Frá formanni
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, maí 08 2018 07:30
- Skrifað af Sonja
Helgin var viðburðarrík hjá okkur Harðarmönnum. Þar ber hæst Íþróttamótið með 240 skráningar. Mótið tókst mjög vel þrátt fyrir aðstæður. Tveir barnaflokkar voru færðir inn í reiðhöll á laugardagsmorgninum vegna veðurs, en annars fór mótið fram ýmist í sólskini eða roki og snjókomu.
Mótanefndin stóð með miklum sóma að mótinu, allt gekk smurt þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Úrslit birt jafnóðum FB með myndum. Það er dýrmætt fyrir hestamannafélagið að hafa á að skipa svona áhugasömum og vinnusömum sjálfboðaliðum. Á svona stóru móti þarf margar hendur og féalgið þakkar öllum þeim sem að komu. Formaðurinn lá veikur heima, en Oddur Carl leysti hann af í verðlaunafhendingunum, auk þess að vinna fjórganginn í barnaflokknum. Efnispiltur þar á ferð.
Fáksmenn heimsóttu okkur á laugardaginn og gæddu sér á kjúklingasúpu í Harðarbóli. Þakkir til veitinganefndar sem stóð vaktina alla helgina og sáu um að fæða gesti og gangandi.
kv
HákonH