Bókleg kennsla í knapamerkjum haustið 2017

Hestamannafélagið Hörður býður uppá bóklega knapamerkjakennslu í haust. Lágmarks þátttaka er fjórir á hverju stigi. Kennari er: Sonja Noack

  • Knapamerki 3. Kennt á miðvikudögum kl. 16:30 – 17:50
  • Kennsla hefst 4. október, 4 skipti
  •  
  • Knapamerki 4. Kennt á miðvikudögum kl. 18:00 – 19:20
  • Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
  •  
  • Knapamerki 5. Kennt á miðvikudögum kl. 19:30 – 20:50
  •  Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
  •  
  • Verð Knapamerki 3 kr. 12.500
  • Verð Knapamerki 4 og 5 kr. 14.500

Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund.

Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og senda þarf staðfestingur á greiðslu á sama netfang. Leggja skal inná þennan reikning:
549-26-2320 og kennitalan er: 650169-4259

Kveðja

Æskulýðsnefnd Harðar

Ef nota á frístundarávísanir hafið þá samband við Oddrúnu, netfang:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

HIN ÁRLEGA HROSSAKJÖTSVEISLA 8-VILLTRA VERÐUR HALDIN 7. OKTÓBER N.K. Í HARÐARBÓLI

Miðasala hefst 16. september. Hægt er að panta miða hjá formanni 8-villtra, með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Pöntunin verður þó ekki tekin gild fyrr en miðar hafa verið greiddir inn á reikning 8-villtra (sjá að neðan upplýsingar um reikning 8-villtra).Athugið, fyrstur kemur, fyrstur fær.

 

Miðaverð aðeins krónur 7.500 og miðinn gildir sem happdrættismiði að venju. Eins og alltaf, mun  ágóði af veislunni verða nýttur til að efla og styrkja hestamannafélagið Hörð.

Reikn.nr.:528-26-254

Kt.:470317-0780

Eigandi:Reiðfélagið 8 villtir

 

Eins og venjulega verður matseðill aldarinnar eftirfarandi:

                    Fordrykkur

                    Forréttur

                    8-villt hlaðborð að hætti Hadda

                    Sérréttur fyrir gikkina

                    Eftirréttur

                    Barinn opinn allan tímann

 

                    Húsið opnar kl. 19:00

                    Veislustjóri verður Samúel Örn Erlingsson

                    Uppistandarinn og skemmtikrafturinn Saga Garðars kemur og kítlar hláturtaugarnar

                    Myndasýning úr ferðum 8-villtra

                    Happadrætti – Ótrúlegir vinningar 

                    Hörkudansleikur fram eftir nóttu undir dyggri stjórn Heiðars Austmanns

Fjallahjólakeppni í Mosfellsbæ

Fjallahjólakeppni mun fara fram í kvöld frá kl 19 til 22 á stígum bæjarnins.
Læt mynd fylgja með leiðunum sem verða hjólaðar og má sjá að hjólreiðakapparinir hjóla líka inná reiðstígana og gott að allir séu meðvitaðir um það.

Gleðilega bæjarhátíð

Ferð 8 villtra

Þann 25.-27. ágúst fara 8 villtir í Þykkvabæinn. Enn eru til örfáir miðar og fyrstur kemur, fyrstu fær. Gist verður á splunkunýju þriggja stjörnu hóteli þeirra Gyðu og Halla að Norður-Nýjabæ, Hótel VOS (www.hotelvos.is). 8 villtir hafa tekið frá öll gistirými á hótelinu þessa helgi. Það eru 18 herbergi á hótelinu, 16 tveggja manna og tvö þriggja manna, samtals rúm fyrir 38 manns. Kostnaður á mann er 36.000 kr. og innifalið í því er eftirfarandi:

  1. Tvær gistinætur (uppábúin rúm)
  2. Tveir morgunverðir (laugardag og sunnudag) og nesti í reiðtúrana
  3. Tveir kvöldverðir (föstudagskvöld og laugardagskvöld)
  4. Hagabeit fyrir hesta (tvær nætur)
  5. Leiðsögn í reiðtúrana

  

SKRÁNING:

Til að skrá sig í þessa frábæru ferð þarf bara að gera eftirfarandi.

  1. Senda Kristjáni Kristjánssyni tölvupóst (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)/eða hringja (825 6372) og gera eftirfarandi:
    1. Gefa upp nafn allra þátttakenda, netfang og síma.
    2. Greiða staðfestingargjald fyrir alla, sem er 10.000 kr. á mann,

inn á eftirfarandi reikning:

  1.          Reikn.nr.: 528-26-254

Kt.: 470317-0780

Eigandi: Reiðfélagið 8 villtir

  1. Athugið að skráningin er aðeins tekin gild, þegar staðfestingargjaldið hefur verið greitt.

Dagskrá og frekari upplýsingar um ferðina:

 

Föstudagur 25. ágúst (fyrir þá sem komast snemma):

15:30 - Kaffisopi og meðlæti við komu.

16:00 - Hestarnir keyrðir út í Háf (milli Sandhólaferju og Háfs).

Hægt er að keyra bílana að hótel VOS og knapar ferjaðir til baka.

17:00 - Riðið frá Háfi og síðan riðið efst í Gljánni að Norður-Nýjabæ / Hótel VOS.  Hestarnir settir út á tún.

19:30 - Kvöldmatur (annað hvort súpa og brauð eða ekta ítalskt pasta og bolognese með heimabökuðu brauði og salati).

..glens, grín og spjall fram eftir kvöldi.

Laugardagur 26. ágúst:

09:00-10:30 - Morgunmatur, hver og einn smyr nesti fyrir sig.

10:30 - Hestar gerðir klárir

11:30 - Í hnakk. Riðið að Gljánni ofanverðri í austur og út á árbakka Ytri Rangár/Hólsá. Þaðan riðið upp bakkana að vestanverðu upp fyrir Djúpós. (fyrirfram er hægt að setja bjór eða snapsa á tveimur til þremur stoppum á leiðinni). Síðan riðið til baka. Þetta er eins hesta reið en leiðin er um 20 km en ekkert upp á fótinn, þægileg leið og mörg stopp.

19:00 - Þriggja rétta kvöldverður.

..glens, grín og spjall fram eftir kvöldi.

Sunnudagur 27. ágúst:

09:00-11:00 - Morgunmatur.

12:00 - Hestar gerðir klárir.

13:00 - Nokkrir möguleikar í boði, en fer eftir þeim sem vilja fara, veðri og vindum... Riðið eftir Gljánni og fyrir neðan Suður-Nýjabæ - riðið út í fjöruna (þ.e. ef gott er í sjóinn en fjaran getur verið varhugaverð ef aldan er mjög stór).  Ath. það er harðbannað að sundríða. Ef fjaran er ekki hentug þá er hægt að ríða í gegnum þorpið og sem leið liggur upp að Kálfalæk og síðan til baka. Leiðin er sandgötur og ósnortin náttura.

.. Heimferð.

Athugið! Miðað er við að þetta sé eins hesta ferð. Það er að sjálfsögðu leyfilegt að taka fleiri hesta með.

Arnar Jónsson Aspar +

Ágætu Harðarfélagar
Eins og flestum er kunnugt þá lést Harðarfélaginn Arnar Jónsson Aspar síðastliðinn miðvikudag. 
Arnar verður jarðsunginn næskomandi föstudag 16 júní í Grafarvogskirkju klukkan 13:00.
Í samráði við fjölskyldu Arnars þá ætluðum við athuga hvort við gætum ekki aðstoðað í formi veitinga fyrir erfidrykkjuna eins og flatkökur með hangikjöti, formkökur, möffins, pizzasnúðar, smurt brauð svo eitthvað sé nefnt.
Hægt verður að koma með veitingarnar í safnaðarheimili Grafarvogskirkju á fimmtudaginn til kl 17 og á föstudagsmorgninum frá kl 9:00. En eins og áður hefur komið fram hér þá hefst athöfnin kl 13:00 
Með fyrirfram þökk

Blessuð sé minning þín Arnar Jónsson Aspar

Álafosshlaupið 2017

Ágæti félagi!!
Í dag kl 18:00 mun Álafosshlaupið byrja. Hlaupararnir munu lenda inná reiðvegi meðfram Hafravatnsvegi um kl 18:20 / 18:30 og tekur um 20 mín fyrir hlauparana að fara í veginn. Biðjum við reiðmenn að taka tillit til þeirra ef þið mættið þeim og óska þeim góðs gengis.