Námskeið 2018
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Laugardagur, desember 09 2017 20:51
- Skrifað af Sonja
Námskeið 2018
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.
SÍÐASTI SKRÁNINGADAGUR ER LAUGARDAGUR 6.JANÚAR!
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Knapamerki Námskeið
Knapamerki 1
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geta teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geta farið á og af baki beggja megin
- Kunna rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geta setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geta framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geta skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi áseta)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Kennt verður einu sinni í viku 8 verklegir (með prófi) og 2 bóklegir tímar, aldurstakmark er 12 ára
Kennari : Oddrún Sigurðardóttir
Kennt er á þriðjudögum kl 16:00 – 17:00, námskeiðið byrjar 16. janúar 2018
Verð: Börn/Unglingar/Ungmenni 18.500 krónur með prófi og skírteini
Verð: Fullorðnir 20.000 krónur
Knapamerki 3
- Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
- Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
- Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
- Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
- Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
- Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni
- Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Kennt verður 1-2x í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum/föstudögum, 20 verklegir tímar með prófi og skírteini
Kennari : Sonja Noack
Námskeiðið byrjar 09. janúar 2018
Verð: Börn/Unglingar/Ungmenni 38.000 krónur
Verð: Fullorðnir 43.000 krónur
Knapamerki 4
- Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins
- Hafa nákvæmt og næmt taumhald
- Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi
- Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki
- Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi
- Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi
Kennt verður 1-2x í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum/föstudögum,
22 verklegir tímar með prófi og skírteini
Kennari : Sonja Noack
Námskeiðið byrjar 09. janúar 2018
Verð: 39.000 krónur
Knapamerki 5
- Hafa mjög gott vald á öllum ásetum og kunna að beita þeim rétt við þjálfun hestsins
- Geta notað sér reiðvöllinn og fjölbreyttar reiðleiðir markvisst við þjálfun hestsins
- Hafa vald á gangtegundaþjálfun og geta riðið allar gangtegundir nema skeið
- Hafa gott vald á hraðastjórnun og gangskiptingum
- Geta látið hestinn stækka og minnka rammann, á feti og brokki
- Hafa vald á æfingunum Opnum sniðgangi (á feti) og að láta hestinn ganga aftur á bak
- Geta framkvæmt réttar gangskiptingar í jafnvægi
- Knapi og hestur í andlegu og líkamlegu jafnvægi
Kennt verður tvisvar sinnum í viku, 23 verklegir tímar með prófi og skírteini
Kennari : Súsanna Sand Ólafsdóttir
Kennt er á mánudögum kl 19-21 (2 hópar) og miðvikudögum kl 16-18 (2 hópar), námskeiðið byrjar 15. Janúar 2018
Verð: 43.500 krónur
Pollanámskeið – teymdir- 6 skipti
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Kennari og dagsetningar eru ekki komin í ljós. Byrjar líklegast í byrjun / miðjan febrúar.
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í senn
Verð: 2.000 kr
Pollanámskeið – ekki teymdir – 6 skipti
Fyrir þá sem eru tilbúnir að byrja að stjórna sjálfir. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og stjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir.
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Kennari og dagsetningar eru ekki komin í ljós. Byrjar líklegast í byrjun / miðjan febrúar.
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í senn
Verð: 2.000 kr
Almennt reiðnámskeið 8 – 10 ára, 6 skipti
Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka.
Farið verður í:
- Ásetu og stjórnun.
- Reiðleiðir og umferðarreglur í reiðhöllinni.
- Umgengni við hestinn og almenn öryggisatriði.
- Nemendur læri að þekkja gangtegundirnar.
Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn. Leikir og þrautir á hestbaki.
Ef lítil þátttaka verður í námskeiðið, þá ætlum við að sameina námskeiðið með eldri krökkunum.
Kennari Hinrik Þór Sigurðsson.
Kennt einu sinni í viku á fimmtudögum, kl 17 eða 18, 6 skipti
Dagsetningar:
11. janúar
18. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15. febrúar
08. mars
Verð: 9.500 kr
Almennt reiðnámskeið 11 - 14ára, 6 skipti
Almennt reiðnámskeið fyrir alla krakka 11 - 14 ára. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins, að þekkja gangtegundir og gangskiptingar. Leikir og þrautir á hestbaki.
Ef lítli þátttaka verður í námskeiðið þá ætlum við að sameina námskeiðið með yngri krökkunum.
Kennari Hinrik Þór Sigurðsson.
Kennt einu sinni í viku á fimmtudögum, kl 17 eða 18.
Dagsetningar:
11. janúar
18. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15. febrúar
08. mars
Verð: 9.500 kr
Töffarar – Fjörnámskeið - 6 tímar
Fjörnámskeið fyrir hressa stráka á aldrinu 10 til 12 ára. Hópefli, kjarkur og þor. Gleðin í fyrirrúmi.
Kennt í 6 skipti á mánudögum kl 17
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
Námskeið byrjar 15. janúar 2018
Verð: 11.500 kr
Keppnisnámskeið
- Hluti (11. janúar – 22. mars) Í fyrsta hluta keppnisnámskeiðsins verður áhersla lögð á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð og hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum. Kennslan fer fram í litlum hópum 2 knapar saman í 40 mín í senn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi í upphafi tímabilsins og eftir þörfum á kennslutímabilinu. Markmið 1. hluta námskeiðsins er að knaparnir setji sér persónuleg markmið og öðlist þekkingu á þjálfun og æfingum til þess að undirbúa keppnishest sinn og sjálfa sig eins vel og kostur er.
Dagsetningar 2018, 1. hluti, verkleg kennsla, 8 tímar:
11.janúar
18. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15. febrúar
08. mars
15. mars
22. mars
- Hluti (5. apríl – 31. maí) Í öðrum hluta námskeiðsins verður farið meira í undirbúning fyrir keppni, farið er að velja greinar sem henta hverju pari og hugað að verkefnum tengdu því. Þegar fer að vora og veður leyfir færist kennslan að hluta til út á keppnisvöllinn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi í upphafi tímabilsins og eftir þörfum þegar nær dregur keppni. Markmið 2. hluta námskeiðsins er að knaparnir öðlist þekkingu á þeim aðstæðum sem keppni í hestaíþróttum býður upp á, geti sett upp upphitun sem hentar hverju pari fyrir sig, stjórn á hugarfari í keppni og geti sett upp verkefni sem riðið er í keppni.
Dagsetningar 2018, 2. hluti, verkleg kennsla, 5 tímar plús mótsstuðningur:
april
- 12. apríl
03. maí
10. maí
31. maí
Aðstoð við Íþróttamót Harðar 4.-6. maí og Gæðingamót Harðar 1.-3. júni, nánari fyrirkomulag fylgir síðar.
Ef mikil skráningverður, áskilur æskulýðsnefnd sér rétt til breytinga á kennslufyrirkomulaginu
Kennari: Hinrik Sigurðsson reiðkennari Þjálfari stigs 2 hjá ÍSÍ.
Verkleg kennsla hefst fimmtudaginn 11. janúar, en fyrirlestur 4. janúar í Harðarbóli kl 18-19 er innifalinn í fyrsta hluta námskeiðsins.
Fyrri hluti 11. janúar til 22. mars – verð 24.500 kr
Seinni hluti 4. apríl – 31. maí – verð 22.500 kr
Námskeið fræðslunefndar
Almennt reiðnámskeið Fræðslunefndar
Farið verður í grunnatriði þjálfunar. Fimiæfingar, form og burður. Þjálfun gangtegunda og jafnvægi knapans.
Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl 16:00
Námskeiðið byrjar 15. janúar 2018
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 16.900 kr
Vinna í hendi – 6 skipti
Fjallað verður um mismunandi leiðir til að vinna við hendi. Lögð verður áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi, líkamsbeitingu, sveigjanleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn á yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Ætlunin er að nemendur öðlist meiri þekkingu á jafnvægi hestsins og geti notfært sér nýjar þjálfunaraðferðir til að stuðla að fjölbreytni í þjálfun. Sýnikennsla og verkleg kennsla krydduð með fróðleiksmolum gefa nemendum góðan skilning og innsýn í aðferðir.
Kennt í 6 skipti á þriðjudögum kl 19, hámarksfjöldi 5 manns
Námskeiðið byrjar 16. janúar 2018
Kennari verður Fredrica Fagerlund.
Verð: 13.900 kr
Stæl gæjar - Karlatöltnámskeið 6 skipti.
Námskeið hugsað fyrir karlmenn. Þarfstu að bæta töltið í hestinum þínum? Er hann stundum skeiðlaginn eða er hann alltaf að detta í brokk? Þarftu að bæta hæga töltið eða vantar meira rými? Þetta eru allt allgeng vandamál, sem hægt er að laga. Komdu á námskeið og ég hjálpa þér að gera hestinn þinn enn betri.
Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl.18.
Námskeið byrjar 15. janúar 2018
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
Verð: 16.900 kr
Einkatímapakki
Námskeiðið sérsniðið að þörfum hvers og eins. Hentar hestum og knöpum á öllum aldri og öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 5 skipti og verður skipt milli daga og kennara eftir skráningu og laus reiðhöll. Timasetningar er samkomuatriði milli nemenda og kennara. Auðveldast að koma að fyrir/um hádegi eða seinni partinn á föstudag.
Kennarar:
Susanna Sand Ólafsdóttir
Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 24.900 kr
Helgarnámskeið með Benedikt Lindal
- og 28. Janúar
- og 11. Febrúar
Þessi námskeið verður auglýst nánar, þegar nær dregur.
Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
- Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.