Fyrirlestur / Sýnikennsla Benedikt Líndal tamningameistari FT

Hestakvennafélagið Djásnin

í samstarfi við hestamannafélagið Hörð kynna:

Reiðmennska er ekki geimvísindi!

Benedikt Líndal tamningameistari FT verður með fyrirlestur og svo sýningu í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ, laugardaginn 18. nóvember klukkan 16:00. 

Aðgangseyrir er 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri.  Boðið verður upp á kaffi.

Erum við að flækja hlutina of mikið?  Benedikt ætlar að segja og sýna okkur hvernig við getum komist í samband við léttleikann og ánægjuna í hestamennskunni og hvaða leiðir hægt er að fara að því markmiði. Hann verður með hross á ýmsum stigum þjálfunar, ólíkar hestgerðir og sýnir í raun hvað rétt uppbygging og einföld nálgun getur skipt miklu máli.

Benedikt Líndal er hestamönnum af góðu kunnur, tamningameistari FT og hefur lagt stund á kennslu, þjálfun og tamningar bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstýr í áratugi.  Hann hefur gefið út fræðsluefni og hannað reiðtygi svo eitthvað sé nefnt.  Þess má geta að til stendur að Benedikt verði með reiðkennslu í vetur hjá Herði. 

Frumtamningar námskeið á Skáney í desember

Frumtamningar námskeið á Skáney í desember.

Markmið námskeiðsins er að tryppið sé gert reiðfært,teymist á hesti og lagður
góður grunnur að áframhaldandi þjálfun.

Helgarnar . 1-3 des, 8-10 des og 15-17 des..

Kennarar: Randi Holaker og Haukur Bjarnason
Verklegt: Föstudagur 1 kennslustund, laugardagur 2 kennslustudir og
sunnudagur 2 kennslustundir
Námskeiðið samanstendur af:
Bóklegt x 3 skipti
Sýnikennsla x 3 skipti
Verklegar kennslustundir x 15 skipti
Innifalið í námskeiði er: kennsla, aðstaða, hesthúspláss og hey, matur/kaffi
laugardag og sunnudaga.
Verð: 65.000 þúsund

Hægt verður að leiga sér pláss á staðnum fyrir tryppið á milli helga gegn vægu
verði. Upplagt að nýta sér aðsöðunna til þjálfunar og tamninga á milli
námskeiðshelga.
Hægt verður að leigja sér gistingu á staðnum yfir helgarnar.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 8445546/8946343

Knapamerki Viðurkenningar

Viðurkenningar fyrir knapamerki eru komnar í hús og fengu þáttekendur afhent í bóklegt tíma. Gaman að seigja frá því að við erum með metþáttöku í knapamerki 5 núna enn það eru 8 þátttakendur.

Drög af stundatöflu/námskeiðum 2018

Hér kemur drög af stundatöflunni / námskeiðar 2018

ATH: Þetta er með fyrirvara um breytingar! Getur breytast eftir því hvernig skráningar verða.

 

Mánudagar

Kl 16 Almennt reiðnámskeið Fullorðnir

Kl 17 Strákanámskeið – Fjörnámskeið

Kl 18 Töltnámskeið Karlmenn

Kl 19-21 Knapamerki 5

 

Þriðjudagar

Kl 16 Knapamerki 1&2

Kl 17 Knapamerki 3

Kl 18 Knapamerki  4

Kl 19 Vinna v/hendi

Kl 20 Bókað höll

 

Miðvikudagar

Kl 16 Knapamerki 5

Kl 17 Knapamerki 5

Kl 18-22 Töltgrúppan

 

Fimmtudagar

Kl 16 Knapamerki  4

Kl 17 Almennt reiðnámskeið krakkar

Kl 18 Almennt reiðnámskeið krakkar

Kl 19 Keppnisnámskeið

Kl 20 Keppnisnámskeið

 

Föstudagar

Kl 17 Knapamerki  3 (2x í mánuði)

Einkatímar og Reiðmaðurinn (1x í mánuði)

Aðalfundur hestamannafélagsins Harðar

Aðalfundur hestamannafélagsins Harðar verður hann haldinn  22 nóvember í Harðarbóli og hefst fundur kl. 20:00.
 
Efni fundarins:
 
1. Hefðbundin aðalfundarstörf
2. Önnur mál
 
Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.
 
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar

Kynning Harðarmanna á stofnun reiðskóla fyrir fatlað fólk

Við hjá Hestamannafélaginu Herði héldum kynningarfund á starfsemi reiðskóla fyrir fatlað fólk mánudaginn 11. september sl. Á fundinum kynntum við reiðnámskeið fyrir fatlaða sem við höfum verið með frá árinu 2010 í reiðhöll okkar Harðarmanna þar sem Björn Gylfason (Bjössi) var settur á bak og svo teymdur um höllina á hesti sínum.

Kynntum við jafnframt hugmynd og framtíðasýn okkar Harðarmanna um fyrirhuguð sérstaks félags um stofnun reiðskóla fyrir fatlað fólk, með aðild allra hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson var heiðursgestur fundarins. 

Nýr starfsmaður Harðar

Sonja Noack hefur tekið við starfi Oddrúnar Ýrar hjá Herði. Hún mun sjá um tölvupóst félagsins, heimasíðu/feisbook, bókun og sölu á lyklum í reiðhöll og skipulag námskeiða svo eitthvað sé nefnd.

Hægt er að ná í Sonju í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Kveðja stjórnin

Óskum eftir nefndarfólki fyrir árið 2018

Ágæti Harðarfélagi
Við í stjórn Harðar óskum eftir sjálfboðaliðum í eftirfarandi nefndir fyrir komandi ár 2018
 
Mótanefnd
Fræðslunefnd
Æskulýðsnefnd
Beitarnefnd
Reiðveganefnd
Veitinganefnd
Bygginganefnd
Fræslunefnd fatlaðra
Árshátíðarnefnd
Heldri menn og konur
 
Við viljum endilega sjá sem flesta með okkur í nefndunum því án ykkar kæru félagasmenn munu þær nefndir sem ekki næst að manna í leggjast í dvala um ókomin tíma.
 
Þeir sem vilja vera með okkur sendið gjarnan skilaboð á feisbook eða sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Kveðja stjórn Harðar
 

Auglýsum eftir reiðkennurum fyrir 2018

Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2018. Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum.

Umsóknir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir nóvember næskomandi.

 

Kveðja stjórn Harðar

Bókleg kennsla í knapamerkjum haustið 2017

Hestamannafélagið Hörður býður uppá bóklega knapamerkjakennslu í haust. Lágmarks þátttaka er fjórir á hverju stigi. Kennari er: Sonja Noack

  • Knapamerki 3. Kennt á miðvikudögum kl. 16:30 – 17:50
  • Kennsla hefst 4. október, 4 skipti
  •  
  • Knapamerki 4. Kennt á miðvikudögum kl. 18:00 – 19:20
  • Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
  •  
  • Knapamerki 5. Kennt á miðvikudögum kl. 19:30 – 20:50
  •  Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
  •  
  • Verð Knapamerki 3 kr. 12.500
  • Verð Knapamerki 4 og 5 kr. 14.500

Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund.

Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og senda þarf staðfestingur á greiðslu á sama netfang. Leggja skal inná þennan reikning:
549-26-2320 og kennitalan er: 650169-4259

Kveðja

Æskulýðsnefnd Harðar

Ef nota á frístundarávísanir hafið þá samband við Oddrúnu, netfang:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.