LM2018 Hagnýtar upplýsingar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, júní 14 2018 08:24
- Skrifað af Sonja
https://mailchi.mp/lhhestar/lm2018-hagntar-upplsingar?e=325cca4a36
https://mailchi.mp/lhhestar/lm2018-hagntar-upplsingar?e=325cca4a36
Áríðandi tilkynning frá beitarnefnd!!
Grænt ljós gefið á nokkur beitarhólf
Eftir úttekt á beitarhólfum í morgun hefur verið ákveðið að leyfa fólki að sleppa í nokkur þeirra hólfa sem leigð eru út í dag Miðvikudaginn 13. júní.
Þau hólf/beitarhafar sem komin eru með græna ljósið og mega sleppa hrossum eru eftirfarandi:
Við Leirvog: Þorkell Traustason, Gunnar Valsson, Gígja Magnúsd. og co, Frederica Fagerlund, Kristinn pípari, Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
Við Leirvogsá: Bryndís Ásmundsdóttir, Marianne Ericson, Karen Matson, Kristján Kristjánsson, Finnur Loftsson, Kjartan Ólafsson, Ágústa Jóhannesdóttir. Gunnar Ingi Guðmundsson, Valgerður Eyglóardóttir
Við Álafoss: Gylfi og Oddrún Ýr, Sigurborg Daðadóttir, Ingvar Ingvarsson og co, Sædís Jónasdóttir.
Við Úlfarsfell: Ragnar Lövedahl, Jarþrúður Þórarinsdóttir, Grettir Guðmundsson, Jórunn Magnúsdóttir.
Í Mosfellsdal: Sveinbjörn Garðarsson, Anna Bára Ólafsdóttir.
Skammidalur: Öll hólf í Skammadal.
Grænt ljós á laugardaginn 16. Júní
Tungubakkar: Öll beitarhólfin.
Félagssvæðið: Öll beitarhólfin.
Varmárhóll: Öll beitarhólfin.
Óákveðið með sleppingu:
Skarhólamýri: Öll beitarhólfin.
Tungudalur: Öll beitarhólfin
Ef einhverjir óska frekari upplýsinga er hægt að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Fyrir keppendur í yngri flokkum hjá Herði (barna, unglinga og ungmenna):
Undirbúningssíða á Facebook fyrir keppendur í yngri flokkum:
Landsmótskrakkar Harðar (skráið ykkur inn á síðuna til að fylgjast með undirbúningnum)
Námskeið: Boðið verður uppá námskeið með Hinriki Sigurðssyni dagana. Tímasetningar og hópaskipting er í Google docs skjali inná Facebook síðunni :
12. júní þriðjudagur kl 18 – 22
19. júní þriðjudagur kl 16 – 22
21. júní fimmtudagur kl 16 – 22
Grill og skemmtikvöld: Til að þjappa hópnum saman, munum við hittast í Harðarbóli. Við munum fara yfir skipulagið, grilla saman og skemmta okkur. Hinrik mun líka koma og fara yfir það hvað er gott að hafa í huga varðandi undirbúninginn.
Staður og stund: Harðarból 28. júní fimmtudagur kl. 18 – 21
Viðrunarhólf: Þau sem nýta sér viðrunarhólf fyrir keppnishrossið við hesthúsahverfið, geta sótt um að fá hólf. Þegar ljóst er hve margir óska eftir hólfi, verður svæðið skipulagt og mun hver og einn þurfa að sjá um að setja upp girðingu fyrir sinn hest. Það er takmarkað pláss í boði og er þetta eingöngu hugsað til að hafa hrossið í yfir daginn. Þeir sem óska eftir hólfi þurfa að skrá sig undir tilkynningunni á Facebook síðunni.
Fyrir alla keppendur frá Herði (yngri flokkar og fullorðnir):
Æfingatímar á vellinum í Víðidal: Hörður mun fá úthlutað æfingatímum á vellinum dagana fyrir mót. Þessar tímasetningar munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir ca 21 júní og munu tímasetningarnar verða settar inná Facebook síðuna.
Hesthús í Víðidal: Verið er að kanna með hesthúspláss á svæðinu til að undirbúa keppendur og hross, auk þess að geta nýtt gerði til að viðra hrossin. Ef einhver veit um hús eða pláss sem okkur gæti staðið til boða, má endilega hafa samband við Hákon formann eða Sonju eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Knapafundur á Landsmóti: Knapafundur verður sunnudaginn 1. Júlí kl. 10:00 – 11:00 við gæðingavöll (líklega í reiðhöllinni).
Upplýsingasíða fyrir keppendur: Gott er að fylgjast reglulega með upplýsingum sem koma inná síðu Landsmóts undir „KNAPAR“. Þar munu koma inn upplýsingar um æfingatíma og önnur praktísk mál.
Keppnisbúningur: Þeir sem keppa fyrir hönd Hestamannafélagsins Harðar á Landsmóti skulu keppa í félagsbúningi Hestamannafélagsins Harðar. Hann samanstendur af grænum eða svörtum keppnisjakka með Harðarmerki, hvítri skyrtu, rauðu bindi, hvítum buxum og svörtum stígvélum eða legghlífum. Hægt er að fá Harðarmerkið hjá Rögnu Rós til að sauma á jakka.
Félagsúlpur: Í vor nýttu fjölmargir félagsmenn tækifærið og fengu sér léttan jakka/úlpu merkta Herði. Einhverjir misstu þó tækifærinu til að máta og panta. Ef einhverjir vilja bæta úr því geta þeir farið til Batik Bíldshöfða 16 og talað við Elías. Verðið á jakkanum með Harðarmerkinu er 9.000 kr. Hægt er að biðja um sérmerkingu td nafn og kostar það ca 1.500 kr.
Félagsgrill: Stefnt er að því að vera með félagsgrill miðvikudaginn 4. júlí kl. 19:00 fyrir félagsmenn Harðar. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.
Fyrir keppendur í yngri flokkum hjá Herði (barna, unglinga og ungmenna):
Undirbúningssíða á Facebook fyrir keppendur í yngri flokkum:
Landsmótskrakkar Harðar (skráið ykkur inn á síðuna til að fylgjast með undirbúningnum)
Námskeið: Boðið verður uppá námskeið með Hinriki Sigurðssyni dagana. Tímasetningar og hópaskipting er í Google docs skjali inná Facebook síðunni :
12. júní þriðjudagur kl 18 – 22
19. júní þriðjudagur kl 16 – 22
21. júní fimmtudagur kl 16 – 22
Grill og skemmtikvöld: Til að þjappa hópnum saman, munum við hittast í Harðarbóli. Við munum fara yfir skipulagið, grilla saman og skemmta okkur. Hinrik mun líka koma og fara yfir það hvað er gott að hafa í huga varðandi undirbúninginn.
Staður og stund: Harðarból 28. júní fimmtudagur kl. 18 – 21
Viðrunarhólf: Þau sem nýta sér viðrunarhólf fyrir keppnishrossið við hesthúsahverfið, geta sótt um að fá hólf. Þegar ljóst er hve margir óska eftir hólfi, verður svæðið skipulagt og mun hver og einn þurfa að sjá um að setja upp girðingu fyrir sinn hest. Það er takmarkað pláss í boði og er þetta eingöngu hugsað til að hafa hrossið í yfir daginn. Þeir sem óska eftir hólfi þurfa að skrá sig undir tilkynningunni á Facebook síðunni.
Fyrir alla keppendur frá Herði (yngri flokkar og fullorðnir):
Æfingatímar á vellinum í Víðidal: Hörður mun fá úthlutað æfingatímum á vellinum dagana fyrir mót. Þessar tímasetningar munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir ca 21 júní og munu tímasetningarnar verða settar inná Facebook síðuna.
Hesthús í Víðidal: Verið er að kanna með hesthúspláss á svæðinu til að undirbúa keppendur og hross, auk þess að geta nýtt gerði til að viðra hrossin. Ef einhver veit um hús eða pláss sem okkur gæti staðið til boða, má endilega hafa samband við Hákon formann eða Sonju eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Knapafundur á Landsmóti: Knapafundur verður sunnudaginn 1. Júlí kl. 10:00 – 11:00 við gæðingavöll (líklega í reiðhöllinni).
Upplýsingasíða fyrir keppendur: Gott er að fylgjast reglulega með upplýsingum sem koma inná síðu Landsmóts undir „KNAPAR“. Þar munu koma inn upplýsingar um æfingatíma og önnur praktísk mál.
Keppnisbúningur: Þeir sem keppa fyrir hönd Hestamannafélagsins Harðar á Landsmóti skulu keppa í félagsbúningi Hestamannafélagsins Harðar. Hann samanstendur af grænum eða svörtum keppnisjakka með Harðarmerki, hvítri skyrtu, rauðu bindi, hvítum buxum og svörtum stígvélum eða legghlífum. Hægt er að fá Harðarmerkið hjá Rögnu Rós til að sauma á jakka.
Félagsúlpur: Í vor nýttu fjölmargir félagsmenn tækifærið og fengu sér léttan jakka/úlpu merkta Herði. Einhverjir misstu þó tækifærinu til að máta og panta. Ef einhverjir vilja bæta úr því geta þeir farið til Batik Bíldshöfða 16 og talað við Elías. Verðið á jakkanum með Harðarmerkinu er 9.000 kr. Hægt er að biðja um sérmerkingu td nafn og kostar það ca 1.500 kr.
Félagsgrill: Stefnt er að því að vera með félagsgrill miðvikudaginn 4. júlí kl. 19:00 fyrir félagsmenn Harðar. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.
Það verður undirbúningsnámskeið í boði Herði fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk, allir 7 knapar sem komast inn á LM og einnig fyrir 2 varaknapar.
Hinrik Sigurðsson verður kennari.
Námskeið er frítt og byrjar í næstu viku,
Þriðjudagur 12.Júni.
Dagsetningar eftir það eru
Þriðjudagur 19.6. og Fimmtudagur 21.6.
Mánudagur 25.6. og svo verður líklegast æfing á Landsmótsvæði.
Allir sem vilja vera með verða skrá sig og biðjum við alla sem hafa ekki orðin staðfest þáttökuna sina að hafa samband við okkur fyrir Sunnudag til að við getum látið varaknapar og þau sem detta inn vita, því að námskeið byrjar á Þriðjudag næsta.
Fleiri upplýsingar um tímasetningar og einnig skráning kemur frá Æskulýðsnefnd núna á næstu dögum.
Kv
Sonja
Ástand beitarhólfa afar lélegt
Beitarhólf þau er Hörður hefur til umráða og útleigu til félagsmanna voru skoðuð í morgun af dýragæslumanni Mosfellsbæjar og formanni beitarnefndar. Því miður reyndist útkoman í langflestum tilvika mjög léleg en grasspretta er í flestum tilvika vel undir því sem ætla megi að sé í meðalári.
Samkvæmt viðtekinni venju og reglum ætti að vera heimilt að sleppa hrossunum á sunnudag n.k. sem er 10. dagur mánaðar en sýnt þykir að ekki verði af því. Vorum við sem hólfin skoðuðum sammála um að það þjónaði litlum tilgangi að fara að sleppa hrossunum strax. Beitin er mjög fljót að klárast undir slíkum kringumstæðum og því betra að gefa lakari hólfunum færi á að spretta meira áður en hrossunum er sleppt á þau. Veðurspá er all þokkaleg næstu daga þótt ekki sé von á neinni hitabylgju hér Suðvestanlands. Hitinn skv. veðurspá gæti verið um eða rétt yfir 12°c og vissulega getur ástandið lagast á fimmdögum. Það varð að samkomulagi að fresta sleppingu að sinni en fara aftur og skoða ástandið strax eftir helgi.
Til greina kemur að leyfa þá sleppingu í þau hólf sem eru komin vel á veg í sprettu og jafnvel að aðrir fái að sleppa hrossum í hólf sín að því tilskyldu að settar séu þar rúllur eða stórbaggar en tilkynningar þar um munu berast hér á síðu félagsins um leið og ákvarðanir eru teknar.
Við þurfum því að þreyja þorrann áfram eða öllu heldur hrossin í hesthúsunum nokkra daga til viðbótar.
Kveðja
Valdimar Kristinsson
Formaður beitarnefndar
Dagskrá (2)
Laugardagur:
10:00 – Tölt T1
10:40 – Unglingaflokkur
Hádegishlé
13:10 – Skeið
13:30 – Barnaflokkur
14:10 – B-flokkur Áhugamenn
14:40 – B-flokkur
Kaffihlé
16:10 – Ungmennaflokkur
17:10 – A-flokkur Áhugamenn
Grill í Harðarbóli!
19:00 – A-flokkur
Sunnudagur: (Úrslit)
10:00 – Ungmennaflokkur
10:40 – Unglingaflokkur
11:20 – Barnaflokkur
11:50 – Tölt T1
Hádegishlé
12:40 – Pollaflokkar
13:00 – Unghrossakeppni
13:30 – B-flokkur Áhugamenn
14:00 – B-flokkur
14:40 – A-flokkur áhugamenn
15:30 – A-flokk
Vegna viðgerðar verður hringvöllurinn lokaður í dag 16-18.
Gæðingamót Harðar verður haldið núna um helgina og á laugardeginum kl 18 verður grillveisla í Harðarbóli
Lambakjöt – Bearnaise
Verð aðeins 2.500 kr
Stuð og stemming – söngur og gleði
Mætum öll, hvetjum aðra félaga og tökum með okkur gesti
Nefndin
Æfingamót í kvöld- Ráslistar
Ráslisti fyrir æfingamótið í dag 28/5 er tilbúinn. Mótið byrjar kl. 18:00 og gerum við ráð fyrir ca. 5 mín á knapa. Endilega fylgist samt með þar sem tímarnir geta breyst og til að þetta gangi hratt fyrir sig verður næsti knapi ávallt að vera klár þegar næsti á undan ríður af velli.
Við erum með Reiðhöllina til að hita upp og mun Hinni vera á staðnum til að leiðbeina þeim sem hafa verið á keppnisnámskeiðinu hjá honum með upphitun og fleira.
Við munum svo reyna að koma einkunnarblaði með umsögn dómara sem fyrst upp í Harðarból eftir að knapi líkur sýningu, þannig að allir geta nálgast blöðin þar. Þau sem vilja fá frekari upplýsingar og heyra í dómaranum eftir æfingamót eru hvattir til að mætta í Harðarból eftir mótið. Dómarinn verður þar til að svara spurningum.
Við munum láta slóðadraga völlinn í dag og vonum að hann verði betri en undanfarna daga.
Munið svo að fara vel yfir allan búnað og passa að hann sé löglegur (þó ekkert verði skoðað núna).
Góða skemmtun í dag ![]()
