Niðurstöður Hringdu Gæðingamóts Harðar 2018!

 
Gæðingamót Harðar 2018 sem styrkt var af Hringdu fór fram í Mosfellsbæ helgina 2.-3.júní. Þetta var jafnframt seinni úrtaka Harðar fyrir Landsmót en sú fyrri var haldin 30. maí síðast liðin. Mótið tókst afskaplega vel, veðrið lék við okkur Harðarmenn og við fengum að sjá hvern gæðinginn á eftir öðrum dansa eftir brautinni. Það má vægast sagt segja að við séum spennt að fylgjast með fólkinu okkar á komandi Landsmóti!
Takk fyrir frábært mót knapar, dómarar og sjálfboðaliðar! Hér fyrir neðan eru síðan niðurstöður frá bæði fyrri og seinni úrtökunni.
Með bestu kveðju,
Mótanefnd Harðar
Hringdu Gæðingamót Harðar og seinni úrtaka fyrir Landsmót 2018:
A flokkur
Gæðingaflokkur 1
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Laxnes frá Lambanesi Reynir Örn Pálmason Rauður/milli-stjörnótt Hörður 8,758
2 Brimnir frá Efri-Fitjum Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Bleikur/álóttureinlitt Hörður 8,604
3 Hyllir frá Hvítárholti Súsanna Sand Ólafsdóttir Jarpur/milli-einlitt Hörður 8,478
4 Snær frá Keldudal Fredrica Fagerlund Grár/brúnneinlitt Hörður 8,420
5 Árvakur frá Dallandi Halldór Guðjónsson Bleikur/fífil/kolóttureinlitt Hörður 8,410
6 Stígandi frá Neðra-Ási Elvar Einarsson Brúnn/mó-einlitt Hörður 8,376
7 Losti frá Ekru Halldór Guðjónsson Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,366
8 Óskar Þór frá Hvítárholti Súsanna Sand Ólafsdóttir Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,322
9-10 Syneta frá Mosfellsbæ Vera Van Praag Sigaar Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,304
9-10 Akkur frá Varmalæk Adolf Snæbjörnsson Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hörður 8,304
11 Prins Valíant frá Þúfu í Kjós Elías Þórhallsson Rauður/milli-stjörnótt Hörður 8,280
12 Klemma frá Koltursey Elías Þórhallsson Rauður/milli-blesótt Hörður 7,862
13 Kyndill frá Marteinstungu Elías Þórhallsson Rauður/dökk/dr.stjörnótt Hörður 7,790
14 Sóldögg frá Brúnum Játvarður Jökull Ingvarsson Leirljós/Hvítur/milli-blesótt Hörður 7,660
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Laxnes frá Lambanesi Reynir Örn Pálmason Rauður/milli-stjörnótt Hörður 8,971
2 Brimnir frá Efri-Fitjum Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Bleikur/álóttureinlitt Hörður 8,622
3 Hyllir frá Hvítárholti Súsanna Sand Ólafsdóttir Jarpur/milli-einlitt Hörður 8,518
4 Stígandi frá Neðra-Ási Elvar Einarsson Brúnn/mó-einlitt Hörður 8,473
5 Losti frá Ekru Halldór Guðjónsson Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,458
6 Snær frá Keldudal Fredrica Fagerlund Grár/brúnneinlitt Hörður 8,398
7 Árvakur frá Dallandi Jessica Westlund Bleikur/fífil/kolóttureinlitt Hörður 8,360
8 Óskar Þór frá Hvítárholti Guðmundur Björgvinsson Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,298
Gæðingaflokkur 2
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Silfurperla frá Lækjarbakka Kristinn Már Sveinsson Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hörður 8,274
2 Leira-Björk frá Naustum III Benedikt Ólafsson Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Hörður 8,232
3 Greipur frá Syðri-Völlum Rakel Ösp Gylfadóttir Brúnn/dökk/sv.einlitt Hörður 8,124
4 Ópal frá Lækjarbakka Halldóra Sif Guðlaugsdóttir Brúnn/milli-einlitt Hörður 7,878
5 Mökkur frá Heysholti Viktoría Von Ragnarsdóttir Brúnn/milli-stjörnótt Hörður 7,742
6 Hnáta frá Koltursey Magnús Ingi Másson Bleikur/fífil/kolótturskjótt Hörður 7,528
7 Blika frá Syðra-Kolugili Helga Stefánsdóttir Bleikur/ál/kol.einlitt Hörður 6,896
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Silfurperla frá Lækjarbakka Kristinn Már Sveinsson Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hörður 8,251
2 Leira-Björk frá Naustum III Benedikt Ólafsson Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Hörður 8,236
3 Greipur frá Syðri-Völlum Rakel Ösp Gylfadóttir Brúnn/dökk/sv.einlitt Hörður 7,911
4 Hnáta frá Koltursey Magnús Ingi Másson Bleikur/fífil/kolótturskjótt Hörður 7,600
5 Mökkur frá Heysholti Viktoría Von Ragnarsdóttir Brúnn/milli-stjörnótt Hörður 7,451
6 Ópal frá Lækjarbakka Halldóra Sif Guðlaugsdóttir Brúnn/milli-einlitt Hörður 7,320
B flokkur
Gæðingaflokkur 1
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Óskar frá Breiðstöðum Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Jarpur/rauð-einlitt Hörður 8,568
2 Halla frá Flekkudal Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Móálóttur,mósóttur/ljós-einlitt Hörður 8,490
3-4 Frjór frá Flekkudal Jessica Elisabeth Westlund Grár/rauðureinlitt Hörður 8,356
3-4 Freyja frá Marteinstungu Fredrica Fagerlund Rauður/milli-einlitt Hörður 8,356
5 Hrímnir frá Hvítárholti Ragnheiður Þorvaldsdóttir Grár/brúnneinlitt Hörður 8,348
6 Kóróna frá Dallandi Sandra Pétursdotter Jonsson Jarpur/milli-stjörnótt Hörður 8,306
7 Haustnótt frá Syðra-Skörðugili Ásdís Ósk Elvarsdóttir Bleikur/álóttureinlitt Hörður 8,236
8 Gestur frá Útnyrðingsstöðum Ragnheiður Samúelsdóttir Grár/óþekktureinlitt Hörður 8,208
9 Draumey frá Hæli Vera Van Praag Sigaar Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokkahringeygt eða glaseygt Hörður 8,122
10-13 Krumma frá Skör Súsanna Sand Ólafsdóttir Brúnn/milli-einlitt Hörður 0,000
10-13 Gleði frá Steinnesi Ragnhildur Haraldsdóttir Jarpur/milli-skjótt Hörður 0,000
10-13 Stormur frá Yztafelli Fredrica Fagerlund Brúnn/milli-einlitt Hörður 0,000
10-13 Órnir frá Gamla-Hrauni Kristín Magnúsdóttir Brúnn/milli-einlitt Hörður 0,000
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Hrímnir frá Hvítárholti Ragnheiður Þorvaldsdóttir Grár/brúnneinlitt Hörður 8,669
2 Halla frá Flekkudal Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Móálóttur,mósóttur/ljós-einlitt Hörður 8,503
3 Kóróna frá Dallandi Sandra Pétursdotter Jonsson Jarpur/milli-stjörnótt Hörður 8,469
4 Freyja frá Marteinstungu Fredrica Fagerlund Rauður/milli-einlitt Hörður 8,411
5 Draumey frá Hæli Vera Van Praag Sigaar Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokkahringeygt eða glaseygt Hörður 8,403
6 Gestur frá Útnyrðingsstöðum Ragnheiður Samúelsdóttir Grár/óþekktureinlitt Hörður 8,306
7 Haustnótt frá Syðra-Skörðugili Ásdís Ósk Elvarsdóttir Bleikur/álóttureinlitt Hörður 8,117
8 Frjór frá Flekkudal Jessica Elisabeth Westlund Grár/rauðureinlitt Hörður 8,086
Gæðingaflokkur 2
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Farsæll frá Litla-Garði Magnús Ingi Másson Rauður/milli-skjótt Hörður 8,356
2 Nemi frá Grafarkoti Hulda Kolbeinsdóttir Rauður/dökk/dr.einlitt Hörður 8,154
3 Tumi frá Hamarsey Páll Jökull Þorsteinsson Brúnn/dökk/sv.einlitt Hörður 8,076
4 Gloríus frá Litla-Garði Carlien Borburgh Brúnn/milli-einlitt Hörður 7,920
5 Beitir frá Gunnarsstöðum Kristinn Karl Garðarsson Jarpur/milli-einlitt Hörður 7,614
A úrslit
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Nemi frá Grafarkoti Hulda Kolbeinsdóttir Rauður/dökk/dr.einlitt Hörður 8,406
2 Farsæll frá Litla-Garði Magnús Ingi Másson Rauður/milli-skjótt Hörður 8,383
3 Gloríus frá Litla-Garði Carlien Borburgh Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,243
4 Beitir frá Gunnarsstöðum Kristinn Karl Garðarsson Jarpur/milli-einlitt Hörður 7,897
5 Tumi frá Hamarsey Páll Jökull Þorsteinsson Brúnn/dökk/sv.einlitt Hörður 0,000
Barnaflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Natalía Rán Leonsdóttir Krákur frá Skjálg Brúnn/dökk/sv.einlitt Hörður 8,440
2 Oddur Carl Arason Hrafnagaldur frá Hvítárholti Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,276
3 Viktor Nökkvi Kjartansson Von frá Eyjarhólum Rauður/milli-tvístjörnótt Hörður 8,008
4 Stefán Atli Stefánsson Mósi frá Krika Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hörður 7,944
5 Kristín María Eysteinsdóttir Gjafar frá Norður-Götum Jarpur/rauð-einlitt Hörður 7,740
6 Þorbjörg Gígja Ásgeirsdóttir Stilling frá Bjarnastaðahlíð Jarpur/dökk-einlitt Hörður 7,734
7 Natalía Rán Leonsdóttir Kría frá Ólafsbergi Brúnn/milli-skjótt Hörður 6,986
8 Stefán Atli Stefánsson Völsungur frá Skarði Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Hörður 0,000
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Oddur Carl Arason Hrafnagaldur frá Hvítárholti Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,560
2 Natalía Rán Leonsdóttir Krákur frá Skjálg Brúnn/dökk/sv.einlitt Hörður 8,490
3 Viktor Nökkvi Kjartansson Von frá Eyjarhólum Rauður/milli-tvístjörnótt Hörður 8,305
4 Þorbjörg Gígja Ásgeirsdóttir Stilling frá Bjarnastaðahlíð Jarpur/dökk-einlitt Hörður 7,980
5 Kristín María Eysteinsdóttir Gjafar frá Norður-Götum Jarpur/rauð-einlitt Hörður 7,960
6 Stefán Atli Stefánsson Mósi frá Krika Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hörður 6,510
Unglingaflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sigrún Högna Tómasdóttir Taktur frá Torfunesi Rauður/milli-stjörnótt Hörður 8,418
2 Melkorka Gunnarsdóttir Rún frá Naustanesi Rauður/milli-blesótt Hörður 8,390
3 Sara Bjarnadóttir Dýri frá Dallandi Rauður/milli-einlitt Hörður 8,342
4 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga Vindóttur/jarp-einlittglófext Hörður 8,326
5 Aníta Eik Kjartansdóttir Lóðar frá Tóftum Rauður/milli-einlitt Hörður 8,314
6 Rakel Ösp Gylfadóttir Óskadís frá Hrísdal Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hörður 8,274
7 Kristrún Ragnhildur Bender Salka frá Vindhóli Brúnn/milli-stjörnótt Hörður 8,262
8 Melkorka Gunnarsdóttir Náma frá Grenstanga Grár/óþekktureinlitt Hörður 8,252
9 Kristrún Ragnhildur Bender Dásemd frá Dallandi Jarpur/milli-einlitt Hörður 8,246
10 Helga Stefánsdóttir Hákon frá Dallandi Rauður/milli-skjótt Hörður 8,242
11 Helga Stefánsdóttir Kolbeinn frá Hæli Jarpur/dökk-einlitt Hörður 8,232
12 Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir Kvistur frá Strandarhöfði Jarpur/milli-stjörnótt Hörður 8,204
13 Aníta Eik Kjartansdóttir Þruma frá Akureyri Grár/brúnnskjótt Hörður 8,200
14 Viktoría Von Ragnarsdóttir Akkur frá Akranesi Jarpur/milli-einlitt Hörður 8,102
15 Íris Birna Gauksdóttir Elísa frá Reykjaflöt Rauður/sót-tvístjörnóttvindhært (grásprengt) í fax eða tagl Hörður 8,098
16 Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir Sprettur frá Laugabóli Brúnn/milli-skjótt Hörður 8,056
17 Viktoría Von Ragnarsdóttir Flækja frá Koltursey Rauður/milli-einlitt Hörður 8,028
18 Aron Máni Rúnarsson Frigg frá Hrímnisholti Rauður/milli-stjörnótt Hörður 8,010
19 Íris Birna Gauksdóttir Sól frá Ármóti Rauður/milli-einlitt Hörður 7,978
20 Melkorka Gunnarsdóttir Jarl frá Lækjarbakka Brúnn/milli-einlitt Hörður 7,964
21 Aron Máni Rúnarsson Prins frá Vatnsleysu Brúnn/mó-stjörnótt Hörður 7,934
22 Sara Bjarnadóttir Gullbrá frá Hólabaki Rauður/dökk/dr.stjörnótt Hörður 7,810
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga Vindóttur/jarp-einlittglófext Hörður 8,495
2 Sigrún Högna Tómasdóttir Taktur frá Torfunesi Rauður/milli-stjörnótt Hörður 8,455
3 Melkorka Gunnarsdóttir Rún frá Naustanesi Rauður/milli-blesótt Hörður 8,440
4 Rakel Ösp Gylfadóttir Óskadís frá Hrísdal Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hörður 8,395
5 Sara Bjarnadóttir Dýri frá Dallandi Rauður/milli-einlitt Hörður 8,335
6 Aníta Eik Kjartansdóttir Lóðar frá Tóftum Rauður/milli-einlitt Hörður 8,320
7 Helga Stefánsdóttir Hákon frá Dallandi Rauður/milli-skjótt Hörður 8,235
8 Kristrún Ragnhildur Bender Salka frá Vindhóli Brúnn/milli-stjörnótt Hörður 8,195
Ungmennaflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hrafndís Katla Elíasdóttir Stingur frá Koltursey Vindóttur/jarp-einlitt Hörður 8,418
2 Thelma Dögg Tómasdóttir Marta frá Húsavík Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,386
3 Erna Jökulsdóttir Nunna frá Bjarnarhöfn Rauður/milli-blesóttglófext Hörður 8,342
4 Thelma Rut Davíðsdóttir Fálknir frá Ásmundarstöðum Rauður/milli-einlittglófext Hörður 8,260
5 Erna Jökulsdóttir Tinni frá Laugabóli Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Hörður 8,244
6 Thelma Rut Davíðsdóttir Þráður frá Ármóti Rauður/milli-einlitt Hörður 8,212
7 Magnús Þór Guðmundsson Kvistur frá Skálmholti Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,172
8 Ida Aurora Eklund Kolfreyja frá Dallandi Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,080
9 Ida Aurora Eklund Silfra frá Dallandi Grár/rauðureinlitt Hörður 7,806
10 Lara Alexie Ragnarsdóttir Ra frá Marteinstungu Rauður/milli-einlitt Hörður 7,720
11 Hrafndís Katla Elíasdóttir Snerra frá Nátthaga Bleikur/álóttureinlitt Hörður 7,632
12 Anton Hugi Kjartansson Arfur frá Eyjarhólum Rauður/dökk/dr.einlitt Hörður 0,000
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Thelma Dögg Tómasdóttir Marta frá Húsavík Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,372
2 Hrafndís Katla Elíasdóttir Stingur frá Koltursey Vindóttur/jarp-einlitt Hörður 8,360
3 Thelma Rut Davíðsdóttir Fálknir frá Ásmundarstöðum Rauður/milli-einlittglófext Hörður 8,320
4 Ida Aurora Eklund Kolfreyja frá Dallandi Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,208
5 Lara Alexie Ragnarsdóttir Ra frá Marteinstungu Rauður/milli-einlitt Hörður 8,180
6 Magnús Þór Guðmundsson Kvistur frá Skálmholti Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,176
7 Erna Jökulsdóttir Tinni frá Laugabóli Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Hörður 8,052
Tölt T1
Opinn flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Jarpur/rauð-einlitt Hörður 7,067
2 Elías Þórhallsson Framtíð frá Koltursey Brúnn/milli-einlitt Hörður 6,967
3 Fredrica Fagerlund Tindur frá Efri-Þverá Rauður/milli-einlitt Hörður 6,567
4 Guðjón Sigurðsson Lukka frá Bjarnastöðum Jarpur/dökk-einlitt Sleipnir 6,300
5 Lara Alexie Ragnarsdóttir Ra frá Marteinstungu Rauður/milli-einlitt Hörður 5,367
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Elías Þórhallsson Framtíð frá Koltursey Brúnn/milli-einlitt Hörður 7,278
2 Fredrica Fagerlund Tindur frá Efri-Þverá Rauður/milli-einlitt Hörður 6,444
3 Lara Alexie Ragnarsdóttir Ra frá Marteinstungu Rauður/milli-einlitt Hörður 6,056
4 Guðjón Sigurðsson Lukka frá Bjarnastöðum Jarpur/dökk-einlitt Sleipnir 0,000
Flugskeið 100m P2
Opinn flokkur
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Tími
1 Sonja Noack Tvistur frá Skarði Jarpur/dökk-einlitt Hörður 8,150
2 Kjartan Ólafsson Vörður frá Laugabóli Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,810
3 Benedikt Ólafsson Leira-Björk frá Naustum III Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Hörður 9,450
4 Þorvaldur Kristinsson Fáni frá Úlfsstöðum Rauður/milli-tvístjörnótt Hörður 9,590
5 Hólmfríður Halldórsdóttir Glæta frá Skáney Rauður/milli-blesótt Hörður 9,900
6 Íris Birna Gauksdóttir Vornótt frá Presthúsum II Rauður/milli-stjörnóttglófext Hörður 10,310
7 Leó Hauksson Elliði frá Hestasýn Rauður/milli-einlitt Hörður 0,000
Fyrri úrtaka Harðar fyrir Landsmót 2018:
A flokkur
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Laxnes frá Lambanesi Reynir Örn Pálmason Rauður/milli-stjörnótt Hörður 8,663
2 Snær frá Keldudal Fredrica Fagerlund Grár/brúnneinlitt Hörður 8,387
3 Prins Valíant frá Þúfu í Kjós Elías Þórhallsson Rauður/milli-stjörnótt Hörður 8,303
4 Leira-Björk frá Naustum III Benedikt Ólafsson Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Hörður 8,197
5 Syneta frá Mosfellsbæ Vera Van Praag Sigaar Brúnn/milli-einlitt Hörður 7,977
6 Sóldögg frá Brúnum Játvarður Jökull Ingvarsson Leirljós/Hvítur/milli-blesótt Hörður 7,277
B flokkur
Forkeppni
Sæti Hross Knapi Litur Aðildarfélag eiganda Einkunn
1 Óskar frá Breiðstöðum Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Jarpur/rauð-einlitt Hörður 8,543
2 Gleði frá Steinnesi Ragnhildur Haraldsdóttir Jarpur/milli-skjótt Hörður 8,503
3 Hrímnir frá Hvítárholti Ragnheiður Þorvaldsdóttir Grár/brúnneinlitt Hörður 8,440
4 Stormur frá Yztafelli Fredrica Fagerlund Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,397
5 Farsæll frá Litla-Garði Magnús Ingi Másson Rauður/milli-skjótt Hörður 8,347
6 Kóróna frá Dallandi Sandra Pétursdotter Jonsson Jarpur/milli-stjörnótt Hörður 8,343
7 Freyja frá Marteinstungu Fredrica Fagerlund Rauður/milli-einlitt Hörður 8,313
8 Órnir frá Gamla-Hrauni Kristín Magnúsdóttir Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,167
9 Draumey frá Hæli Vera Van Praag Sigaar Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokkahringeygt eða glaseygt Hörður 8,060
10 Gloríus frá Litla-Garði Carlien Borburgh Brúnn/milli-einlitt Hörður 7,880
11 Nemi frá Grafarkoti Hulda Kolbeinsdóttir Rauður/dökk/dr.einlitt Hörður 0,000
Barnaflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Natalía Rán Leonsdóttir Krákur frá Skjálg Brúnn/dökk/sv.einlitt Hörður 8,333
2 Oddur Carl Arason Hrafnagaldur frá Hvítárholti Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,230
3 Stefán Atli Stefánsson Völsungur frá Skarði Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Hörður 8,063
4 Kristín María Eysteinsdóttir Gjafar frá Norður-Götum Jarpur/rauð-einlitt Hörður 7,933
5 Egill Ari Rúnarsson Fjóla frá Árbæ Rauður/milli-einlitt Hörður 7,917
6 Natalía Rán Leonsdóttir Kría frá Ólafsbergi Brúnn/milli-skjótt Hörður 7,760
7 Viktor Nökkvi Kjartansson Von frá Eyjarhólum Rauður/milli-tvístjörnótt Hörður 7,700
8 Þorbjörg Gígja Ásgeirsdóttir Stilling frá Bjarnastaðahlíð Jarpur/dökk-einlitt Hörður 7,420
9 Stefán Atli Stefánsson Mósi frá Krika Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hörður 7,237
Unglingaflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Melkorka Gunnarsdóttir Rún frá Naustanesi Rauður/milli-blesótt Hörður 8,297
2 Melkorka Gunnarsdóttir Jarl frá Lækjarbakka Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,263
3 Melkorka Gunnarsdóttir Náma frá Grenstanga Grár/óþekktureinlitt Hörður 8,233
4 Helga Stefánsdóttir Hákon frá Dallandi Rauður/milli-skjótt Hörður 8,227
5 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga Vindóttur/jarp-einlittglófext Hörður 8,217
6 Sara Bjarnadóttir Dýri frá Dallandi Rauður/milli-einlitt Hörður 8,207
7 Aníta Eik Kjartansdóttir Lóðar frá Tóftum Rauður/milli-einlitt Hörður 8,157
8-9 Sigrún Högna Tómasdóttir Taktur frá Torfunesi Rauður/milli-stjörnótt Hörður 8,147
8-9 Helga Stefánsdóttir Kolbeinn frá Hæli Jarpur/dökk-einlitt Hörður 8,147
10 Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir Kvistur frá Strandarhöfði Jarpur/milli-stjörnótt Hörður 8,140
11 Rakel Ösp Gylfadóttir Óskadís frá Hrísdal Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Hörður 8,133
12 Helga Stefánsdóttir Blika frá Syðra-Kolugili Bleikur/ál/kol.einlitt Hörður 8,107
13 Kristrún Ragnhildur Bender Dásemd frá Dallandi Jarpur/milli-einlitt Hörður 8,097
14 Viktoría Von Ragnarsdóttir Akkur frá Akranesi Jarpur/milli-einlitt Hörður 7,993
15 Sara Bjarnadóttir Gullbrá frá Hólabaki Rauður/dökk/dr.stjörnótt Hörður 7,983
16 Viktoría Von Ragnarsdóttir Flækja frá Koltursey Rauður/milli-einlitt Hörður 7,980
17 Íris Birna Gauksdóttir Elísa frá Reykjaflöt Rauður/sót-tvístjörnóttvindhært (grásprengt) í fax eða tagl Hörður 7,953
18 Aron Máni Rúnarsson Prins frá Vatnsleysu Brúnn/mó-stjörnótt Hörður 7,830
19 Aron Máni Rúnarsson Frigg frá Hrímnisholti Rauður/milli-stjörnótt Hörður 7,807
20 Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir Sprettur frá Laugabóli Brúnn/milli-skjótt Hörður 7,783
21 Íris Birna Gauksdóttir Sól frá Ármóti Rauður/milli-einlitt Hörður 7,577
22 Kristrún Ragnhildur Bender Salka frá Vindhóli Brúnn/milli-stjörnótt Hörður 7,533
Ungmennaflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Thelma Dögg Tómasdóttir Marta frá Húsavík Brúnn/milli-einlitt Hörður 8,357
2-3 Erna Jökulsdóttir Nunna frá Bjarnarhöfn Rauður/milli-blesóttglófext Hörður 8,260
2-3 Erna Jökulsdóttir Tinni frá Laugabóli Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Hörður 8,260
4 Anton Hugi Kjartansson Arfur frá Eyjarhólum Rauður/dökk/dr.einlitt Hörður 8,003
5 Magnús Þór Guðmundsson Kvistur frá Skálmholti Brúnn/milli-einlitt Hörður 7,907
6 Hrafndís Katla Elíasdóttir Snerra frá Nátthaga Bleikur/álóttureinlitt Hörður 7,560
7 Lara Alexie Ragnarsdóttir Ra frá Marteinstungu Rauður/milli-einlitt Hörður 0,000

GRILLVEISLA Í HARÐARBÓLI

Gæðingamót Harðar verður haldið núna um helgina og á laugardeginum kl 18 verður grillveisla í Harðarbóli

Lambakjöt – Bearnaise

Verð aðeins 2.500 kr

Stuð og stemming – söngur og gleði

Mætum öll, hvetjum aðra félaga og tökum með okkur gesti

Nefndin

Dagskrá Gæðingamót Harðar - seinni úrtaka

Dagskrá (2)
Laugardagur:
10:00 – Tölt T1
10:40 – Unglingaflokkur
Hádegishlé
13:10 – Skeið
13:30 – Barnaflokkur
14:10 – B-flokkur Áhugamenn
14:40 – B-flokkur
Kaffihlé
16:10 – Ungmennaflokkur
17:10 – A-flokkur Áhugamenn
Grill í Harðarbóli!
19:00 – A-flokkur

Sunnudagur: (Úrslit)
10:00 – Ungmennaflokkur
10:40 – Unglingaflokkur
11:20 – Barnaflokkur
11:50 – Tölt T1

Hádegishlé

12:40 – Pollaflokkar
13:00 – Unghrossakeppni
13:30 – B-flokkur Áhugamenn
14:00 – B-flokkur
14:40 – A-flokkur áhugamenn
15:30 – A-flokk

Æfingamót í kvöld- Ráslistar

Æfingamót í kvöld- Ráslistar

Ráslisti fyrir æfingamótið í dag 28/5 er tilbúinn. Mótið byrjar kl. 18:00 og gerum við ráð fyrir ca. 5 mín á knapa. Endilega fylgist samt með þar sem tímarnir geta breyst og til að þetta gangi hratt fyrir sig verður næsti knapi ávallt að vera klár þegar næsti á undan ríður af velli. 
Við erum með Reiðhöllina til að hita upp og mun Hinni vera á staðnum til að leiðbeina þeim sem hafa verið á keppnisnámskeiðinu hjá honum með upphitun og fleira. 
Við munum svo reyna að koma einkunnarblaði með umsögn dómara sem fyrst upp í Harðarból eftir að knapi líkur sýningu, þannig að allir geta nálgast blöðin þar. Þau sem vilja fá frekari upplýsingar og heyra í dómaranum eftir æfingamót eru hvattir til að mætta í Harðarból eftir mótið. Dómarinn verður þar til að svara spurningum. 
Við munum láta slóðadraga völlinn í dag og vonum að hann verði betri en undanfarna daga. 
Munið svo að fara vel yfir allan búnað og passa að hann sé löglegur (þó ekkert verði skoðað núna). 
Góða skemmtun í dag 33675193_2029714263736438_922289483162845184_n.jpg

Sveit í borg

Póstur sem var sendur á öll framboð í Mosó

Sveit í borg

Hestamenn hér í Mosfellsbæ njóta þeirrar sérstöðu að hverfið þeirra er sveit í borg.  Eftir aðeins 5 mínútna reið bíður ósnortin náttúran og fjölbreyttar reiðleiðir.  Hesthúsahverfið hefur byggst upp á löngum tíma, en nú er svo komið að engar lóðir eru í boði sem hamlar mjög fjölgun félagsmanna.  Mosfellsbær hefur byggst hratt upp og spár bæjaryfirvalda er að á næstu árum telji íbúar bæjarins 30 þúsund.  Í þeirri fjölgun þarf að gera ráð fyrir fleira fólki sem vill stunda útivist þ.m.t. hestamennsku og hesthúsahverfið í sínu náttúrulega umhverfi getur átt þátt í því að fólk kýs að búa í Mosfellsbæ.  Í nýlegum könnunum erlendis ræðst búsetuval ungs fólks oft á því að stutt sé í góða íþróttaðstöðu og að vera í nálægð við náttúruna.

Hestamannafélagið Hörður hefur lagt mikla áherslu á barna - og unglingastarf, en  helsti keppinautur okkar í þeim hópi eru tölvurnar og snjalltækin.  Því þurfum við að geta boðið börnunum upp á góða aðstöðu til kennslu, æfinga og keppni, en reiðhöllin er þéttsetin og því þörf á viðbyggingu til æfinga og upphitunar þegar mót eru í gangi.  Einnig gæti sú viðbygging nýst Reiðskóla fatlaðra vel, en ásóknin þar fer stöðugt vaxandi.

Hestamannafélagið hefur notið góðs stuðnings frá Mosfellsbæ, en alltaf má gera betur.  Þar ber helst að nefna:

  • Tungubakkahringinn, sem er langmest nýtta reiðleið félagsmanna.  Hringurinn er aðeins upplýstur að litlum hluta, en afar mikilvægt er að lýsa allan hringinn.  Lýsing var samþykkt hjá bænum fyrir nokkrum árum, en síðan var forgangsröðuninni breytt og frekari lýsingu slegið á frest.  Ekki komið á dagskrá enn.  Þar sem undirbygging reiðvegarins er engin, myndast hættuleg drulluslökk á nokkrum stöðum, sem geta valdið stórslysi á hestum og knöpum. 
  • Undirgöng undir Reykjaveginn voru sett á áætlun 2007, en hafa einhverra hluta vegna ekki komið til framkvæmda enn.  Þarna er verið að bjóða hættunni heim, því oft hefur mátt litlu muna þegar hestamenn hafa þurft að sæta lagi við að komast yfir veginn í þungri umferð.
  • Reiðleið með þrautabraut um Ævintýragarðinn eykur möguleika hestamanna á góðum og upplýstum reiðleiðum.
  • Brú yfir vað Varmánnar við enda sjúkragerðis.  Varmáin ryður sig reglulega með tilheyrandi vegrofi og vandræðum fyrir hestamenn og löngu búið að setja slíka brú á dagskrá, en vantar framkvæmd verksins.

Mjög brýnt að breyta deiliskipulagi og úthluta fleiri lóðum undir hesthús.  Það er mikil eftispurn eftir hesthúsum og engir möguleikar á fjölgun félaga nema með nýjum húsum.  Það er gert ráð fyrir frekari nýtingu á svæðinu í aðalskipulagi bæjarins og skynsamlegt að nýta það.  Það skapar líka tekjur fyrir Mosfellsbæ, bæði með lóðargjöldum sem og fasteignagjöldum. 

Það er óraunhæft að huga að nýju hverfi á öðrum stað, nema að gera ráð fyrir nýjum hringvelli og nýrri reiðhöll í því hverfi.  Með frekari nýtingu á núverandi svæði, nýtast öll mannvirki mun betur og mun ódýrara að byggja upp og bæta við það sem fyrir er.

Nýlega hélt hestamannafélagið stefnumótunarfund þar sem m.a. var rætt um hvar við sjáum félagið næstu árin.  Það var samdóma álit fundarmanna að með stækkun á núverandi svæði væri þörfinni mætt næstu 15 – 20 árin.

Hestamannafélagið hyggur á áframhaldandi gott samstarf við komandi bæjarstjórn og að bæjarbúar horfi stoltir á gróskumikið félag, félag sem býður bæjarbúum og þá ekki síst unga fólkinu upp á heilbrigðar tómstundir í náttúrulega umhverfi.

Gangi þér og þínum sem best nk laugardag.

Virðingarfyllst,

Hákon Hákonarson

Formaður Hestamannafélagsins Harðar

Hringvöllurinn

Hringvöllurinn er mjög harður eftir miklar rigningar í maí mánuði.  Hann var slóðardreginn í morgun, en það verður farið í að laga hann annað kvöld og verður völlurinn lokaður á meðan. Þangað til – farið varlega og rétt að benda á að betra er að vera með léttari hlífar á svona hörðum velli.  Veðurspáin er ágæt fyrir vikuna og vonandi verður völlurinn orðinn góður fyrir Gæðingamótið um næstu helgi.

Vallarnefnd

Heldri hestamenn og konur

Heldri hestamenn og konur

Lokahóf
Reiðtúr - grillveisla.
Dagurinn er miðvikudagur 30. maí 2018
 
Reiðtúrinn🐎
Lagt verður upp frá reiðhöllinni kl. 18:00
Við ríðum upp í Varmadal þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og harmonikuspil 🎹
Gert er ráð fyrir að reiðtúrinn taki einn og hálfan tíma.
 
Lokahóf - grillveisla.
Harðarból opnar kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00
Guðmundur Jónsson á Reykjum dregur fram dragspilið við innganginn og kemur okkur í rétta gírinn
 
Stormsveitin
Karlakór og hljómsveit
mætir á svæðið kl. 21:00 og skemmtir okkur af sinni alkunnu ☺snilld😊
 
Hákon formaður mætir með gítarinn og tekur með okkur hressilega slagara 🎸
 
Að venju verður boðið upp á metnaðarfullan kvöldverð.
 🍴🍽🍴
Grillað lambafile borið fram með gratineruðum kartöflum,
dýrindis sósum, salati og grilluðu grænmeti.
Kaffi og sætt.🍰☕
Við getum tekið með okkur drykki en fyrir þá sem það kjósa er barinn opinn og drykkir seldir á sanngjörnu verði 🍷🍺
Verð kr. 3500 ( posi á staðnum )
 
Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 
á hádegi laugardaginn 26. maí.
hjá Sigríði netf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma 896-8210.
Takið fram hvort þið mætið í reiðtúrinn, grillið eða bæði. Tilkynnið einnig hvort þið takið með ykkur gesti.
 
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur.
Lífið er núna - njótum þess
😉😉😉
Konráð - Sigríður - Þuríður.

Unghrossakeppni og pollaflokkar á gæðingamóti Harðar!

Við munum auðvitað bjóða upp á unghrossakeppni og pollaflokk á gæðingamótinu okkar sem haldið verður helgina 1.-3. Júní næstkomandi!

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í eitthvað af þessum greinum mega senda mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með grein, nafni knapa og IS númeri hests sem og þá hönd sem kosið er að ríða upp á:)

Skráningargjald í pollaflokkana er ókeypis en í unhrossakeppnina kostar skráningin 3000kr.

Hvetjum sem flesta til að skrá sig!

Viljum einnig nota tækifærið til að minna á að inn á sportfeng er Gæðingakeppni 1 ætlað meira vönum og Gæðingakeppni 2 er áhugamannaflokkur!