Formannsfrúarreið Harðarkvenna 2018 Laugardaginn 12. maí

Formannsfrúarreið Harðarkvenna 2018
Laugardaginn 12. maí
Sælar stelpur það er ekki seinna vænna!
Skráning er hafin https://www.facebook.com/images/emoji.php/v9/fa5/1.5/16/1f642.png :) við förum eftir viku...........
Við söfnumst saman hjá Kristín Halldórsdóttir kl.10:00 TILBÚNAR
Þar verður boðið upp á brjóstbirtu bæði styrkta og óstyrkta áður en lagt verður af stað ríðandi frá hesthúsahverfinu út í óvissuna https://www.facebook.com/images/emoji.php/v9/fa5/1.5/16/1f642.png:) kl.11:00
Eins og áður verður LILLA farastjóri. Ferðin er ca. 30 km. Þær sem ætla ríða alla leið þurfa tvo þjálfaða hesta hver.
Gott stopp verður þegar við erum hálfnaðar eins og undanfarin ár. Þar fáum við kaffi, brauð, kakó og kruðerí. Í þessu stoppi er tilvalið að skipta um hest, koma inn í eða fara úr ferðinni.
Þegar heim er komið þá göngum við frá hestunum og hittumst í Reiðhöllinni í fordrykk og skálum fyrir okkur og góðum degi. Síðan er grill, tjútt og gleði https://www.facebook.com/images/emoji.php/v9/fa5/1.5/16/1f642.png :)
Hver kona sér um drykkjarföng fyrir sig með- og eftir mat.
Þær konur sem ætla með greiða kr. 7.000 þús inná reikn: 0528 26 008588 kt. 010959-5279 fyrir hádegi á fimmtudag.
INNLEGG Á REIKNING TELST SKRÁNING Í FERÐINA
ATH! þær konur sem hafa ekki tök á að ríða með er velkomið að vera með okkur um kvöldið.

Dagskrá ĺþróttamót Harðar 2018

Hérna er endanleg dagskrá, vegna mikilla skráninga var ákveðið að byrja klukkan 14:30 á morgunn föstudag. Dagskráin er þétt svo við biðjum keppendur um að vera tímanlega svo við náum að halda dagskrá. Hérna inn á viðburðinum koma frekari tilkynningar, upplýsingar og ef það verða einhverjar breytingar. Ráslistar koma í kvöld.

Styrktaraðilar þessa móts eru:
Barnaflokkur er í boði Ísfugls
Unglingaflokkur er í boði Margrétarhofs
Ungmennaflokkur er í boði Orku Ehf
2. Flokkur er í boði Óðinns Ehf
1. Flokkur er í boði Hrímnis
Skeiðgreinarnar eru í boði Bobcatleigu Jón Jónsonar

Þökku þeim kærlega fyrir styrkinn!

Föstudagur – 4. Maí:
14:30 – Fimmgangur F2 1. Flokkur
16:30 – Fimmgangur F2 2. Flokkur
16:50 – Fimmgangur F2 Unglingaflokkur
17:40 – Fimmgangur F2 Ungmennaflokkur
Kvöldmatur
18:40 – Fjórgangur V2 Unglingaflokkur
20:00 – Fjórgangur F2 1. Flokkur
Dagslok

Laugardagur – 5. Maí:
09:00 – Fjórgangur V5 Barnaflokkur
09:20 – Fjórgangur V2 Barnaflokkur
09:35 – Fjórgangur V2 Ungmennaflokkur
10:20 – Fjórgangur V2 2. Flokkur
11:05 – Tölt T2 Unglingaflokkur
11:25 – Tölt T2 2. Flokkur
11:35 – Tölt T2 1. Flokkur
Hádegishlé
12:40 – Gæðingaskeið PP2 1. Flokkur
Gæðingaskeið PP2 2. Flokkur
Gæðingaskeið PP2 Ungmennaflokkur
Gæðingaskeið PP2 Unglingaflokkur
Flugskeið 100m P2
13:40 – Tölt T7 Barnaflokkur
14:00 – Tölt T3 Barnaflokkur
14:10 – Tölt T3 Unglingaflokkur
14:35 – Tölt T3 Ungmennaflokkur
14:50 – Tölt T3 2. Flokkur
15:25 – Tölt T3 1. Flokkur
Kaffipása
16:00 – Tölt T7 A-úrslit Barnaflokkur
16:30 – Tölt T3 A-úrslit Barnaflokkur
17:00 - B-úrslit Fimmgangur F2 1. Flokkur
17:40 - B-úrslit Fjórgangur V2 Unglingaflokkur
18:10 - B-úrslit Fjórgangur V2 1. Flokkur
Kvöldmatur í Harðarbóli

Sunnudagur - 6. Maí:
09:00 – A-úrslit Tölt T2 Unglingaflokkur
09:30 – A-úrslit Tölt T2 2. Flokkur
10:00 – A-úrslit Tölt T2 1. Flokkur
10:30 – A-úrslit Fjórgangur V5 Barnaflokkur
11:00 – A-úrslit Fjórgangur V2 Barnaflokkur
11:30 – A-úrslit Fjórgangur V2 Unglingaflokkur
Hádegishlé
13:00 – Skeið 150m P3
13:30 – A-úrslit Fjórgangur V2 Ungmennaflokkur
14:00 - A-úrslit Fjórgangur V2 2. Flokkur
14:30 - A-úrslit Fjórgangur V2 1. Flokkur
14:30 - A-úrslit Tölt T3 Unglingaflokkur
15:00 - A-úrslit Tölt T3 Ungmennaflokkur
Kaffihlé
16:00 – A-úrslit Tölt T3 2. Flokkur
16:30 – A-úrslit Tölt T3 1. Flokkur
17:00 - A-úrslit Fimmgangur F2 Unglingaflokkur
17:40 - A-úrslit Fimmgangur F2 Ungmennaflokkur
Kvöldmatur
19:00 - A-úrslit Fimmgangur F2 2. Flokkur
19:40 - A-úrslit Fimmgangur F2 1. Flokkur
Mótslok

Keppnisnámskeið á hringvöllinum á morgun fimmtudag

Kæru félagar
Á morgun fimmtudag er keppnisnámskeið hjá börnunum
kl 16:50-17:30 og 18:15-20:20
Námskeiðið verður haldinn á keppnisvellinum, bið ég ykkur að leyfa þeim aðeins að vera í friði að æfa sig fyrir mótið.
Takk fyrir kæru félagar og eigið góðan dag.
Kærar kveðjur
Sonja Noack
Yfirreiðkennari og Starfsmaður
Hestamannafélag Hörður

FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA 12MAÍ

Harðarkonur! 
Nú getum við farið að láta okkur hlakka til 
Okkar árlega FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA verður farin laugardaginn 12. maí. 
Að þessu sinni verður ferðin okkar

" ÓVISSUFERÐ"

Eina sem við þurfum að vita er að við ríðum frá og til Mosó og að það verður...............stuð stuð stuð  
Við hittumst kl. 10 hjá Kristín Halldórsdóttir. Fáum okkur hressingu og leggjum af stað stundvíslega kl. 11:00 
Farastjórinn okkar í þessari skemmtiferð er auðvitað hin stórkostlega LILLA.

Eins og undanfarin ár gerum við ráð fyrir tveimur hestum fyrir þær sem ætla að ríða alla leið. Í áningu er hægt að koma inn í ferðina og skipta um hest. 
Þegar heim er komið þá hittumst við í reiðhöllinni í fordrykk og grilli. 
Það verður KÚBVERKST ÞEMA ……………..HALELÚJA SYSTUR !

Hægt er að lofa góðri skemmtun þegar HARÐARKONUR koma saman og eins og venjulega verður dagurinn hin glæsilegasti i alla staði, kaffiveitingar í áningu og grillveisla í Reiðhöllinni þegar við komum heim.

Takið daginn frá stelpur. Í fyrra vorum við 50 sem riðu saman. 
Við höldum kostnaði í lágmarki og sendum nánari upplýsingar á næstu dögum.

Kveðja til ykkar allra. 
Kristín K, Kristín H, Lilla
31676584_10213879823222096_8364836451233300480_n.jpg

Frá formanni

 
Miðbæjarreiðin gekk vel og voru Harðarmenn í meirihluta. Tæplega 30 manns riðu í Víðdalinn og þar bættust við um 15 manns frá Miðbæjarreiðinni í kaffihlaðborð Fáksmanna. Minni á Opið hús á degi íslenska hestsins í reiðhöllinni á morgun 1. maí kl 15. Frítt inn. Um næstu helgi verður Íþróttamót Harðar. Mikið í boði og helgarnar mættu vera fleiri á vorin. Búið að hanna Harðarjakka fyrir Landsmót eða raunar hvað sem er. Fallegir og fínir jakkar á góðu verði. Mátun í Harðarbóli miðvikud og fimmtud. Kl 17-20

Landsmótsjakkar Harðar

Sýnishorn af nýju Harðarjökkunum eru komnar. Þær eru frá fyrirtækinu Batik sem sérhæfir sig í vönduðum útivistafatnaði og merkingum fyrir félagasamtök.  Jakkarnir eru léttir og þægilegir 100% dúnjakkar. Hægt er að velja um steingráa og bláa jakka.

Hægt verður að máta stærðir og ganga frá kaupum í Harðarbóli  miðvikudag og fimmtudag frá kl. 17:00 – 20:00 Posi á staðnum

Verðið er frábært aðeins kr 9.000.

Herrastærðir: S M L XL 2XL 3XL

Dömustærðir: S M L XL 2XLHarðarjakki.jpg