BENNI LÍNDAL NÁMSKEIÐ!

Ath Það verður síðasti séns í Herði í vetur að komast á námskeið hjá Benedikt Líndal 29+30Mars (Skírdagur og Föstudaginn langi).
Kennslufyrirkomulag:
1.dagur: 2 saman tvisvar á dag í 50 mín. hver tími.
Eftir hádegismat er einn bóklegur tími ca. 40-50 mín.
2.dagur: Prívattímar 40 mín. einu sinni hver knapi og eftir hádegismat einn bóklegur tími.
Min. 6 - max 8 manns
Verð 28000ISK
Skráning: skraning.sportfengur.com
Ekki missa af þessum stórsnillingi og Tamningameistari!!!IMG_5291.JPG

Frá formanni

Ágætu Harðarfélagar

Helgin var viðburðarrík hjá okkur Harðarmönnum.  Veðrið lék sér að okkur eins og svo oft í vetur.  Reiðleiðir okkar illa farnar eftir rigningarnar, Blikastaðanesið þó heldur skárra. Þó er Tungubakkahringurinn sjálfur ágætur, þ.e. ef hægt er að komast á hringinn.  Spölurinn frá hesthúsahverfinu er nánast ónýtur.  Flest rennslisrörin standa ber.  En farið verður í viðgerðir í dag.  Þarf að keyra í þetta talsverðu efni.

Árshátíðarmótið tókst vel.  Mótanefndin er að standa sig mjög vel.  Léttur andi og skemmtilegt að vera með vinninga.

Árshátíðin var mjög vel heppnuð.  Maturinn einstaklega góður, jafnvel miðað við Hadda.  Hélt að hann gæti ekki toppað sjálfan sig.  Snjólaug uppistandari var svo fyndin að salurinn grenjaði af hlátri, annállinn var mjög góður og Hlynur Ben hélt uppi miklu stuði fram eftir nóttu.  Árshátíðarnefndin stóð sig vel og eiga þau þakki skildar.  Líklega ein besta árshátíð félagsins.

kv

HákonH

ÁRSHÁTÍÐ HARÐAR 2018

NOKKRIR MIÐAR EFTIR

VERР aðeins 7.500.- kr.

Til að nálgas miða vinsamlegast hafið samband við Önnu Lísu gsm: 8620692 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Matseðill

Forréttur: Humarsúpa.

Aðalréttur: Sinnepshjúpaður lambavöðvi, gljáð kalkúnabringa, gradineraðar kartöflur, hvítlauksristað kartöflusmælki, spergilkál með parmesan, grænmetis ragú, tómatssalat og ferskt salat.

Eftirréttur: Kaffi og súkkulaðikaka.

Snjólaug Lúðvíksdóttir fer með gamanmál

Hinn stórskemmtilegi gullmoli Hlynur Ben spilar fyrir söng og dansi

Búast má við miklu fjöri á þessari árshátíð

sem engin ætti að missa af

Frá formanni

Ágætu Harðarfélagar.  Ætlun mín er að birta reglulega frétta- og hugleiðingarpistla til upplýsinga fyrir félagsmenn.

Af framkvæmdum:  Búið er að setja upp loftræstikerfi í reiðhöllinni og að sögn þeirra sem nota höllina mest, er allt annað og miklu betra loft í höllinni.  Þörf var á, því loftið var oft mjög þungt og þegar heitt var úti var þetta „einsog að ríða í gróðurhúsi“ eins og einhver nefndi.  Höllin lá líka undir skemmdum sökum raka.  Elementið í hitakerfinu sprakk sl föstudag og er unnið að viðgerð.  Verið er að hanna nýtt hitakerfi fyrir höllina og líklega verður farið í framkvæmdir í sumar eða næsta haust.

Gólfið í reiðhöllinni skilst mér að sé í ágætu lagi núna, en sýnist sitt hverjum.  Ég er búinn að fá ca 30 tillögur um önnur og betri efni frá því að ég tók við sem formaður.  Við erum alltaf að reyna að gera betur og m.a. fylgjumst vel með því sem er að gerast hjá félögunum hér í kring.  Sprettarar eru búnir að skipta amk 6 sinnum um gólf og enn eru skiptar skoðanir um ágæti gólfsins þar.

Búið er að jafna út og keyra efni í planið norðan við reiðhöllina.  Einnig er búið að stækka verulega kerrustæðið og í undirbúningi er að afmarka stæði fyrir kerrur og verða stæðin síðan leigð út til félagsmanna gegn vægu gjaldi.  Þannig „ætti“ viðkomandi sitt stæði og gæti gengið að því vísu þó hann skreppi frá.

Á vormánuðum verða settar upp snjógildrur og þakrennur á höllina. (náðist ekki fyrir veturinn)  Í leiðinni verður gert við leka á þakinu  og sett upp ljós á norðurgaflinn.

Um næstu helgi verður aðalhátíð okkar Harðarmanna, árshátíðin.  Hvet ég alla félagsmenn til að mæta og skemmta sér og öðrum. 

Hestamannafélgið Hörður er þekkt fyrir góðan félagsanda.  Sínum það í verki með góðri mætingu.

Meira síðar........

kv

Hákon form  

es  Ef þið eruð með ábendingar eða fyrirspurnir, sendið þá á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. merkt til stjórnar.

NÝTT NÁMSKEIÐ!!!

Samspil hests og knapa með Fredrica Fagerlund

Ábendingarnar eru samskiptitæki okkar við hestinn og til þess að hestur og knapi gæti unnið saman í sætti og samlynd skiptir sköpum að þeir tali sama túngumálið. Til að fínpússa ábendingakerfið verður markvisst notast við fímiæfingum sem bæta líkamsbeitingu hestsins. Markmið námskeiðsins er að bæta andlegt og líkamlegt jafnvægi hests og knapa og búa til endingabetri reiðhest. 6 verklegar tímar. Min. 4 / max 6 manns.

Byrjar 27 febrúar 2018 Kl 19
6 verklegar tímar
Verð 16900

Skráning: http://skraning.sportfengur.com/
Skráningarfrestur er Sunnudagur næstkomandi, 25Febrúar18558866_1088571717953954_3936814151202201500_o.jpg

Linkur á fyrirlestur Dr.Viðars Haldórssonar "Sýnum Karakter"

Hér er linkur á fyrirlestur Dr. Viðars Halldórssonar „Sýnum Karakter" sem var streymt á facebooksíðu LH um daginn https://www.youtube.com/watch?v=-YpIAgAW4mA

„Sýnum Karkter" er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni.

Markhópur verkefnisins er öðru fremur fyrst og fremst þjálfarar barna og ungmenna í íþróttum. Mikilvægt er þó að allir sem koma að íþróttastarfi barna og ungmenna, stjórnarfólk, starfsfólk, kennarar og foreldrar, kynni sér innihald og áherslur verkefnsins.

VITA Sport á HM í Berlín 2019

Nýlega  var gerður samstarfsamningur milli Ferðaskrifstofunnar Vita og Landsambands hestamannafélaga. Meðal annars verður samvinna aðila um ferðir á HM í Berlín 2019. Eins og áður verður leitast við að skapa gott andrúmsloft meðal Íslendinga á mótinu. Ekki síst með það í huga er búið að skoða og velja hótel sem aðilar telja henta þeim sem ætla á mótið.  Gott hótel sem væri vel staðsett gagnvart mótinu og gerði mönnum kleift að njóta þess sem Berlín hefur upp á bjóða í leiðinni. 

Svo er gott til þess að hugsa að hver sem bókar sig hjá Vita styrkir landslið Íslands í hestaíþróttum með beinum hætti í leiðinni og styður þannig við hestaíþróttina á Íslandi.

Vita verður með glæsilegar pakkaferðir á mótið.  Smelltu á linkinn hér fyrir neðan, skráðu þig á netfangalistann og fáðu upplýsingar um ferðir beint í æð!

https://samskipti.zenter.is/page/dKY4g1ZZiK