ATH ! ATH ! Breytt staðsetning- FÉLAGSHEIMILI FÁKS

 

Opið málþing keppenda, dómara og þeirra sem láta sig málið varða kl. 19.30 fimmtudagskv. 5 jan.

Félag tamningamanna heldur málþing um  keppnismál.

Fulltrúar íþróttadómarafélagsins, gæðingadómarafélagsins og  knapa verða með  tölu um stöðuna frá þeirra upplifun eftir síðasta keppnistímabil. Og svo gefst fundargestum tækifæri á að fá orðið og hafa áhrif.

Hvernig er staðan?

Hvað er gott?

Hvað þarf að bæta?

Drög að dagskrá:

Ca 10 mínútur hver aðili.

gæðingadómarafélagið

íþróttadómarafélagið

2 fulltrúar knapa

1 hrossabóndi/dómari

fyrirspurnir 

orðið laust

lokaorð/niðurstaða/úrlausnir

Hvetjum dómara og keppendur að mæta, saman getur við gert gott betur:)

Stjór FT

 

Þrif á reiðtygjum á morgun fimmtudag

Allir velkomnir


Nú er komið að þrifum á reiðtygjum.

Við ætlum að hittast uppí reiðhöll kl 18-20 fimmtudaginn 5. Janúar 
Helga Söðlasmiður ætlar að vera með okkur og leiðbeina. Það sem þið þurfið að koma með er fata, tuskur,sápu, hnakk og beisli. Við komum með olíu pizzur og gos. 


Hittumst hress kveðja æskulýðsnefndin

NÁMSKEIÐ UM VENDINÁM FYRIR ÍÞRÓTTAÞJÁLFARA

Ove Österlie, prófessor í íþróttafræðum við norska háskólann NTNU, heldur námskeið um notkun vendináms við íþróttaþjálfun í Reykjavík þann 2. febrúar og á Akureyri 3. febrúar 2016.

Íþróttaakademía Keilis skipuleggur námskeiðin í samstarfi við Ove og eru þau sérstaklega ætluð þjálfurum og íþróttakennurum. Allir eru þó velkomnir. Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Annarsvegar þar sem Ove sýnir og fer yfir aðferðafræðina við vendinám og íslenskur þjálfari kynnir sína reynslu. Hinsvegar tveggja tíma hópavinna þar sem þátttakendur stíga fyrstu skref í vendinámi með aðstoð Ove.

Verð og staðsetning

Boðið verður upp á tvö námskeið, í Reykjavík fimmtudaginn 2. febrúar kl. 9 - 12 og á Akureyri föstudaginn 3. febrúar kl. 9 - 12. Staðsetning námskeiðanna verður kynnt síðar. Þátttökugjald er kr. 15.000 og viðurkennir KSÍ námskeiðið til fjögurra B endurmenntunarstiga.

Nánari upplýsingar veitir Haddý Anna Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri Íþróttaakademíu Keilis í síma 578 4000 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á NÁMSKEIÐIÐ

Afhverju vendinám í íþróttaþjálfun?

Á síðustu árum hafa nýjar kennslu- og þjálfunaraðferðir verið að ryðja sér til rúms. Gerist það í kjölfar tæknivæðingar og almenns aðgengis fólks að netinu  (í gegnum snjallsíma, spjaldtölvur o.s.frv.). Ein þessara aðferða nefnist vendinám (Flipped Classroom) en með því er einföld tækni notuð til að kynna nemendum æfingar dagsins.

  • Þjálfari tekur upp æfinguna og sendir á netfang iðkandans.
  • Áður en æfing hefst eiga allir iðkendur að vera búnir að skoða æfinguna.
  • Æfingin fer fram.

Ove Österlie hefur aðstoðað þjálfara í ýmsum greinum að tileinka sér flippið við þjálfunina. Niðurstaða allra er sú sama:

  • Þátttakendur eru fljótari að tileinka sér æfingu dagsins.
  • Hinir duglegustu byrja strax heima á að gera æfinguna.
  • Minni tími fer hjá þjálfara að sýna hvað á að gera á sjálfri æfingunni.
  • Þátttakendur koma betur andlega tilbúnir á æfinguna.
  • Þátttakendur eiga æfinguna heima og geta skoðað hana betur og æft sig sjálfir.
  • Öllum ber saman um að árangur verði betri.
  • Foreldrar geta séð hvaða æfingar eru í gangi.

Grein eftir Ove Österlie um vendinám við íþróttaþjálfun: Flipped Learning in Physical Education: Why and How? 

Skráning á námskeið 2017 .

Ágætu félagar

Nú er búið að opna fyrir skráningar á  námkeið vetrarins. Það sem er í boði má finna undir link til hægri hér á heimasíðunni undir námskeið æskulýðsnefndar og námskeið fræðslunefndar. Námskeiðslistinn er ekki tæmandi og líklega verður fleiri námskeiðum bætt við þegar líða tekur á veturinn.

Áætlað er að námskeiðin byrji í vikunni 16-20 janúar.

 

Öll skráning á námskeiðin fer í gegnum http://skraning.sportfengur.com/

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi námskeiðin vinsamlegast sendið á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Áætlað er að pollanámskeiðin byrji aðeins seinna, verður auglýst síðar.

 

 

Tölt in Harmony námskeið

það styttist í Tausta

Trausti Þór Guðmundsson reiðkennari mun halda námskeið í Herði helgina 13 – 15 janúar 2017 fyrir ungmenni og fullorðna.


Töltfimi (Tölt in Harmony) er ekki eitthvað einangrað fyrirbæri eða keppnisgrein. TIH er einfaldlega nafn á ákveðinni „Fílósófíu“ eða aðferðafræði sem hestamaður getur valið sér og sínum reiðhesti/keppnishesti, stefni hugur hans til framfara. Aðferðafræðin styðst við hin „klassísku þjálfunarstig“ og felur þannig í sér að gott samband manns og hests verði, og að reiðmaðurinn nái stjórn á andlegu sem og líkamlegu jafnvægi, sem og orku og orkuflæði hestsins.

  • Niðurstaðan hvað knapann varðar getur orðið:
    • Aukinn skylningur
    • Yfirvegaðri og einbeittari reiðmennska
    • Nákvæmari og léttari ábendingar
    • Betri stjórn í gegnum sætið
    • Tök á kerfisbundinni uppbyggingu hests og knapa
  • Niðurstaðan hvað hestinn varðar getur orðið:
    • Betri líðan og andlegt jafnvægi
    • Hreinni gangtegundir á öllum hraða
    • Aukin mýkt og fjaðurmagn
    • Aukinn skilningur og betra gegnumflæði ábendinga
    • Aukin virðing fyrir þjálfara

Námskeiðið kostar 25.000 krónur og lágmarksþátttaka eru 10 nemendur.

Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Kveðja

Fræðslunefnd Harðar

Áramótarreið Harðarmanna

Hin árlega áramótareið Harðar verður á gamlársdag milli klukkan 12.00 og 15.00 í Varmadal. Veitingar eru að venju í boði Harðar til klukkan 15.00. Því mælum við með að fólk verði komið í Varmadal milli 12 og 12.30. 

Í leiðinni viljum við þakka Nonna og Haddý fyrir að sýna okkur alltaf frábærar móttökur á þessum síðasta degi árs. 

Stjórnin 

Lyklar af reiðhöll

Ágæti félagsmaður

Hér kemur gjaldskrá reiðhallarinnar fyrir árið 2017

Lykill 1 - Heill dagur kostar 15.000 kr á mánuði / 60.000 kr árið.

Lykillinn er opinn frá kl. 8.00-23.00

 Lykill 2 - Hálfur dagur kostar 3.500 kr á mánuði / 12.000 kr árið.  

Lykillinn er opinn frá kl.16.00-23.00

 13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa jafnframt að vera í fylgd forráðamanns.

Ef þú vilt endurnýja áskrift þína eða fá lykil þarftu að hafa samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 849 8088 (Oddrún) og láta vita hvaða áskriftarleið þú vilt fá. Lykillinn verður þá opnaður og greiðsluseðill sendur í heimabankann. Nauðsynslegt er að greiða seðilinn fyrir eindaga að öðrum kosti verður honum lokað.

Einnig viljum við minna á að ÖLL einkakennsla á reiðsvæðinu í höllinni er bönnuð. Hægt er að panta hálfa höllina fyrir einkakennslu. Virðum þetta kæru félagar.

 

Jólakveðja

Kæru Harðarmenn

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum samveruna á árinu sem er að líða.

Kveða stjórn Harðar

Námskeið æskulýðsnefndar 2017

Ágætu félagar !


Inná linknum hér hægra megin undir námskeið æskulýðsnefndar má finna þau námskeið sem verður boðið uppá í vetur hjá æskulýðsnefnd. 


Öll námskeiðin eru birt með fyrirvara um næga þátttöku og endanlegar dags og tímasetningar munu koma inn milli jóla og nýjárs. Einnig verður hægt að skrá sig þá.

 

Hér má finna slóðina: http://hordur.is/index.php/namskeid-aeskulydsnefndar