Frá formanni

Okkar árlega kótilettukvöld var haldið sl laugardag og mættu rúmlega 110 manns.  Kvöldið tókst vel að venju og í ár var safnað fyrir nýrri lýsingu í „gamla“ salnum.  Hagnaðurinn var um 250 þús kr. og má ekki hvað síst þakka öllum þeim sem lögðu fram vinnu – endurgjaldslaust.  Gjaldinu var stillt í hóf, því auk þess að safna fé, er svona viðburður góður fyrir félagsandann.  Þökkum Guðrúnu, Óskari, Ragnhildi, Önnu Lísu, Gígju, Mumma og Hadda kokk fyrir þeirra framlag. 

Tiltektardagurinn gekk vel og grillaðir voru um 130 hamborgarar.  Góð þátttaka í Firmakeppni félagsins.

Orðrómur hefur verið í félaginu um að félagslífið sé dauft um þessar mundir og verð ég að taka undir það.  Frekar dræm mæting hefur veirð á viðburði s.s. árshátíð félagsins, sem var reyndar ein af þeim betri sem undirritaður hefur sótt, en núna mættu aðeins rúmlega 90 manns.  Í Fáksreiðina í fyrra riðu um 11 manns í Fák.  Reyndar var veðrið afburða slæmt.  Í kirkjureið mættu um 15 manns og fleiri dæmi væri hægt að taka.  Veit ekki hvað veldur, en bið hvern og einn að líta í eigin barm.  Góður félagsandi kemur ekki af sjálfu sér, við þurfum að búa hann til sjálf.  Það væri gott að fá ábendingar frá ykkur um fleiri viðburði og betri þátttöku.

Framundan er Miðbæjarreið, Fáksreið og svo verður opið hús 1. maí.  Gott að mæta með börnin og barnabörnin, sem og aðra gesti.  Frítt inn og fullt af skemmtilegum atriðum í boði.  Vöfflusala, kakóg og kaffi.

Lokað æfingamót fyrir yngri Harðarfélaga

Lokað æfingamót fyrir yngri Harðarfélaga og krakka á Harðarsvæðinu verður haldið um kvöldið 1. maí.

Mótið er ætlað fyrir knapa í yngri flokkunum til að fá umsagnir og bæta sig fyrir komandi keppnistímabil. Dómari verður á staðnum og eftir mót verður hægt að hitta hann upp í Harðarbóli til þess að ræða niðurstöðurnar.

Skráning fer fram í gegnum sportfeng og mun kosta 1000kr á hest.

Boðið verður upp á allar helstu greinarnar en það eru ekki riðin nein úrslit.

Skráning mun standa frá föstudeginum 27. apríl til sunnudaginn 29.apríl.

Frábært tækifæri til þess að æfa sig og það er ekkert hægt nema að græða á þessu! Mótanefndin ætlar að nota þetta tækifæri til að keyra sportfeng í fyrsta skiptið og því biðjumst við fyrirfram velvirðingar ef einhver smá töf verður.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Áríðandi tilkynning - Fákreiðin - ATH

Fákreiðin verður nk laugardag, en ekki sunnudag.  Veðurguðirnir lofa blíðu og Fákarar baka eins og enginn sé morgundagurinn.  Lagt af stað frá Naflanum kl 14.  Þau sem taka þátt í Miðbæjarreiðinni geta komið með hesta eftir reiðina á kerrum í Fák, snætt af hlaðborðinu og riðið heim í Mosó.

Nefndin

Íþróttamót Harðar 2018!

Opna Íþróttamót Harðar verður haldið 4.-6. maí næstkomandi í Mosfellsbæ. Skráning verður í gegnum Sportfeng og hefst föstudaginn 27.apríl og lýkur þriðjudaginn 1. maí. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma og biðjum við fólk að virða það. Í yngri flokkana er skráningargjaldið 3500kr og einning í 100, 150 og 200m skeið. Í gæðingaskeið er skráningargjaldið 4000kr og í hinarhringvallar flokkana er skráningin 5500kr. Boðið verður upp á flesta hefðbundna flokka og greinar. Sjoppa verður á staðnum og hvetjum viðsem flesta til að taka þátt! Frekari dagskrá auglýst síðar.31347631_1092321257577245_3789429974310584320_n.jpg

Fáksreið

Nk sunnudag ríðum við í Fák þar sem bíður okkar þeirra margrómaða kaffihlaðborð. 

Lagt af stað frá Naflanum kl 13.00.  Fararstjóri: Gísli á Hrísbrú.

Fín æfing fyrir Landsmótsreið

stjórnin

1. Maí - Dagur Íslenska Hestsins - Opið hús

OPIÐ HÚS á degi íslenska hestsins - Hestamannafélagið Hörður býður bæjarbúa velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum þriðjudaginn 1. maí kl. 15:00.
Boðið verður uppá stutta og fjöruga sýningu, en meðal atriða eru: 
- Atriði félagsins úr sýningunni Æskan og Hesturinn
- Súsanna Sand Ólafsdóttir reiðkennari sýnir ótrúlegt samspil við gæðing sinn
- Kátar konur
- Knapar sem eru að ljúka hæsta stigi Knapamerkja
Að sýningu lokinni gefst gestum kostur á að klappa hestunum og spjalla við knapana. 
Upplýsingabás um starfsemi félagsins verður á staðnum og vöfflusala. Þá verður hægt að kynna sér reiðnámskeið Hestamenntar í sumar. 
Bæjarbúar eru hvattir til að líta við og sjá öflugt starf hestamanna í Mosfellsbæ.31164083_1982711681770030_1002658607717679104_n.jpg31131818_1982711615103370_2172724608157876224_n.jpg

Mótanefnd Harðar: DRÖG AÐ DAGSKRÁ NÆSTU VIKURNAR

DRÖG AÐ DAGSKRÁ NÆSTU VIKURNAR

Mótanefnd kom saman nú á dögunum og töluðum um komandi mót og viðburði. Hérna fyrir neðan eru drög af dagskrá næstu vikurnar, til að halda ykkur keppendum og áhorfendum upplýstum um hvað koma skal:

1. Mai - Æfingamót, þetta er hugmynd af litlu móti þar sem boðið yrði upp á opin flokk í öllum greinum og að loknu móti fengju keppendur umsögn frá dómara um hvað fór vel og hvað mætti bæta. Þetta væri íþróttamót og væri gert til þess að undirbúa m.a. Íþróttamót Harðar, Reykjavíkurmeistaramótið og Íslandsmótið. Þetta gæfi okkur mótanefnd líka möguleika á að keyra nýja dómarakerfið Sportfeng svo að við yrðum undirbúin fyrir stærri mót vorsins.

4.-6. Maí - Íþróttamót Harðar

30. Maí - Fyrri úrtaka fyrir Landsmót

1.-3. Júní - Gæðingamót Harðar, seinni úrtaka fyrir Landsmót

MIÐBÆJARREIÐIN VINSÆLA 28.April

Laugardaginn 28.04. 2018
Engin ætti að láta þennan viðburð fara fram hjá sér, mikill upplifun bæði fyrir þig og hest.
Sameinumst og eigum góðan dag með vinum okkar. 
Tímasett áætlun
• 12:00 Mæting á malarstæði við Læknagarð – knapar á hestum stilla sér upp
• 12:30 Riðið af stað upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju
• 13:00 Uppstilling fyrir framan Hallgrímskirkju, setning og myndataka
• 13:15 Skólavörðustígur – Bankastræti – Austurstæti – Pósthússtræti
• 13:40 Vonarstræti – stoppað við Austurvöll, tónlistaratriði
• 14:00 Tjarnargata – Hljómskálagarður – malarstæði við Læknagarð

Verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Skrúðreiðin vekur gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni og er mikil lyftistöng fyrir mannlífið þar. Skrúðreiðin telur um það bil 150 hesta og jafnmarga menn og í fararbroddi fer fjallkonan í skautbúningi ásamt fylgdarmanni. Á eftir þeim kemur hestvagn og oftar en ekki hefur borgarstjóri, ráðherra og nú síðast forstöðumaður höfuðborgarstofu setið í honum, þó reyndar hafi núverandi borgarstjóri einu sinni komið ríðandi með, sem var að sjálfsögðu toppurinn, enda hann hestamaður sjálfur og hans fjölskylda.

Reiðin hefur stöðvað við Hallgrímskirkju og reiðmenn stigið af baki, hlustað á söng og þar hefur t.a.m. borgarstjóri sett Hestadaga formlega. Á þessum tímapunkti gefst áhorfendum; ferðamönnum og almenningi, kostur á því að koma nær hestunum, klappa þeim og taka myndir. Þetta er vinsælt og margar „sjálfur“ verða til við þessi augnablik.

Síðan er stigið á bak aftur og haldið niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, yfir Lækjargötuna, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og stoppað aftur við Austurvöll. Þar verður lítið tónlistaratriði og aftur er fólki leyft að koma nær, klappa hestunum og hitta reiðmennina, sem eru á öllum aldri, oftar en ekki í íslenskum lopapeysum og brosandi.

Eftir stoppið er haldið af stað Tjarnargötuna og í gegnum Hljómskálagarðinn á stígum og áfram að BSÍ og aftur á byrjunarreit að bílaplaninu við Læknagarð.