Beitartími á enda runninn

Þá er tíundi dagur septembermánaðar runnin upp sem þýðir að beitartímabili í beitarhólfum sem Hörður úthlutar er senn á enda runnið. Samkvæmt samningi félagsins við Mosfellsbæ ber leigutökum að fjarlægja hross úr hólfunum eigi síðar en á miðnætti þann 10. september.

Beitarnefnd beinir því þeim tilmælum til hlutaðeigenda að þeir virði þetta ákvæði og fjarlægi hrossin í kvöld.

Fulltrúi Landgræðslu ríkisins mætir síðar í vikunni og metur ástand beitarhólfanna eins og venja er til.

     Beitarnefnd