Æskan og hesturinn í Víðidal 29. apríl

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin sunnudaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum. 

Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti, Sóta og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00. 

JóiPé og Króli koma einnig fram og flytja nokkur lög. Þessir ungu rapparar hafa slegið öll met og platan þeirra Gerviglingur án nokkurs vafa ein af plötum ársins 2017. 

Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

Sjáumst í Víðidalnum!Æskan og hesturinn 2018 x.jpg

ÖLL REIÐHÖLL LOKUÐ

Öll höll verður lokuð á eftirfarandi timanum í vikunni: 

Fimmtudag 19.april Kl 18-19 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn

Fimmtudag 19.april frá 20:30 : Kátar Konur með stóræfingu

Föstudag 20. april Kl 19-20 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn

Laugardag 21. April Kl 17-19 : Sýnikennslu með Peter DeCosemo

Sunnudag 22.april Kl 12-13 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn

 

 

 

Stefnumótarfundur

Stefnumótunarfundur var haldinn sl laugardag í Harðarbóli.  Fundinum stjórnaði Runólfur Smári prófessor og hestamaður.  
Fyrri hlutann nýttum við í hugmyndir um hvar og hvernig hestamannafélagið væri eftir 20 ár og í seinni hlutanum skiptumst við í 3 hópa og ræddum Umhverfismál - Skipulagsmál - Innra starf.  Margar góðar hugmyndir komu fram og munu þær verða sendar stjórn, sem tekur næstu skref.
Sú vinna verður kynnt á heimasíðu félagsins og öllum félagsmönnum boðið að koma með fleiri hugmyndir.  24 félagar mættu á fundinn.

kv HákonH

Rannsókn á viðhorfum almennings til miðhálendisins

Til þess er málið varðar,

Hér með er vinsamlegast óskað eftir þátttöku félagsmanna Hestamannafélagsins Harðar í rannsókn á viðhorfum almennings til miðhálendis Íslands. 

Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni mínu í Landfræði við Háskóla Íslands. Markmið hennar er að kanna viðhorf almennings á Íslandi til útivistar, ferðamennsku og náttúruverndar á miðhálendinu. Leiðbeinendur mínir og ábyrgðarmenn verkefnisins eru Dr. Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands, og Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.

Til þess að markmið rannsóknarinnar náist er afar mikilvægt að fá svör frá stórum og breiðum hópi íslensks útivistarfólks. Ég bið þig því vinsamlegast að framsenda bréf þetta til félagsmanna í þínum samtökum. Spurningakönnunin, sem samanstendur af um 30 spurningum, er nafnlaus og því verður ekki unnt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Æskilegast er að þátttakendur svari öllum liðum könnunarinnar en þeir geta þó sleppt því að svara einstökum spurningum, kjósi þeir svo.

Rétt er að vekja athygli á því að þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi þar sem eldri rannsóknir á viðhorfum til miðhálendisins hafa fyrst og fremst lotið að erlendum ferðamönnum. Með þátttöku í henni gefst svarendum ekki aðeins kostur á að leggja vísindunum lið heldur einnig að koma skoðunum sínum um stöðu og framtíð miðhálendisins á framfæri.
 
Hægt verður að svara könnuninni í þrjár vikur, það er frá 11. apríl til og með 2. maí 2018. Hér að neðan er hlekkur á könnunina:
 
https://haskoliislands.qualtrics.com/jfe/form/SV_a2IZHPNI3eHOWrj 
 
Gerð verður grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar í meistararitgerð minni sem verður í opnum aðgangi á www.skemman.is, auk þess sem rannsóknin verður kynnt á ráðstefnum og með skrifum í blöð og tímarit.

Kærar þakkir fyrir aðstoðina og bestu kveðjur, Michaël Bishop
(netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Frá Formanni

Að undanförnu hafa verið umræður um graðhesta í hesthúsahverfi.  Hef ekki fundið neinar sérstakar reglur um slíkt, en í 6. gr laga um búfjárhald segir:  

Þar sem sveitarstjórn hefur gert umráðamönnum búfjár skylt að hafa búfé í vörslu skal vera gripheld girðing og ber umráðamaður búfjár ábyrgð á að svo sé.

Eigandi er alltaf ábyrgur fyrir tjóni sem hestur í hans eigu veldur og því er eigandi graðhests ábyrgur ef hesturinn fyljar meri án vilja eiganda merarinnar.  Í sameiginlegum gerðum eða aðliggjandi gerðum er eðiliegast að gera með sér samkomulag um hvenær hægt sé að hafa graðhesta úti og aldrei má skilja þá eftir án umsjár, nema með sérstöku leyfi annarra sem nýta gerðið.  Með gagnkvæmri tillitssemi ætti þetta að vera „lítið“ mál.

kv

HákonH

Sýnikennsla 21April: Hver er lykillinn að réttum höfuðburði, yfirlínu, burði og líkamsbeitngu hests?

Hver er lykillinn að réttum höfuðburði, yfirlínu, burði og líkamsbeitngu hests?

Sýnikennsla laugardaginn 21. Apríl kl. 178-19:00 í Reiðhöll Harðar.  Allir velkomnir.

Peter De Cosemo enskur reiðkennari verður með sýnikennslu í reiðhöll Harðar laugardaginn 21. Apríl kl. 17-19:00. Peter hefur starfað sem reiðkennari í 40 ár og unnið að þjálfun, kennslu og dómsstörfum víða um heim. Hann hefur reynslu af öllum stigum reiðmennskunar og hefur s.l. ár haldið námskeið eða sýnikennslu hérlendis u.þ.b. fjórum sinnum á ári. Hann þekkir því vel til íslenska hestsins og er fengur fyrir Harðarfélaga að fá hann til okkar.

Peter vill að sýnikennslu lokinni gjarnan efna til samræðu við gesti og býður upp á spurningar og svör  yfir kaffibolla eftir sýnikennsluna.

Viðburðurinn er öllum opin og aðgangseyrir er 1.000 krónur.
image002.pngimage001.png

Frá Formanni

Áríðandi áminning um að ganga frá endum á rúlluplasti.

Vegna ömurlegs slys sem varð á hesti í Sörla, sem fældist vegna flaxandi rúlluplasts, biðjum við alla þá sem eiga bagga eða rúllur fyrir utan hesthúsin um að fara yfir alla lausa enda og festa niður. Mikil mildi var að knapi hestsins slasaðist ekki, það hefur bjargað honum að hann er mjög vanur hestamaður. Hesturinn mun hins vegar ekki ná sér að fullu.  

Flaksandi plastendar geta verið stórhættulegir.   

Þetta á ekki síður við um þá sem eiga rúllur og bagga á rúllubaggastæðinu við vesturenda gamla hringvallarins.

Einnig er fólk beðið um að henda eða fjarlæga allt auka drasl sem er fyrir utan hesthúsin, það eru líka slysagildrur.

Á sumardaginn fyrsta verður tiltektardagur á svæðinu og þá er hægt að nýta sér tækifærið og losa rusl í gámana sem verða við reiðhöllina.

kv

HákonH