gleðjast með vinum sínum. Verðum auðvitað með skemmtiatriði og í ár ætlum við að grilla djúsí hamborgara með öllu tilheyrandi. Hlökkum til að sjá alla kl 18:30 uppí Harðarbóli. 

Við hvetjum alla sem eru nýjir að koma og gleðjast með okkur. Hvetjum einnig ykkur sem hafið mætt áður til að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur fyrir veturinn. Þetta verður skemmtilegt kvöld þar sem allir í  æskulýð ættu ekki að missa af........Kveðja nefndin

Pilates for dressage

Tower tímar
 
Þetta er námskeið þar sem notast er við pilates tæki til þess að finna og lengja vöðva sem við þurfum til þess að verða betri knapar. Farið er sérstaklega yfir æfingar fyrir knapa til þess að bæta ásetu og samspil ábendinga.
 
- Aðeins fimm komast að.
- Mánudögum Kl. 18:40-19:40 og miðvikudögum Kl. 18:00 til 19:00
- Eldrún pilates studio, Álftamýri 1
- Fjögurra vikna námskeið
- Hefst 26. september
- Verð 30.000 kr
 
Kennari er Heiðrún Halldórsdóttir
Pilates for dressage associate instructor og Romanas Pilates Instructor 
 
 
Áhugasamir hafið samband í síma 847-7307 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Beitartímanum lokið!!

Þá er hinum eiginlega beitartíma í löndum Mosfellsbæjar lokið þetta árið. Lauk

10. September en sökum góðrar tíðar í vor og sumar hefur lítið eða ekki verið ýtt

við mönnum að fjarlægja hross úr hólfunum. Eftir skoðun á hólfunum í gær,

mánudag, var ákveðið að leyfa félagsmönnum að hafa þau þar fram að

næstkomandi helgi með einhverjum undantekningum þó.

Mönnum er bent á að hætta randbeit hið snarasta og láta hrossin vera

einvörðungu á þeim hluta sem óbitinn er. Þannig að hrossin séu ekki að darka á

því sem búið er að bíta. Betra er að bitnu hlutarnir nái að jafna sig eitthvað fyrir

úttektina. Fulltrúi landsgræðslunnar kemur strax eftir helgi til úttektar á

hólfunum og þurfa þá öll hross að vera farin. Nokkrir þurfa að fjarlægja hrossin

strax og verður haft samband við viðkomandi.

Beitarnefnd

Bókleg kennsla í knapamerkjum 3-5

Hestamannafélagið Hörður býður uppá bóklega knapamerkjakennslu í haust. Lágmarks þátttaka er fjórir á hverju stigi. Kennari er: Þórdís Anna Gylfadóttir

  • Knapamerki 3. Kennt á þriðjudögum kl. 16:30 – 17:50
  • Kennsla hefst 4. október, 4 skipti
  • Knapamerki 4. Kennt á þriðjudögum kl. 18:00 – 19:20
  • Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
  • Knapamerki 5. Kennt á þriðjudögum kl. 19:30 – 20:50
  •  Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
  • Verð Knapamerki 3 kr. 12.500
  • Verð Knapamerki 4 og 5 kr. 14.500

Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund.

Skráning opnar miðvikudaginn  21. September
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Kveðja

Æskulýðsnefnd Harðar

Ef nota á frístundarávísanir hafið þá samband við Oddrúnu, netfang:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gott ástand í beitarhólfum félagsins

Árleg síðsumarsúttekt á beitarhólfum á vegum félagsins var gerð nýlega og voru úttektarmenn

mjög ánægðir útkomuna. Ástandið að heita má mjög gott nánast allstaðar þótt á nokkrum

stöðum sé tímabært að ýmist fjarlægja hross eða loka þau af á lítið eða óbitnum hlutum

hólfanna. Eins og staðan er í dag eru allir möguleikar fyrir hendi að hægt sé að skila öllum

hólfunum í viðunandi einkunn það er 3 sem þýðir á skalanum fullnýtt án ofbeitar.

Eins og sjálfsagt allir sem hafa verið með hross á beit í sumar hefur tíðarfarið verið afar

hagstætt þessa tæpu þrjá mánuði. Vorið mjög gott þannig að hægt var að sleppa hrossum fyrr

en reglur segja til um og hátt hitastig flesta daga. Og síðast en ekki síst var úrkoman mjög í

hófi þannig að hólfin hafa ekki sporast út á álagsblettum.

Þannig að allar líkur eru á að útkoman úr loka úttekt Landgræsðlunnar verði með besta móti.

Beitarnefnd vill hinsvegar benda hverjum og einum á að skoða hólfin vel. Færa hrossin af

þeim hlutum sem mikið eru bitin svo þau nái að spretta eitthvað fyrir úttektina og tryggja með

því rétta einkunn. Fjarlægja þarf hross úr nokkrum hólfum og verður haft samaband við þá

aðila.

Beitarnefnd

HROSSAKJÖTSVEISLAN 2016

VEISLA ALDARINNNAR
 
Hrossakjötsveislan verður haldinn laugardaginn 12. nóvember í Harðarbóli
 
Húsið opnar kl 19.00
 
Fordrykkur
 
8rétta hlaðborð að hætti Hadda kokks
 
Gómsætur eftirréttur
 
Veislustjóri hinn eini sanni GUÐNI ÁGÚSTSSON (eins gott að vera með magavöðvana í þjálfun, hláturinn lengir lífið)
 
Eyfi Kristjáns mætir með þær stöllur Nínu og Álfheiði Björk
 
Bráðfyndin myndasýning
 
8vilttur sjálfur verður boðinn upp.
 
Hlynur Ben trúbador spilar fyrir dansi fram eftir nóttu
 
Miðaverð aðeins kr 7.500.-  Miðinn gildir sem happdrættismiði að venju
 
Hrossakjötsveislan er opinn öllum, konum og köllum.  Takið með ykkur gesti.
 
Miðapantanir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Fyrstur kemur fyrstur fær.
 

Guðmundur Ólafsson heiðursfélagi og einn af stofnendum Harðar er látinn.

Guðmundur Ólafsson lést í síðustu viku 94 ára að aldri.  Hann var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Harðar og jafnframt heiðursfélagi Harðar.  Útför hans fer fram í Bústaðakirkju á morgun föstudag kl.13.00.

Hestamannafélagið Hörður sendir aðstandendum Guðmundar samúarkveðjur.