Heldri hestamenn og konur - Aðventukvöld

Heldri hestamenn og konur 🐎
bjóða núverandi og fyrrverandi félögum í Hestamannfélaginu Herði 60 ára og eldri að taka þátt í 
Aðventukvöldi
í Harðarbóli
🌲🌲🌲
Fimmtudaginn 14. desember.
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl. 19:30
🍽
Þriggja rétta jólakvöldverður
Forréttur:
Einiberjagrafinn lax með eðalsósu
Aðalréttur:
Svínahamborgarhryggur með tilheyrandi meðlæti
Eftirréttur:
jólagrjónagrautur, kaffi og konfekt
🍷
Opinn bar og drykkir seldir á kostnaðarverði.
Þeir sem vilja geta komið með sína drykki.
Hátíðardagskrá:
Helgi Sigurðsson og Alli Rúts
 kynna nýju bókina um Alla.
Karlakór Kjalnesinga mætir á svæðið og gleður okkur af sinni alkunnu snilld.
 
Hákon formaður Harðar mætir með gítarinn🎸
Verð kr. 4000 (posi á staðnum)
Tilkynnið þátttöku hjá Sigríði á netfangið : This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)" rel="noreferrer">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma:896-8210
í síðasta lagi á hádegi sunnudaginn 10. des.
Mikilvægt er að láta vita hvort sem þið mætið
 eða mætið ekki.
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur í 
jólaskapi
🌲🌲🌲
Lífið er núna - njótum þess

Varðandi Reiðhöllinni

Ath. Varðandi Reiðhöllinni.
Í þessari viku verður loftræstikerfi sett upp í reiðhöllinni. Af því verður nokkuð rask, en kerfið verður sett upp í tvennu lagi og ætti því annar helmingurinn alltaf að vera laus.
Þó gæti verið truflun fyrir notendur hallarinnar og biðjumst við velvirðingar á því. Notendur eru beðnir um að sýna þessu skilning.

Stjórn Harðar

Varðandi Reiðhöllinni - Uppfærsla

Ath. Varðandi Reiðhöllinni.
Í þessari og næstu viku (til 10des) verður loftræstikerfi sett upp í reiðhöllinni. Af því verður nokkuð rask, en kerfið verður sett upp í tvennu lagi og ætti því annar helmingurinn alltaf að vera laus.
Þó gæti verið truflun fyrir notendur hallarinnar og biðjumst við velvirðingar á því. Notendur eru beðnir um að sýna þessu skilning.

Stjórn Harðar

Töltgrúppa Harðarkvenna 2018

Kennslufyrirkomulag TG verður með breyttu sniði í vetur 2018. Meira verður lagt upp úr reiðkennslu og að ná meira til hvers knapa persónulega, ég mun leggja áheyslu á samspil ábendinga, ásetu og hreinleika gangtegunda. Munsturprógram verður æft í hóptímum einu sinni í mánuði og á stóruæfingunni á Sunnudögum. 2 sinnum yfir tímabilið verður opin æfing (gestum boðið).

Samsýning TG 1 mai 2018. Samsýningin mun verða styrktarsýning eins og 2017

Námskeið byrjar miðvikudag 3Janúar2018 með fyrsta 6 hópana.

Kennslufyrirkomulag
- Reiðkennsla 4 saman í hóp, kennt á miðvikudögum, hver hópur fær 2 tíma í mánuði.
- 5 hvern miðvikudag kennt í stærri hóp þar sem prógram verður æft, fyrsta æfing 31 jan.
- stór æfing, allar saman á sunnudögum kl 17

Verð 45000, möguleiki að skipta greiðslum niður, hafið samband í email eða einkaskilaboð.

Skráning: skraning.sportfengur.com (svo ýta á "námskeið")

ATH: SKRÁNINGAFRESTUR ER 15.DESEMBER 2017

Vertu með 

Upplýsingar Aðalfundur Harðar

Aðalfundur Harðar var haldinn 22. nóv sl.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.  Ársreikningur og skýrsla stjórnar verða birt á heimasíðu félagsins. 

Stjórnin hefur skipt með sér verkum en í stjórn sitja: 

Hákon Hákonarson formaður,
Anna Lísa Guðmundsdóttir,
Erna Arnardóttir ritari,
Gígja Magnúsdóttir,
Gunnar Valsson,
Haukur Níelsson,
Kristinn Már Sveinsson,
Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri og
Rúnar Guðbrandsson.

 

 

Fyrirlestur / Sýnikennsla Benedikt Líndal tamningameistari FT

Hestakvennafélagið Djásnin

í samstarfi við hestamannafélagið Hörð kynna:

Reiðmennska er ekki geimvísindi!

Benedikt Líndal tamningameistari FT verður með fyrirlestur og svo sýningu í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ, laugardaginn 18. nóvember klukkan 16:00. 

Aðgangseyrir er 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri.  Boðið verður upp á kaffi.

Erum við að flækja hlutina of mikið?  Benedikt ætlar að segja og sýna okkur hvernig við getum komist í samband við léttleikann og ánægjuna í hestamennskunni og hvaða leiðir hægt er að fara að því markmiði. Hann verður með hross á ýmsum stigum þjálfunar, ólíkar hestgerðir og sýnir í raun hvað rétt uppbygging og einföld nálgun getur skipt miklu máli.

Benedikt Líndal er hestamönnum af góðu kunnur, tamningameistari FT og hefur lagt stund á kennslu, þjálfun og tamningar bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstýr í áratugi.  Hann hefur gefið út fræðsluefni og hannað reiðtygi svo eitthvað sé nefnt.  Þess má geta að til stendur að Benedikt verði með reiðkennslu í vetur hjá Herði. 

Kynningarfundur Töltgrúbbunnar fyrir veturinn 2018

Á fundinum verður farið yfir út á hvað töltgrúbban gengur og breytt fyrirkomulag fyrir veturinn 2018. Allar konur eru velkomnar og ég mun taka á móti nýjum hugmyndum og reyni að vinna jákvætt út frá þeim.

Fundurinn verður haldin á miðvikudaginn 29.11. Kl 20 í anddyrinu í Reiðhöllinni Harðar.

Kveðja Ragga Sam

Frumtamningar námskeið á Skáney í desember

Frumtamningar námskeið á Skáney í desember.

Markmið námskeiðsins er að tryppið sé gert reiðfært,teymist á hesti og lagður
góður grunnur að áframhaldandi þjálfun.

Helgarnar . 1-3 des, 8-10 des og 15-17 des..

Kennarar: Randi Holaker og Haukur Bjarnason
Verklegt: Föstudagur 1 kennslustund, laugardagur 2 kennslustudir og
sunnudagur 2 kennslustundir
Námskeiðið samanstendur af:
Bóklegt x 3 skipti
Sýnikennsla x 3 skipti
Verklegar kennslustundir x 15 skipti
Innifalið í námskeiði er: kennsla, aðstaða, hesthúspláss og hey, matur/kaffi
laugardag og sunnudaga.
Verð: 65.000 þúsund

Hægt verður að leiga sér pláss á staðnum fyrir tryppið á milli helga gegn vægu
verði. Upplagt að nýta sér aðsöðunna til þjálfunar og tamninga á milli
námskeiðshelga.
Hægt verður að leigja sér gistingu á staðnum yfir helgarnar.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 8445546/8946343

Knapamerki Viðurkenningar

Viðurkenningar fyrir knapamerki eru komnar í hús og fengu þáttekendur afhent í bóklegt tíma. Gaman að seigja frá því að við erum með metþáttöku í knapamerki 5 núna enn það eru 8 þátttakendur.