- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 13 2016 21:17
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Þá er hinum eiginlega beitartíma í löndum Mosfellsbæjar lokið þetta árið. Lauk
10. September en sökum góðrar tíðar í vor og sumar hefur lítið eða ekki verið ýtt
við mönnum að fjarlægja hross úr hólfunum. Eftir skoðun á hólfunum í gær,
mánudag, var ákveðið að leyfa félagsmönnum að hafa þau þar fram að
næstkomandi helgi með einhverjum undantekningum þó.
Mönnum er bent á að hætta randbeit hið snarasta og láta hrossin vera
einvörðungu á þeim hluta sem óbitinn er. Þannig að hrossin séu ekki að darka á
því sem búið er að bíta. Betra er að bitnu hlutarnir nái að jafna sig eitthvað fyrir
úttektina. Fulltrúi landsgræðslunnar kemur strax eftir helgi til úttektar á
hólfunum og þurfa þá öll hross að vera farin. Nokkrir þurfa að fjarlægja hrossin
strax og verður haft samband við viðkomandi.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 30 2016 20:07
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Árleg síðsumarsúttekt á beitarhólfum á vegum félagsins var gerð nýlega og voru úttektarmenn
mjög ánægðir útkomuna. Ástandið að heita má mjög gott nánast allstaðar þótt á nokkrum
stöðum sé tímabært að ýmist fjarlægja hross eða loka þau af á lítið eða óbitnum hlutum
hólfanna. Eins og staðan er í dag eru allir möguleikar fyrir hendi að hægt sé að skila öllum
hólfunum í viðunandi einkunn það er 3 sem þýðir á skalanum fullnýtt án ofbeitar.
Eins og sjálfsagt allir sem hafa verið með hross á beit í sumar hefur tíðarfarið verið afar
hagstætt þessa tæpu þrjá mánuði. Vorið mjög gott þannig að hægt var að sleppa hrossum fyrr
en reglur segja til um og hátt hitastig flesta daga. Og síðast en ekki síst var úrkoman mjög í
hófi þannig að hólfin hafa ekki sporast út á álagsblettum.
Þannig að allar líkur eru á að útkoman úr loka úttekt Landgræsðlunnar verði með besta móti.
Beitarnefnd vill hinsvegar benda hverjum og einum á að skoða hólfin vel. Færa hrossin af
þeim hlutum sem mikið eru bitin svo þau nái að spretta eitthvað fyrir úttektina og tryggja með
því rétta einkunn. Fjarlægja þarf hross úr nokkrum hólfum og verður haft samaband við þá
aðila.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 25 2016 14:25
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Guðmundur Ólafsson lést í síðustu viku 94 ára að aldri. Hann var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Harðar og jafnframt heiðursfélagi Harðar. Útför hans fer fram í Bústaðakirkju á morgun föstudag kl.13.00.
Hestamannafélagið Hörður sendir aðstandendum Guðmundar samúarkveðjur.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, ágúst 22 2016 22:51
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Vatnið verður tekið af hesthúsahverfinu kl.18.00 á morgun þriðjudag. Þetta verður eitthvað fram eftir kvöldi.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 17 2016 22:17
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ auglýsir eftir hesthúsi til leigu eða hesthúsplássum (í sama húsi) haustið 2016 á svæði Hestamannafélagsins Harðarí Mosfellsbæ.
Um er að ræða 10 hross og leigutímabilið er frá 1. september til 15. desember.
Í hesthúsinu þarf að vera salernisaðstaða, kaffistofa og góð hnakkageymsla.
Áhugasamir eru hvattir til að senda tilboð til hestakennara FMOS Line Norgaard, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 26. ágúst. Nánari upplýsingar fást líka hjá Line í síma 866-1754.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 07 2016 21:57
-
Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Hér eru þeir sem fara á LM2016, rauðir og gulir eru varamenn og þeir sem eru litaðir bláir þurfa að velja og senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. júní. Einnig þurfa þeir sem ekki vilja fara að láta vita fyrir 10. júní.
Innilega til hamingju allir :-)
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 10 2016 09:33
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru Harðarfélagar.
Nú þegar búið er að sleppa hrossum er um að gera að huga að því að fegra hverfið. Fljótlega verður farið í það að slétta umhvefis reiðhöllina og búa til bílastæði og stærra kerrustæði.
Einnig verður borið á Harðarból.
Þeir sem hafa geymt hey á rúllustæðinu eru vinsamlegast beðnir um að ganga frá eftir sig.
Við viljum því hverja ykkur kæru félagar að snyrta umhverfis hesthúsin ykkar, taka upp njóla, mála og fl.
Slippfélagið er með málningu fyrir okkur á góðu verði og þeir vita númerið á grænu málningunni.
TÖKUM NÚ HÖNDUM SAMAN OG FEGRUM HVERFIÐ
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 06 2016 14:22
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Eins og sjálfsagt allir hafa tekið eftir hefur tíðarfarið verið gott í vor og gróður tekið snemma við sér. Af því leiðir að í sum beitarhólfa félagsins er komið þó nokkuð gras. Hefur því verið ákveðið að leyfa sleppingu á þriðjudag (á morgun).
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 10 2016 09:28
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Komið þið sæl.
Hér eru upplýsingar fyrir ykkur.
Þið verðið að senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl.12.00 á Í dag föstudag um að þið nýtið ykkur sætið sem þið hafið unnið ykkur.
Einnig þurfið þið að senda upplýisngar um hönd sem þið vijið ríða uppá, hægri eða vinstri.
Hörður skráir og borgar skráningargjaldið.
Ef þið viljið panta beitarhófl eða hesthúspláss sendið beiðni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og ég sendi beiðni. Þetta þarf að gerast í síðasta lagi í dag föstudag kl.12.00. Eingöngu er hægt að panta í gegnum félög, ekki einstaklingar. Við sendum bara pöntun, en vitum ekki hvað við fáum mörg hólf eða pláss í hesthúsi.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 06 2016 14:01
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
ÞEIR SEM FARA Á LANDSMÓT FYRIR HÖRÐ
Hörður sér um að skrá hesta á Landsmót og borgar skráningargjaldið.
Þeir sem unnu sér stæti á Landsmótinu verða að senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. um hvort þeir ætli sér að nýta sætið eða ekki.
Föstudaginn 10.júní verður skráningin send.