Íþrótttamót Harðar 2017

Íþróttamót Harðar verður haldið á Varmárbökkum helgina 19. -21.maí 2017. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum í eftirfarandi flokkum:

Meistaraflokk 
1.flokkur
2.flokkur  
Ungmennaflokkur
Unglingarflokkur 
Barnaflokkur

100m skeið



Skráningargjaldið er í hringvallargreinarnar  3000kr í barna og unglingaflokk og 4500kr í fullorðinsflokka. Við hlökkum til að sjá sem flesta í Mosfellsbænum og lofum við góðri skemmtun. 

Skráning er http://skraning.sportfengur.com/

Skráningu lýkur þann 17. maí.

Skráning telst ekki gild nema að greiðsla hafi borist

Mótanefnd áskildur sér þann rétt að fella niður eða sameina í flokka ef ekki næst næg skráning

 

Kær Kveðja Mótanefnd Harðar

Firmakeppni úrslit

Firmakeppni Harðar

Á sunnudaginn var firmakeppni Harðar haldin í blíðskaparveðri. Þökkum við öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur og dómara mótsins Sævari Leifssyni.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Pollar:

  • v Jóhannes Ari Hansen Hugmynd frá Grenjum
  • v Ása María Hansen Skari
  • v Guðlaugur Benjamín Kristinsson Björk
  • v Oliver Már Torfason

Barnaflokkur:

  1. Aníta Eik Kjartansdóttir Lóðar frá Tóftum  / Forum lögmenn ehf
  2. Natalía Ósk Mirra frá Mosfellsbæ / Super Jeep
  3. Stefán Atli Stefánsson Völsungur frá Skarði / Tort ehf

Unglingaflokkur:

  1. Magnús Þór Kvistur frá Skálmholti / Járn og Blikk
  2. Agnes Sjöfn Reynirsd Rún frá Naustanesi / Verslunartækni
  3. Melkorka Gunnarsdóttir Ymur frá Reynisvatni / Dýraspítalinn Víðidal
  4. Jóhanna Lilja Kvistur frá Strandarhöfði / Lögmannsstofa Halldórs Birgissonar
  5. Viktoría Von Tónn frá Móeiðarhvoli / Hrímnir Hnakkar ehf

Ungmennaflokkur:

  1. Erna Jökulsdóttir  / Eysteinn Leifsson ehf
  2. Lara Alexia Ragnarsdóttir Ra frá Marsteinstungu / Ísspor
  3. Erla Dögg  / SS Gíslason ehf
  4. Rakel Anna  / Flekkudalur ehf

Konur 2:

  1. Lilja Dís Kristjánsdóttir Strákur frá Lágafelli / Varmidalur
  2. Bryndís Ásmundsdóttir  / Orka ehf
  3. Þóra Guðrún  / Hringdu ehf

Konur 1:

  1. Hrafnhildur Jóhannesdóttir  Jökull frá Hofstöðum / Margretarhof
  2. Ólöf Guðmundsdóttir Tenór frá Hestasýn  / Rekstarsýn
  3. Halldóra Sif Guðlaugsdóttir Tinni frá Laugarbóli / Hrísdalshestar

Karlar 2:

  1. Kristján Nikulásson Rán frá Hólum / Klöpp
  2. Ragnar Aðalsteinsson Klerkur / Polyhúðun
  3. Gunnar Valsson Geisli / LG flutningar

Karlar 1:

  1. Alexander Hrafnkelsson Gná frá Grund   / Hestasýn
  2. Kristinn Már Ósvör frá Reykjum / Ólafshagi
  3. Gylfi Freyr Albertsson Bjarmi frá Hólmum / Koltusey
  4. Kristinn Karl Beitir frá Gunnarsstöðum / RBT bókhaldsþjónusta
  5. Vilhjálmur Þorgrímsson Gestur frá Útnyrðingsstöðum / Stjörnublikk

Heldri menn og konur:

  1. Hinrik Gylfason Sólon / Smíðavellir ehf
  2. Þorsteinn Aðalsteinsson  / Tryggingarvaktin
  3. Grettir Guðmundsson  / Hestamennt
  4. Þröstur Karlsson  / Bricmco ehf

Kveðja

Stjórn Harðar

Formannsfrúarreið Harðarkvenna 2017

Formannsfrúarreið Harðarkvenna 2017 
Laugardaginn 13. maí
Sælar stelpur. Skráning er hafin í FORMANNSFRÚARREIÐINA 2017 
Í ár verður riðið frá SÖRLA í Hafnarfirði og heim í Mosó. Skipulag dagsins verður eftirfarandi:
Við söfnumst saman í NAFLANUM kl.10:00, TILBÚNAR með öll reiðtygi og pakkaða hnakktösku.
Þar verður boðið upp á brjóstbirtu bæði styrkta og óstyrkta áður en lagt verður af stað með rútu í Sörla. 
Lilla verður farastjóri. Ferðin er 25 km. Þær sem ætla ríða alla leið þurfa tvo þjálfaða hesta hver. Gott stopp verður í Kransinum við Elliðavatnsbrúna, þar fáum við kaffi, brauð, kakó og kruðerí. Í þessu stoppi er tilvalið að skipta um hest. 
Áætluð heimkoma er um kl. 18:00 og þá göngum við frá hestunum og hittumst í Harðarbóli í fordrykk og skálum fyrir okkur og góðum degi. Síðan er boðið upp á glæsilegan kvöldverð og skemmtun þar sem við syngjum og tröllum saman. Hver kona sér um drykkjarföng fyrir sig með- og eftir mat.
Þær konur sem ætla með greiða kr. 12 þús inná reikn: 0701 26 11201 kt. 010959-5279. 
INNLEGG Á REIKNING TELST SKRÁNING Í FERÐINA ( Kristín Halldórs heldur utan um skráninguna)
Hver kona sér um að koma sínum hesti í Sörla. Bjössi er búin að taka morgunin frá fyrir þær sem vilja láta flytja hesta fyrir sig. Hann tekur 2000 kr fyrir hestinn. Annars reynum við að hafa samráð með flutninga í kerrum.

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

ATHUGA VEL JÁRNINGAR Á HESTUM!
Það er gott að gefa hestunum vel að éta kvöldinu áður og snemma að morgni ferðadags. Við klæðum okkur eftir veðrinu, sem getur verið ansi fjölbreytt yfir heilan dag. Auka taumur, skeifa, baggabönd, nammi fyrir hestinn, vatnsflösku og lítinn pela með brjóstbirtu, ef það verður kalt á leiðinni 
 Það verður eitt stórt kaffistopp við Elliðavatn, þar sem verður boðið upp á GOTT KAFFI OG MEÐLÆTI ?
En annars er prógrammið eins og áður:
Það er mikilvægt að hver kona hugsi fyrir öllu sem hún þarf fyrir ferðina og sé sjálfbær. Eins og vitað er, er Lilla fararstjóri og stjórnar reiðinni, ríður fremst og við fylgjum 3-4 hestlengdum á eftir henni. Riðið er á ferðahraða og mikilvægt að fylgja hópnum. Lilla ræður hvar er áð og hve lengi. Þegar við áum hugum við strax að hesti og reiðtygjum, pissa, borða og gera klárt það sem þarf að laga áður en lagt er af stað næst og slappa svo af, þangað til Lilla kallar JÆJA, því næsta kall verður, HNAKKUR, þá þurfa allar konur að stíga á bak, það er tillitslaust að láta stóran hóp bíða eftir sér. Þetta er allt okkur til þæginda, svo við komum til baka á þokkalegum tíma, því leiðin er um 25 km og við viljum ekki vera lengur en 5 tíma á leiðinni. Þetta verður æði stelpur?

Bestu kveðjur, Kristín K, Kristín H og Lilla

Firmakeppni 2017

Minnum á !!!!

 

Firmakeppni Harðar 2017

Hin árlega Firmakeppni Harðar verður Haldin að Varmárbökkum þann 7 maí næstkomandi kl. 13.00.  

Skráning verður í félagsheimili Harðar kl 11.30-12.30. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: 

pollaflokki 

barnaflokki

unglingaflokki

ungmennaflokki

konur 1 og 2

karlar 1 og 2

heldri menn og konur

opinn flokkur

Fyrikomulag keppninnar: 

Keppni polla og barna fer fram inná á hringvellinum 

Keppni í öðrum flokkum er á beinnu brautinni.

Farið eftir leiðsögn þular hæg og frjáls ferð. 

Keppendum er frjálst að velja gangtegund (tölt, brokk eða skeið.)

Verðlaunaafhending verður í vöfflukaffi í Harðarbóli eftir að móti lýkur.

 

Kveðja

Stjórn Harðar

Kótilettukvöld Harðar

Senn líður að kótilettukvöldinu okkar hjá hestamannafélaginu Herði sem verður haldið 6.maí í Harðarbóli. Hvetjum Harðarfélaga til að taka með sér gesti. 
Miðar verða seldir í Harðarbóli miðvikudagskvöldið 3.maí milli klukkan 19-21 eða senda mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og leggja inná reikning 549-26-4259 kt. 650169-4259 og senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Miðaverð er 3.500,-
Húsið opnar kl.19.00 og borðhald hefst kl.19.30.
Matur: Kótilettur "ala mamma", rauðkál, grænar baunir og rabbabarasulta. Niðursoðnir ávextir og rjómi.
Veislustjórn, fjöldasöngur.
Þetta er hátíð sem enginn má missa af.
Kveðja stjórn Harðar

Sýnikennsla í reiðhöll Harðar

Þann 28. apríl verður sýnikennsla með frábærum knöpum í Meistaradeildinni. 
Knapar úr liði HRÍMNIS / EXPORT HESTA verða með sýnikennslu til styrktar Fræðslunefnd Harðar.
Helga Una Björnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir munu sýna listir sínar og veita góð ráð í reiðmennsku. Þema sýningarinnar er þjálfun reiðhesta með áherslu á gangtegundir. Eftir sýninguna gefst tækifæri til að spjalla. 

Sýnikennslan verður í reiðhöllinni í Mosfellsbæ.
Húsið opnar kl: 19:00
Þetta er einstakt tækifæri til að fá góð ráð hjá þessum þremur frábæru knöpum og sjá þau að störfum. Kennd verður m.a. einföld tækni sem auðvelt er að tileinka sér til að bæta hestinn sinn.

Eftir sýnikennsluna verður aðstaðan og sérútbúnu hnakkarnir til sýnis og hægt verður að spyrja spurninga og fræðast nánar um starfið sem Fræðslunefnd Fatlaðra býður uppá. Það verður sjoppa á staðnum sem mun selja gos, bjór, kakó og með því ásamt ljúffengu súpunni hennar Fríðu. Svo verður gítarstemning og fjör eftir sýninguna. Miðaverð 1500 kr. 

Hlökkum til að sjá ykkur, Fræðslunefnd fatlaðra og Hrímnir / Export hestar.

Fáksmenn í heimsókn

Kæru félagar
Næstkomandi laugardag bjóðum við Fáksmönnum heim og ætlum að vera með kökuhlaðborð í reiðhöllinni. Óskum við því eftir veitingum kæru félagar eins og við höfum gert undanfarin ár til að vera með á hlaðborðinu.
Hægt verður að koma með veitingarnar í reiðhöllina á laugardagsmorgninum.

Keppnisnámskeið æskulýðsnefndar Harðar /framhald

Keppnisnámskeið framhald

4 maí næskomandi mun seinni hluti keppnisnámskeiðs æskulýðsnefndar hefjast.

Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum í 20 mín einkatímum, tímasetning auglýst síðar.

Kennslan mun fara mest fram út á hringvelli félagsins.

Kennari er Fredrica Fagerlund

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu, mest einkatímar til að ná því besta fram í hverjum knapa og hesti.  

Námskeiðið er fyrir börn 10 ára og eldri sem stefna að þátttöku í keppni, reynsla æskileg

Verð 19.000,-

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

  1. Velja námskeið. 
    2. Velja hestamannafélag (Hörður).
    3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
    4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
    5. Setja í körfu. 
    6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

Námskeiðið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku