Málþing hjá Einhverfusamtöku
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, mars 16 2018 15:06
- Skrifað af Sonja
Minni á málþingið hjá Einhverfusamtökunum núna á laugardaginn 17.mars um tómstundir - við hjá fræðslunefndinni fatlaðra verðum með stutt erindi um reiðnámskeiðin okkar og hvernig reiðnámskeið sem tómstundir geta haft jákvæð áhrif á fólk á einhverfurófi - Margir verða með fróðlegt innlegg um þetta efni og hvetjum við alla að mæta og kynna sér málið m.a. verða kaffiveitingar og kynningarborð. Þar verða: Gerpla, Íþróttafélagið Ösp, íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, Nexus, Skema, Íþróttasamband fatlaðra, Tónstofa Valgerðar, Spilavinir og Mudo gym-Bláu drekarnir. Fólk getur þá spjallað við fulltrúa frá þessum aðilum.
--
Kær kveðja
Auður
Auður