Landsmót

Mætum á Landsmæot og styðjum okkar fólk. 
Fimmtudag, Hópreið Harðarfélaga frá Naflanum, hnakkur kl 16.30. Lending í Víðidal ca 18.00. Setningarathöfn mótsins kl 19.30. Aðeins 3 knapar frá hverju félagi mega taka þátt í þeirri reið. Ekki verður tekið frá tjaldsvæði fyrir Harðarfélaga og ekki verið mikil stemming fyrir sameiginlegu grilli. Verði breyting þar á, verður það auglýst sérstaklega.


Stjórnin

Frá formanni

Frá formanni

Flestir eru búinir að sleppa sínum hrossum í sumarbeit og því minni umferð í hverfinu.  Okkar fulltrúar eru þó á fullu að undirbúa sig undir Landsmótið.  Eftir mótið munum verður farið í framkvæmdir í reiðhöllinni og verður henni lokað einhverja daga.  Nánar auglýst síðar.

Hafinn er frágangsvinna við kerrustæðið og hugmyndin er að merkja og leigja út stæði.  Þannig væri hægt að ganga að „sínu“ stæði. 

Á laugardaginn stendur hestaleigan á Laxnesi fyrir þolreið frá reiðhöll Harðar á landsmótssvæðið í Víðdal.  Að sögn þeirra sem til þekkja er mjög gaman að taka þátt í slíkri keppni.  Þolreiðarkeppni er mjög vinsæl erlendis.  Um að gera að vera með – góður reiðtúr - 15 km. 

Félaginu barst ábending um að efni sem borið var á hluta Tungubakkahringsins, væri ónothæft sem yfirborðsefni.  Þessi vegarkafli verður lagfærður næstu daga.  Takk fyrir ábendinguna.

Sjáumst hress á landsmótinu.

Þolreið – lokaútkall

Þolreið – lokaútkall

Síðustu forvöð að skrá sig í þessa skemmtilegu reið.  Þolreið hentar íslenska hestinum vel og vegalengdin er ekki meiri en sem nemur góðum reiðtúr!

skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nefndin

Fósturfjölskyldur óskast

Kæru félagar,

AFS skiptinemasamtökin höfðu samband við okkur og báðu okkur að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri innan okkar vébanda. Samtökin leita hátt og lágt af fósturfjölskyldum fyrir nema sína sem koma til landsins í lok ágúst. Um er að ræða ungmenni á aldrinum 15-18 ára sem vantar heimili annað hvort í nokkra mánuði (3-5 mánuði) eða eitt skólaár (10 mánuði). 

Þessum hestastelpum vantar heimili eru: Lisa og Fritzi 

Lisa er 17 ára og kemur frá höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi. Hún opin, jákvæð, hjálpsöm, glaðlynd og skapandi. Henni finnst gaman í skóla og eru uppáhalds fögin hennar stærðfræði, jarðfræði og líffærafræði. Henni finnst líka gaman að blanda saman raungreinum og fagurfræðum. Hún er mikið fyrir hesta og fékk að kynnast íslenska hestinum í ferðalagi til Íslands með móður sinni. Hana langar að læra íslensku og kynnast íslenskri menningu og náttúru.

 Fritzi er 15 ára á árinu og kemur frá Sviss (Fritzi færi í 10. bekk í grunnskóla). Hún er glaðvær, kurteis og traust. Hún hefur gaman af að hlusta á tónlist og teikna. Hún hefur æft píanó í 6 ár og nýtur þess að æfa sig á píanóinu heima fyrir. Ein af ástríðum Fritzi er hestar og þá íslenskir hestar sem hún hefur riðið síðan 2009. Hún byrjaði að fara á hesta þegar hún var 6 ára og tók "Brevet" sem er útreiðapróf árið 2014. Hún fer með systur sinni í útreiðatúra á hverjum sunnudegi. Fritzi er grænmetisæta en segist vilja geta borðað kjöt og fisk á meðan á dvöl hennar stendur á Íslandi. Fritzi er sjálfstæð og og er vön að hugsa um sig sjálf.

Á þessari síðu http://www.afs.is/fosturfjolskyldur/ eru allskonar upplýsingar um það hvað er að vera fósturfjölskylda fyrir AFS.

Ef þú og þín fjölskylda hafið áhuga á að skoða þetta betur þá getið þið haft samband við mig í síma 552 5450 eða sent mér tölvupóst tilbaka. Hægt er að byðja um nánari upplýsingar um nemana.

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Það er ekki nóg að hesturinn sé í formi, knapinn þarf að vera það líka.

Framlag Mosfellsbæjar til afreksþjálfunar er 10 árskort í íþróttamiðstöðina að Varmá.  
Ætlað fyrir keppnisfólk á öllum aldri.
Þau sem vilja nýta sér þetta sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórnin

Áfram Hörður - Landsmót 2018

A-Flokkur

1 Laxnes frá Lambanesi Reynir Örn Pálmason
2 Hyllir frá Hvítárholti Súsanna Sand Ólafsdóttir
3 Snær frá Keldudal Fredrica Fagerlund
4 Árvakur frá Dallandi Halldór Guðjónsson
5 Stígandi frá Neðra-Ási Elvar Einarsson
6 Losti frá Ekru Halldór Guðjónsson
7 Óskar Þór frá Hvítárholti Súsanna Sand Ólafsdóttir 

1. Varahestur Syneta frá Mosfellsbæ Vera Van Praag Sigaar
2. Varahestur Akkur frá Varmalæk Adolf Snæbjörnsson

B-flokkur 

1 Halla frá Flekkudal Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
2 Hrímnir frá Hvítárholti Ragnheiður Þorvaldsdóttir
3 Stormur frá Yztafelli Fredrica Fagerlund
4 Frjór frá Flekkudal Jessica Elisabeth Westlund
5 Freyja frá Marteinstungu Fredrica Fagerlund
6 Kóróna frá Dallandi Sandra Pétursdotter Jonsson
7 Haustnótt frá Syðra-Skörðugili Ásdís Ósk Elvarsdóttir

1. Varahestur Gestur frá Útnyrðingsstöðum Ragnheiður Samúelsdóttir
2. Varahestur Gloríus frá Litla-Garði Carlien Borburgh

 

Barnaflokkur 

1 Natalía Rán Leonsdóttir Krákur frá Skjálg
2 Oddur Carl Arason Hrafnagaldur frá Hvítárholti
3 Stefán Atli Stefánsson Völsungur frá Skarði
4 Viktor Nökkvi Kjartansson Von frá Eyjarhólum
5 Kristín María Eysteinsdóttir Gjafar frá Norður-Götum
6 Egill Ari Rúnarsson Fjóla frá Árbæ
7 Þorbjörg Gígja Ásgeirsdóttir Stilling frá Bjarnastaðahlíð

 

Unglingaflokkur 

1 Sigrún Högna Tómasdóttir Taktur frá Torfunesi
2 Sara Bjarnadóttir Dýri frá Dallandi
3 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga
4 Aníta Eik Kjartansdóttir Lóðar frá Tóftum
5 Rakel Ösp Gylfadóttir Óskadís frá Hrísdal
6 Kristrún Ragnhildur Bender Salka frá Vindhóli
7 Melkorka Gunnarsdóttir Náma frá Grenstanga 

1. Varahestur Helga Stefánsdóttir Hákon frá Dallandi
2. Varahestur Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir Kvistur frá Strandarhöfði

 

Ungmennaflokkur 

1 Hrafndís Katla Elíasdóttir Stingur frá Koltursey
2 Thelma Dögg Tómasdóttir Marta frá Húsavík
3 Thelma Rut Davíðsdóttir Fálknir frá Ásmundarstöðum
4 Erna Jökulsdóttir Tinni frá Laugabóli
5 Ida Aurora Eklund Kolfreyja frá Dallandi
6 Anton Hugi Kjartansson Arfur frá Eyjarhólum
7 Lara Alexie Ragnarsdóttir Ra frá Marteinstungu

ALLAR KERRU AF SVÆÐINU !

ALLAR KERRU AF SVÆÐINU

Jarðvegsframkvæmdir verða á kerrusvæðinu norðan við reiðhöllina í næstu viku.  Allar kerru verða að vera farnar af svæðinu nk sunnudag.  Hægt er að koma þeim fyrir við reiðhöllina, en það plan verður valtað og þjappað í dag og á morgun.

Stjórnin

Þolreið - Landsmót

Verið með á landsmótinu, skráið ykkur í þolreiðina. Það geta allir verið með sem eiga hest í sæmilegri þjálfun.  Þetta er ekkert annað en góður reiðtúr frá Víðidal í Laxnes, ca tveir tímar - 15 km, mjög falleg reiðleið. 

Skráning fyrir 28. júní, flott verðlaun og sá sem hreppir fyrsta sætið fær að auki flugmiða á heimsmeistaramótið í Berlin 2019.

Þolreið, 30 júní 2018

Hestaleigan Laxnesi í samstarfi við Dýralæknirinn í Mosfellsbæ, ætlar að endurvekja þolreið í tenglsum við Landsmótið. Farið verður úr Mosfellsbæ í Víðidal, ca 15 km reið. Þessi leið er ekki erfið fyrir hross í sæmilegri þjálfun. Þetta er hrikalega skemmtileg keppni sem allir hestamenn eldri en 16 ára geta tekið þátt í. Hrossin eru skoðuð að dýralækni bæði við upphaf og endi reiðarinnar.
Skráning fyrir 28. júní 2018 á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., (nafn og sími + nafn og aldur hests), einnig er hægt að hringja í 6600633.
Vegleg verðlaun, fyrir 1 sæti eru flugmiðar fyrir tvo á Heimsmeistaramótið í Berlín 2019.
Tilgangur þolreiðarinnar er fyrst og fremst að hefja aftur til vegs virðingar hið forna aðalsmerki íslenska hestins þ.e. þol og harðfylgi. Þá er tilgangurinn sá, að auka áhuga hestamanna á þoli og þreki eigin hesta.
Reglur:
1. Hestarnir skulu vera í sæmilegri þjálfun og ekki yngri en 7 vetra. Þeir skulu vera vel járnaðir og í góðu ásigkomulagi.
2. Knapa er heimilt að ganga með hest sinn yfir erfiða færð eða til að hvíla hestinn, en verður að ríða úr hlaði og í mark.
3. Heltist hestur verulega eða sýnir einhver merki ofþreytu eða sjúkleika ber knapa að stöðva hest sinn og reyna eftir mætti að koma boðum til stjórnanda reiðarinnar um hjálp.
4. Sami knapi verður að ríða hestinum alla leiðina.
5. Knapi má undir engum kringumstæðum hvetja hestinn með óhóflegri notkun písks eða svipu eða nota nokkur önnur ráð sem talist geta varða við dýravendurnarlög. Knapa ber ávalt að hafa í heiðri dýraverndunarlög og sjáist til hans af stjórnendum reiðarinar eða öðrum beita aðferðum sem óeðlilegar geta talist verður hann dæmdur úr leik.
6. Knapa ber að fylgja þeirri leið sem merkt er á kortið og fara samviskusamlega fram hjá þeim eftirlitsstöðum sem merktir eru á kortið. Knapa bera að sjá til þess sjálfur að hann sé skráður niður fyrir að hafa farið fram hjá viðkomandi eftirlitsstað.
7. Allir hestar eru skoðaðir nákvæmlega af dýralækni fyrir keppnina, þar sem skráður er hjártsláttur, öndunarhraði, meiðsl og annað athugavert, jafnframt því sem athugað er hvort hesturinn er haltur. Þá eru athugaðar járningar, ef hestur missir skeifu er hann dæmdur úr leik.
8. Engin hámarks- eða lágmarkstími er ákveðinn heldur er ákveðinn svokallaður viðmiðunartími þ.e. sá tími sem eðlilegur getur talist að sæmilega þjálfaður hestur fari vegalengdina á. Í þessu tilviki er talið að sá tími sé ca 2 klukkustundir.
9. Dýralæknaskoðun fer fram nákvæmlega 30 mínútum eftir að hesturinn kemur í mark og á henni ákvarðast þau refsistig sem hesturinn fær og koma til frádráttar þeim tíma, sem hesturinn hefur farið vegalendina á. Einnig eru hestar dæmdir úr leik ef sem við á, s.k. reglum.
10. Hvert refsistig þýðir 5 mínútur í frádrátt:
Hjartsláttur:
56-59 slög = 1 refsistig
60-64 slög = 2 refsistig
65-68 slög = 3 refsistig
>68 slög = dæmdur úr leik