Æskulýðsnefnd Harðar býður í aðventukaffi 12. des

Þann 12. desember kl 17-19 ætlar æskulýðsnefndin að bjóða í aðventukaffi í Harðarbóli. Boðið verður upp á piparkökur og glassúr og Pizzu og gos. Við ætlum að hittast og nota tækifærið að skoða það sem er framundan. Okkur langar að vita hvað þið hafið áhuga á að gera á komandi ári. Svo endlega leggið höfuðið í bleyti og komið með hugmyndir fyrir námskeið, uppákomur, kennslu osfrv sem þið hafa áhuga á. Það verður hugmyndakassi á staðnum og við munum svo fara yfir það sem kemur í kassann og ákveða dagskránna fyrir 2019 með ykkar hugmyndir að leiðarljósi.

Kær kveðja æskulýðsnefndin 2019
Helga, Leon, Kolbrún, Signy og Alexandra