HESTADAGAR 2016 - HÁTÍÐARHELGI HESTAMANNSINS

Hvetjum Harðarfélaga til að mæta í þessa frábæru skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur.  Lagt er til að fólk sé annaðhvort í félagsjökkum, lopapeysu eða svörtu úplunni sem margir Harðarfélagar eiga.  Hægt er að sameinast í kerrur með því að hafa samband í síma 8616691.  Við hittumst svo við Tanngarð (fyrir innan BSÍ).  Fjölmennum og eigum skemmtilegan dag saman.  Á sunnudaginn væri gaman ef félagar í Herði eru tilbúnir til að bjóða heim í hesthúsin sín.  Endilega hafið samband í síma 8616691.horses of iceland

DNA-sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 29. apríl og mánudaginn 2. maí. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband í síma 862-9322 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Nánari upplýsingar um DNA-sýni hrossa: 

DNA-sýnatökur

ph/okg

HELDRI HESTAMNENN HITTAST!!!

Miðvikudaginn 4. maí n.k. kl. 19.00 ætla núverandi og fyrrverandi hestamenn í Herði, 60 ára og eldri, að hittast í félagsheimilinu Harðarbóli og gleðjast saman.
 
Þetta verður síðasta samveran fyrir sumarfrí.
 
Það verður grillveisla, léttar veitingar og stutt kvikmyndasýning.
 
Verð á grillmáltíð er kr. 1.500kr.
 
Fyrir þá sem enn stunda hestamennsku verður boðið upp á sameiginlegan reiðtúr kl. 17.00 sama dag.
 
Skráning í matinn í síma:
 
Jón Ásbjörnsson 8635941
Sigríður Johnsen 8968210
Konráð Adolphsson 8970511
 
Farið verður frá Reiðhöllinni.
 
Heldrimannanefndin.

Nýjir gæðingadómarar í Herði!!

Sl. fimmtudag var gæðingadómaraprófið haldið í Hafnarfirði, þar áttum við tvo nýja fulltrúa það voru þær Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir og Ólöf Guðmundsdóttir. Nú eftir helgi fengu þær fréttir um að þær hafi náð prófinu og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan áfanga. Einnig fór Súsanna Sand Ólafsdóttir í landsdómarapróf á náði því með stakri prýði og óskum við henni einnig innilega til hamingju með sinn áfanga.

Breytingar á vörslu vegna lausra hrossa

Fyrir dyrum standa breytingar á fyrirkomulagi á vörslu vegna lausra hrossa í

umdæmi Mosfellsbæjar. Hestamannafélagið Hörður mun koma að því á

ársgrundvelli og sjá að miklu leiti um verkefnið.

Hingað til hefur félagið séð um vaktir og handsömun lausra hrossa frá 10. Júní

til 10. September ár hvert frá klukkan 17:00 til 8:00 á virkum dögum og alfarið

um helgar. Þá hefur félagið séð um geymslu handsamaðra hrossa allt árið. En nú

horfir sem sagt í að breyting verði á og félagið yfirtaki þetta verkefni að

stærstum hluta. Fram til þessa hafa starfsmenn áhaldahúss Mosfellsbæjar séð um

það að undanskildum þeim tíma sem að ofan greinir.

Tveir fundir hafa verið haldnir með fulltrúum Harðar og starfsmönnum

Mosfellsbæjar um málið og kom þar fram að hestamannafélagið myndi finna

rekstraform á þessa starfsemi/verkefni. Sú hugmynd hefur orðið ofan á að leita

til félagsmanna sem eiga flutningstæki þ.e. bíl og kerru og myndu þeir aðilar sjá

um handsömun hrossanna og koma þeim á geymslustað hverju sinni. Um yrði að

ræða fulla greiðslu fyrir viðvikið en hluti handsömunargjaldsins rynni í

sérstakan rekstrarsjóð til reksturs starfseminnar.

Er hér með óskað eftir að þeir sem reiðbúnir eru til þátttöku í þessu verkefni gefi

sig fram við beitarnefnd á netfanginu vakri hjá símnet.is eða í síma 896 6753.

Nú þegar hefur verið leitað til nokkurra félagsmanna og hafa undirtektir verið

mjög góðar. Menn almennt tilbúnir að axla þessa ábyrgð sem á okkur hefur

verið sett.

Í tengslum við þessar breytingar stefnir í að lausnargjald fyrir handtekin hross

hækki verulega og geymslugjald sömuleiðis. Lausnargjaldið er í dag kr. 15.000

og geymslugjald kr. 1.500 á dag. Reikna má með að gjaldskráin verði hækkuð

um allt að 100% og því ljóst að mikill fjárhagslegur ávinningur sé fyrir

hestaeigendur að hafa girðingar í góðu lagi og tryggja sem best að hross haldist

örugglega innan girðinga eða hesthúsa. Og svo ekki sé nú talað um öryggisins

vegna.

Beitarnefnd

Útimót Hrímnis

Hrimnirlogovertical
Þann 5. maí verður útimót Hrímnis haldið kl 16 á Varmárbökkum í Mosfellsbænum. Keppt verður í 4-gangi, 5-gangi, tölti T3 og 100m flugskeiði. Að þessu sinna er skráningargjaldið einungis 2.000kr í alla flokka nema skeiðið þar er það 1.500kr. Þau skráningagjöld sem koma inn í skeiðinu skiptast niður á fyrstu þrjú verðlaunasætin. Þetta mót er því tilvalið upphitunarmót fyrir  sumarið.

Skráning er hafin og henni lýkur þann 2. maí.

HÁTÍÐARHELGI ÍSLENSKA HESTSINS

HATÍÐRHELGI ÍSLENSKI HESTSINS

Landssamband hestamannafélaga stendur að Hestadögum í góðu samstarfi við Íslandsstofu sem kynnir íslenska hestinn á heimsvísu undir kjörorðinu HORSES OF ICELAND.

Skrúðreið kl 13. í miðbæ Reykjavíkur laugardagurinn 30. apríl: Skrúðreiðin leggur af stað frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og fer um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og á Austurvöll. Þar gefst fólki tækifæri á að klappa hestunum og spjalla við knapana. Lagt af stað frá BSÍ um 12:30. Stoppað verður við Hallgrímskrikju þar sem Borgarstjóri setur hátíðina og Karlakór Kjalnesinga syngur.

Nánar...