- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 07 2017 10:08
-
Skrifað af Sonja
Hestakvennafélagið Djásnin
í samstarfi við hestamannafélagið Hörð kynna:
Reiðmennska er ekki geimvísindi!
Benedikt Líndal tamningameistari FT verður með fyrirlestur og svo sýningu í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ, laugardaginn 18. nóvember klukkan 16:00.
Aðgangseyrir er 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri. Boðið verður upp á kaffi.
Erum við að flækja hlutina of mikið? Benedikt ætlar að segja og sýna okkur hvernig við getum komist í samband við léttleikann og ánægjuna í hestamennskunni og hvaða leiðir hægt er að fara að því markmiði. Hann verður með hross á ýmsum stigum þjálfunar, ólíkar hestgerðir og sýnir í raun hvað rétt uppbygging og einföld nálgun getur skipt miklu máli.
Benedikt Líndal er hestamönnum af góðu kunnur, tamningameistari FT og hefur lagt stund á kennslu, þjálfun og tamningar bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstýr í áratugi. Hann hefur gefið út fræðsluefni og hannað reiðtygi svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að til stendur að Benedikt verði með reiðkennslu í vetur hjá Herði.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 07 2017 09:22
-
Skrifað af Sonja
Frumtamningar námskeið á Skáney í desember.
Markmið námskeiðsins er að tryppið sé gert reiðfært,teymist á hesti og lagður
góður grunnur að áframhaldandi þjálfun.
Helgarnar . 1-3 des, 8-10 des og 15-17 des..
Kennarar: Randi Holaker og Haukur Bjarnason
Verklegt: Föstudagur 1 kennslustund, laugardagur 2 kennslustudir og
sunnudagur 2 kennslustundir
Námskeiðið samanstendur af:
Bóklegt x 3 skipti
Sýnikennsla x 3 skipti
Verklegar kennslustundir x 15 skipti
Innifalið í námskeiði er: kennsla, aðstaða, hesthúspláss og hey, matur/kaffi
laugardag og sunnudaga.
Verð: 65.000 þúsund
Hægt verður að leiga sér pláss á staðnum fyrir tryppið á milli helga gegn vægu
verði. Upplagt að nýta sér aðsöðunna til þjálfunar og tamninga á milli
námskeiðshelga.
Hægt verður að leigja sér gistingu á staðnum yfir helgarnar.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 8445546/8946343
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, nóvember 06 2017 14:52
-
Skrifað af Sonja
Viðurkenningar fyrir knapamerki eru komnar í hús og fengu þáttekendur afhent í bóklegt tíma. Gaman að seigja frá því að við erum með metþáttöku í knapamerki 5 núna enn það eru 8 þátttakendur.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 03 2017 11:00
-
Skrifað af Sonja
Hér kemur drög af stundatöflunni / námskeiðar 2018
ATH: Þetta er með fyrirvara um breytingar! Getur breytast eftir því hvernig skráningar verða.
Mánudagar
Kl 16 Almennt reiðnámskeið Fullorðnir
Kl 17 Strákanámskeið – Fjörnámskeið
Kl 18 Töltnámskeið Karlmenn
Kl 19-21 Knapamerki 5
Þriðjudagar
Kl 16 Knapamerki 1&2
Kl 17 Knapamerki 3
Kl 18 Knapamerki 4
Kl 19 Vinna v/hendi
Kl 20 Bókað höll
Miðvikudagar
Kl 16 Knapamerki 5
Kl 17 Knapamerki 5
Kl 18-22 Töltgrúppan
Fimmtudagar
Kl 16 Knapamerki 4
Kl 17 Almennt reiðnámskeið krakkar
Kl 18 Almennt reiðnámskeið krakkar
Kl 19 Keppnisnámskeið
Kl 20 Keppnisnámskeið
Föstudagar
Kl 17 Knapamerki 3 (2x í mánuði)
Einkatímar og Reiðmaðurinn (1x í mánuði)
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Sunnudagur, október 29 2017 10:41
-
Skrifað af Sonja
Aðalfundur hestamannafélagsins Harðar verður hann haldinn 22 nóvember í Harðarbóli og hefst fundur kl. 20:00.
Efni fundarins:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv.
3.gr laga félagsins.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, september 25 2017 23:44
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Við hjá Hestamannafélaginu Herði héldum kynningarfund á starfsemi reiðskóla fyrir fatlað fólk mánudaginn 11. september sl. Á fundinum kynntum við reiðnámskeið fyrir fatlaða sem við höfum verið með frá árinu 2010 í reiðhöll okkar Harðarmanna þar sem Björn Gylfason (Bjössi) var settur á bak og svo teymdur um höllina á hesti sínum.
Kynntum við jafnframt hugmynd og framtíðasýn okkar Harðarmanna um fyrirhuguð sérstaks félags um stofnun reiðskóla fyrir fatlað fólk, með aðild allra hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson var heiðursgestur fundarins.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, október 23 2017 20:59
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Sonja Noack hefur tekið við starfi Oddrúnar Ýrar hjá Herði. Hún mun sjá um tölvupóst félagsins, heimasíðu/feisbook, bókun og sölu á lyklum í reiðhöll og skipulag námskeiða svo eitthvað sé nefnd.
Hægt er að ná í Sonju í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Kveðja stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, september 25 2017 21:55
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Við í stjórn Harðar óskum eftir sjálfboðaliðum í eftirfarandi nefndir fyrir komandi ár 2018
Við viljum endilega sjá sem flesta með okkur í nefndunum því án ykkar kæru félagasmenn munu þær nefndir sem ekki næst að manna í leggjast í dvala um ókomin tíma.
Þeir sem vilja vera með okkur sendið gjarnan skilaboð á feisbook eða sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, október 02 2017 09:00
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2018. Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum.
Umsóknir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir nóvember næskomandi.
Kveðja stjórn Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 13 2017 21:45
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Hestamannafélagið Hörður býður uppá bóklega knapamerkjakennslu í haust. Lágmarks þátttaka er fjórir á hverju stigi. Kennari er: Sonja Noack
- Knapamerki 3. Kennt á miðvikudögum kl. 16:30 – 17:50
- Kennsla hefst 4. október, 4 skipti
-
- Knapamerki 4. Kennt á miðvikudögum kl. 18:00 – 19:20
- Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
-
- Knapamerki 5. Kennt á miðvikudögum kl. 19:30 – 20:50
- Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
-
- Verð Knapamerki 3 kr. 12.500
- Verð Knapamerki 4 og 5 kr. 14.500
Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund.
Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og senda þarf staðfestingur á greiðslu á sama netfang. Leggja skal inná þennan reikning:
549-26-2320 og kennitalan er: 650169-4259
Kveðja
Æskulýðsnefnd Harðar
Ef nota á frístundarávísanir hafið þá samband við Oddrúnu, netfang:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.