Í framhaldi af málþingi FT
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, janúar 16 2017 10:15
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Opið fræðslukvöld um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Mannseth verður haldið föstudagskvöldið 20. jan nk. í Harðarbóli, Mosfellsbæ kl.19.30
Málþing um stöðu keppnismála var haldið 5. janúar sl. og þakkar Félag tamningamanna þeim sem lögðu sitt af mörkum þar.
Farið var um víðan völl og greinilega mikil þörf á samtali og gagnkvæmum skilningi dómara, keppenda og mótshaldara. Þannig sé best hægt að tryggja jákvæða þróun í keppnis- og sýningarhaldi.
Eitt af því sem mikið var rætt á málþinginu var mikilvægi þess að geta greint rétta líkamsbeitingu og burð hesta á öllum gangtegundum. Ennfremur getuna til að greina góða reiðmennsku.
Sem hluta af viðbrögðum Félags tamningamanna við niðurstöðu málþingsins ætlar félagið í samstarfi við gæðingadómarafélagið (gdlh), hestaíþróttadómarafélagið (hídí)og kynbótadómara (rml) að standa fyrir fræðsluerindum um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Mannseth en hún yfirkennari Háskólans á Hólum og tamningameistari FT.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á reiðmennsku að mæta.